Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 14

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 Hverjir eru helstu kostir og gallar þess að samkeppni ríkir milli háskóla um nemendur og kennara? Þórður S. Gunnarsson Ég sé enga galla á samkeppni af þessu tagi. Nemendur njóta þess að geta sótt þangað sem þeir telja að besta kennslan sé í boði og nám við þeirra hæfi. Því fylgja augljósir kostir að þeir sem leggja vilja fyrir sig kennslu og rannsóknir í lögfræði eigi fleiri en einn kost um vinnustað. Samkeppnin hefur hleypt miklu lífi í lagakennslu og rannsóknir í lögfræði og má minna á í þessu sambandi að doktorsnám í lögfræði stendur nú til boða við tvær lagadeildir hér á landi. Ljóst er að doktorsmenntun verður innan fárra ára gerð að almennu skilyrði fyrir ráðningu í akademískar stöður við þær lagadeildir hér á landi sem standa vilja undir nafni. Sigurður Kristinsson Mikilvægt er að laganám í landinu sé í sífelldri þróun og góðum alþjóða tengslum. Háskólaumhverfið þarf að ýta undir rannsóknir í lögfræði þannig að þær styrki bæði laganámið og atvinnu lífið. Það er kostur ef samkeppni milli háskóla verður til þess að ýta undir slíka þróun og nýsköpun og koma í veg fyrir stöðnun. Það er einnig kostur ef samkeppni verður til þess að auka fjölbreytni í námsframboði í landinu, eins og laganámið við HA er dæmi um. Samkeppni fylgja þó hættur og mikil vægt er að gæði námsins séu ávallt í fyrirrúmi. Andi samkeppni má heldur ekki verða það ríkjandi að hann hamli gegn eðlilegri samvinnu háskólanna. Það er mikilvægt að hver háskóli móti sínar áherslur og leggi þær inn í flóru laganáms í landinu í gagnkvæmri sátt. Bryndís Hlöðversdóttir Fræðasamfélagið hefur tekið stakka skiptum með tilkomu samkeppni með auknum fjölda rannsókna og fjöl breyttari flóru fólks sem sinnir laga kennslu. Fólki í fullu starfi með rann sóknarhlutfall hefur fjölgað og nú sjáum við til dæmis mikinn fjölda af konum í lagakennslu sem voru jafn sjaldséðar og hvítir hrafnar í þeirri stétt hér áður fyrr. Það segir sig sjálft að þegar það eru fleiri en einn prófessor á landinu, í t.d. stjórn skip unarrétti, þá hlýtur það að efla fræða samfélagið á því sviði. Með auknum fjölda þeirra sem koma að lagakennslu og rannsóknum, og samtali þeirra á milli, eflist fræða­ samfélagið sem er til framdráttar rann sóknum og háskóla samfélaginu í lögfræðinni. Hvað nemendur varðar þá eru helstu kostir samkeppninnar þeir að fólk á nú kost á að læra lögfræði með mismunandi hætti, bæði hvað efni og kennslufræði varðar. Gallar samkeppn innar sem slíkrar eru fáir að mínu mati en með því er ég ekki að segja að það sé nauð synlegt að kenna lögfræði á fjórum stöðum á Íslandi. Björg Thorarensen Markaðslögmálið segir að samkeppni leiði til framfara. Samkeppni á milli lagadeilda fjögurra háskóla hér á landi hófst á tímum efnahagslegrar uppsveiflu í þjóðfélaginu og aukinnar markaðs­ væðingar. Að mínu mati meira af kappi en forsjá. Engin stefna var mótuð um markmið, þörf eða skilgreiningar á inntaki laganáms en stefnan fólst í afskiptaleysi hins opinbera þegar nýjar lagadeildir voru settar á fót. Markað­ urinn átti að sjá um afganginn, þar á meðal að skera úr um hvaða lagadeild útskrifaði lögfræðinga sem þjónuðu best þörfum atvinnulífsins. Ég tel að samkeppnin hafi á heildina litið ekki aukið gæði íslensks laganáms. En hún hefur aukið fjölbreytni og fært fram ýmsar nýjar og jákvæðar áherslur, t.d. sérhæfingu í lögfræði á sviði viðskipta og markaðar. Samkeppnin hefur einnig búið til möguleika á samanburði. Hún hefur orðið hvati til þess að bæði nemendur og kennarar lagadeildar HÍ leggi harðar að sér til að standast vel samanburð sem ekki var hægt að gera áður. Þetta eru kostir samkeppninnar. Noregur Um 7000 nemendur stunda laganám í Noregi í þremur háskólum og tekur námið fimm ár. Verið er að ræða um hvort skitpa eigi náminu upp í BA gráðu og meistaragráðu. Milli 700­800 útskrifuðust með meistaragráðu 2008 en Norðmenn eru 4,8 milljónir. Finnland Árið 2008 stunduðu 3879 nemendur nám í lögfræði í Finnlandi. Þrír háskólar kenndu lög á meistarastigi en einn á BA stigi. Fram til þessa hafa að meðaltali 450 kandídatar útskrifast með masters­ gráðu í lögum á ári í Finnlandi. Með Bologna samkomulaginu, sem er samræming á laganámi innan ESB landanna, er reiknað með að þeim fjölgi sem útskrifist á BA stigi. Árið 2008 útskrifuðust 644 með mastersgráðu og 367 með BA gráðu. Þess má geta að Finnar eru 5,3 milljónir. Svíþjóð Árið 2008 stunduðu 5550 nemendur nám í lögfræði í Svíþjóð í 15 háskólum. Þeir bjóða upp á mismunandi áherslur í laganámi en sex háskólar bjóða upp á 4,5 ára nám sem veitir rétt til allra starfa, s.s. að verða dómari. Árið 2008 útskrifuðust 1100 kandídatar með meistaragráðu sem veitir lögfræðingum m.a. rétt til dómarastarfa. Þess má geta að Svíar eru 9,3 milljónir.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.