Lögmannablaðið - 01.12.2009, Síða 15

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Síða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009> 15 Samkeppnin hefur hins vegar sem slík ekki breytt lagadeild Háskóla Íslands eins og stundum er haldið fram. Á síðustu árum hefur orðið gífurleg uppbygging og framþróun á öllum sviðum Háskóla Íslands bæði í sam keppnisdeildum og öðrum deildum. Samkeppnin hefur leitt til þess að markaðssetning hefur vaxið stórlega til að laða að nemendur og í raun almennt aukið áhuga í samfélaginu á laganámi. Lagadeild HÍ hefur að vissu marki tekið þátt í þessu en þó einmitt á þeim forsendum að laða að nemendur sem treysta sér í strangt og fræðilegt nám. Deildinni hefur haldist mjög vel á kennurum sínum þrátt fyrir að talsvert betri kjör séu í boði hjá einkareknum háskólum. Fjölgun þeirra sem stunda laganám er m.a. afleiðing af stefnulausri fjölgun lagadeilda í landinu og markaðs væðingu námsins, sem áður segir, auk þess sem nemendum í háskólanámi hefur almennt fjölgað. Skortur á viðmiðum um hvað skuli vera lág marksinntak laganáms hefur á sama tíma skapað óvissu um hvað felst í hugtakinu lögfræðingur. Auk þess er ekki skilyrði í öllum lagadeildum að þeir sem hefja þar meistaranám í lögfræði hafi lokið BA­námi í greininni. Loks verður ekki litið fram hjá því að tal um samkeppni lagadeilda er byggt á röngum forsendum. Hér eru einkareknir háskólar reknir með ríkisframlögum að stórum hluta, þannig að sömu kennslu framlög koma frá ríkinu með hverjum nemanda til þeirra og ríkis háskólanna. Í ofanálag er aðeins einka reknum skólum heimilt að taka skóla gjöld og veitt eru hagstæð námslán fyrir skóla gjöldunum sem virka í raun að miklu leyti eins og styrkir. Laga deildirnar búa þannig við gerólík skilyrði. Lagadeild HÍ hefur haldið uppi gæðum námsins en jafn framt verið rekin með tvöfalt eða jafnvel þrefalt lægri tilkostnaði en aðrar laga­ deildir. Eru teikn á lofti varðandi sameiningu skóla eða mun laganám verða í boði í fjórum háskólum í framtíðinni? Sigurður Kristinsson Málefni háskólastigsins hafa verið rædd með alveg nýjum hætti eftir hrunið og hafa fulltrúar og forsvarsmenn háskól­ anna eðlilega rætt saman. Hver útkoman verður á eftir að koma í ljós en mikil vægar upplýsingar inn í þá umræðu munu væntanlega verða til í tengslum við úttekt menntamála ráðuneytisins á laganámi í landinu snemma árs 2010. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði meira samráð og meðvituð verkaskipting milli háskól anna í ljósi sameiginlegrar sýnar og heildarstefnu. Helsta afleiðing hrunsins er að minni fjármunir eru til skiptanna og þá skiptir réttlæting útgjalda höfuð­ máli. Við Háskólann á Akureyri hefur með ráðdeild tekist að reka laganámið innan þeirra þröngu marka sem sett eru af nemendafram lögum hins opinbera. Það er afar mikilvægt fyrir Norð austur land og hinar dreifðu byggðir í landinu að laganám verði áfram í boði við HA. Frá hdl.-námskeiði 2006.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.