Lögmannablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 16

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 Framhaldsnám lögmanna skilar sér í betri stöðum meðal innanhúslögmanna en 54% framkvæmdastjóra og/eða forstöðu manna hafa lokið framhalds­ námi og 42% deildarstjóra og/eða yfirlögfræðinga. 45% lögmanna sem starfa hjá fjármálafyrirtæki, fjárfestinga­ eða tryggingafélagi hefur farið í framhaldsnám, þar af 18% í LL.M og 15% í verðbréfamiðlun. 35% sjálfstætt starfandi lögmanna hafa sótt framhaldsnám að loknu embættis­ prófi í lögfræði, þar af rúmur helmingur LL.M. nám og 13% nám í verðbréfa­ miðlun. Einungis 14,5% fulltrúa hafa sótt framhaldsnám að loknu embættis­ prófi. Eldri lögmenn hafa síður stundað framhaldsnám að loknu embættisprófi í lögfræði heldur en þeir yngri. Þannig hafa 37% lögmanna 25­39 ára stundað framhaldsnám á móti 26% lögmanna 50­59 ára. Í ljósi þess að áður fyrr tíðkaðist það ekki í jafn miklum mæli að lögmenn sæktu sér meiri menntun er athyglisvert hve margir eldri lögmenn hafa stundað nám. T.d. hafa 10% lögmanna 60 ára og eldri farið í verðbréfamiðlaranám. Ekki er mark­ tækur munur á framhaldsnámi lögmanna eftir kynjum. Björg Thorarensen Ég tel mjög ólíklegt að það standist til lengdar halda uppi sambærilegum námsleiðum í lögfræði í fjórum háskól um hér á landi í óbreyttri mynd. Efna hagsástandið knýr stjórnvöld til að huga að endurskipulagi háskólastigsins. Hvergi í nágrannalöndum okkar er að finna hlutfallslega jafn margar laga deildir og á Íslandi og því síður þekkist að ríkið haldi upp rekstri einkaskóla eins og hér á landi. Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að forgangsraða og ákveða hvernig hægt verði að viðhalda gæðum háskólanáms í landinu fyrir mun fleiri nemendur en talsvert lægri fjárhæð en áður var til ráðstöfunar. Í þeirri endur skoðun er óhjákvæmilegt að skoða möguleika á sameiningu háskóla eða annarri endur skipulagningu þar sem almannafé verður betur nýtt. Að mínu mati er t.d. óraunhæft markmið að hér á landi séu starfræktir tveir alhliða rannsókna háskólar á samkeppn is grundvelli við alþjóðlega háskóla. Stjórnvöldum stendur næst að styðja við bakið á Háskóla Íslands til að ná markmiðum sínum að verða rann­ sóknaháskóli í fremstu röð. Ýmsar útfærslur koma til greina, t.d. að grunnnám í lögfræði verði kennt í tveimur lagadeildum, þar sem sett verði samræmdar reglur um lágmarksinntak námsins. Rannsókna nám, þar með talið meistara­ og dokt ors nám í lögfræði, færi síðan fram í Háskóla Íslands sem er miðstöð rann sókna í landinu og hægt væri að efla það starf á margvíslegan hátt með nýrri forgangsröðun fjár muna. Bryndís Hlöðversdóttir Ég tel líklegt að háskólum á Íslandi muni fækka á næstu árum og áratugum. Það mun hafa áhrif á laganám eins og annað nám og eflaust fækka lagadeild um. Ég vona þó að ekki komi til þess að lögfræði verði í framtíðinni aðeins kennd í einum skóla með einum hætti. Það er afturhvarf til fortíðar sem ég tel ekki æskilegt. Þórður S. Gunnarsson Lagadeild Háskólans í Reykjavík er allavega ekki að sameinast annarri lagadeild eða deildum á næstunni. !"# $!"# %!"# &!"# '!"# (!"# )!"# *!"# +!"# ,!"# $!!"# %(-&,#./0# '!-',#./0# (!-#(,#./0# )!#120#134/5# !"#$%#&'()*$+#,+&-.)/+0$12334(5"674+8+&9:7"2,4+0734"+ #&'"4+&9:$#))#+ 67702#7.8# #90:;1/#<#=2/>#17#3=?>8# @1/2A/BC08523>7# 9D6# #EEF9# G0C0#1HH5#:;>7402#C/08I034:7.8# Framhaldsnám skilar sér í betri stöðum Af 372 lögmönnum sem tóku þátt í könnun Lögmannablaðsins í september sl. höfðu 123 (33%) stundað framhaldsnám eftir embættispróf í lögfræði. EI EI

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.