Lögmannablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 13

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009> 13 Þegar breytingar voru gerðar á lögum um háskóla árið 2003 óttuðust sumir innan háskólanna og lögfræð ingastéttarinnar að verið væri að minnka kröfur til laganema. Varð það raunin? Björg Thorarensen Lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki slakað á þeim ríku kröfum sem hún hefur ávallt gert til nemenda sinna. Fyrst má benda á að þar er krafist hærri lágmarkseinkunnar en í öðrum deildum HÍ og lagadeildum annarra háskóla, eða 6.0. Eftir að heimspekileg for spjalls vísindi voru ekki lengur hluti af ein kunninni í almennri lögfræði 2003 var eðlilegt að hafa sömu lág marks einkunn í almennri lögfræði og öðrum greinum í deildinni. Í BA­námi í lögfræði, grunnnáminu, hefur lagadeild HÍ ekki hvikað frá því markmiði að leggja áherslu á annars vegar fræðilega undirstöðu og aðferða fræði lögfræð innar og hins vegar að farið sé djúpt ofan í ákveðnar kjarna greinar hennar. Grunnnámið er bundið að öllu leyti í stað þess að boðið sé upp á valfög. Námið í lagadeild er óneitan lega þungt, einkum fyrsta árið, og hlutfall þeirra sem falla er því hátt. Til að bregðast við fjölgun í grunnnáminu er nemendum skipt upp í minni hópa í umræðutímum og verkefnavinnu auk þess sem allir þurfa að skila BA­ritgerð. Þetta er hrein viðbót við grunnnámið eftir 2003 sem hefur aukið vinnuálag og kröfur en jafnframt gert námsmatið fjölbreyttara. Þessi undirstaða úr grunn náminu er síðan mikilvæg forsenda þess að stunda meistaranám við lagadeild HÍ. Þar taka við breyttar áherslur ásamt miklum sveigjanleika, aukinni verkefnavinnu og kosti á sérhæfingu. Bryndís Hlöðversdóttir Það fer eftir því hvaða skilning fólk leggur i gæði laganáms. Framboð laganáms hefur aukist og það eru til fleiri tegundir af kennsluaðferðum í lögfræði en áður sem ég tel vera af hinu góða. Þegar Háskólinn á Bifröst fór að kenna lögfræði árið 2001, og rauf þannig þá kyrrstöðu sem hafði verið í laganámi um áratugaskeið, var mikil eftirspurn eftir annars konar lögfræði námi en því sem lengst af hafði verið kennt við lagadeild Háskóla Íslands og miðaði fyrst og fremst að því að mennta embættismenn, dómara og lögmenn. Á sama tíma og stöðnun hafði ríkt í lagakennslunni hafði heimurinn breyst og vaxandi fjöldi lögfræðinga sinnti störfum sem þeir höfðu ekki fengið þjálfun til að sinna í náminu, s.s. við fjármál, rekstur fyrir tækja og skattamál. Lagadeild Háskól ans á Bifröst beinlínis brást við þessari þörf sem var í takt við það sem hafði gerst víða annars staðar. Þannig má segja að hver lagadeild hafi sína sér stöðu. Nú er laganám fjöl breyttara sem hefur leitt af sér fleiri lögfræði menntaða einstaklinga en áður og þeir eru í ýmis konar störfum. Þórður S. Gunnarsson Breytingin sem líklega er verið að vísa til og gerð var á lögmannalögunum 2004, sbr. lög nr. 93/2004, var sjálfsögð og eðlileg. Með henni voru meistarapróf og embættispróf lögð að jöfnu við öflun málflutningsréttinda. Með tilkomu nýrra lagadeilda við Háskólann á Bifröst, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri, hefur verið af sannað að ein göngu sé hægt að kenna lögfræði að einhverju viti vestan lækjar í Reykjavík. Lagadeild Háskólans í Reykjavík hefur frá byrjun gert miklar kröfur til nemenda sinna og eru þær síst minni en gerðar eru til nemenda við bestu lagadeildir á hinum Norður löndunum. Kröfurnar eru til þess fallnar að undirbúa nemendur sem best undir þau störf sem bíða þeirra að námi loknu m.a. málflutningsstörf. Sigurður Kristinsson Í laganámi við Háskólann á Akureyri hafa frá upphafi verið gerðar miklar kröfur til nemenda. Í BA­hluta námsins verða nemendur að sýna fram á stað góða þekkingu á lögfræði í alþjóð legu samhengi sem og grunnþekkingu á íslenskum rétti. Talsverður hluti kennsl unnar fer fram á ensku og er þess krafist að nemendur séu færir um að skrifa ritgerðir á ensku jafnt sem íslensku. Markmiðið er að BA­gráðan nýtist sem góður undirbúningur undir framhalds nám á fleiri sviðum en lögfræði. Fyrir þá sem kjósa að halda áfram laganámi tekur við tveggja ára nám á meistarastigi til ML­gráðu. Til að fá inngöngu í það verður nemandinn að hafa náð a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn út úr BA­náminu. Meistaranámið er hagnýtt og krefjandi nám í megin greinum íslenskrar lögfræði á sviði opinbers réttar og einkamála réttar. Það er ekki mitt að meta þær kröfur sem aðrir háskólar gera til sinna laganema en tel þó fráleitt að tilkoma laganámsins við Háskólann á Akureyri hafi dregið úr þeim kröfum sem gerðar eru til laga nema á Íslandi. Vonandi hafa áhrifin frekar verið á hinn veginn.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.