Lögmannablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 18

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 Skylduendurmenntun lögmanna hefur verið tekin upp hjá öllum lögmanna­ félögum á Norðurlöndum, í Bretlandi og víða á meginlandi Evrópu. Umræða um skylduendurmenntun meðal lögmanna á Íslandi hefur komið upp öðru hvoru síðustu ár en árið 2003 var stofnaður sérstakur starfshópur á vegum stjórnar Lögmannafélags Íslands sem fjallaði um málið. Hópurinn kynnti niðurstöður vinnu sinnar á aðalfundi félagsins árið 2004 og lagði þá upp drög að kerfi sem fól í sér að hver starfandi lögmaður þyrfti að afla sér einingafjölda samsvarandi við tvö almenn námskeið á vegum LMFÍ á ári. Fjöldi leiða var til að öðlast endurmenntunareiningar, t.d. kennsla, skrif fræðigreina auk þess að sækja námskeið. Hugmyndirnar vöktu talsvert mikla andstöðu meðal lög­ manna á sínum tíma og ekkert hefur verið unnið í þeim síðan þá. Í könnun Lögmannablaðsins í september síðastliðinn voru lögmenn spurðir um hvort þeir væru hlynntir eða andvígir skylduendurmenntun og var hlutfall þeirra sem voru hlynnir 38% á móti 41% sem voru andvígir skyldu­ endurmenntun. Athyglisvert er að innanhúslögmenn eru mun hlynntari skylduendurmenntun en lögmenn á stofum. Það sem af er þessu ári hafa að meðaltali 36,4 lögfræðingar verið á atvinnuleysisskrá en til samanburðar þá voru á sama tíma 349 viðskipta fræðingar og 114 verkfræðingar á atvinnuleysisskrá. Að sögn Ragn heiðar Dagsdóttur, ráðgjafa hjá Capacent Ráðningum, er mikil eftirspurn eftir lögfræðingum á vinnumarkaðinum: „Allmargir hafa sótt um þau störf lögfræðinga sem hafa verið auglýst á okkar vegum. Það sækir ekki jafn stór hópur lögfræðinga um hvert auglýst starf eins og til dæmis viðskiptafræðinga, en það er mikil breidd í hópnum m.t.t. þekkingar og reynslu,“ sagði hún í samtali við Lögmannablaðið. !"#$ "%#$ &'#$ "(#$ !)#$ *+#$ !"#$%&'()*+,&&,'-'."/(0%1&0%2+1&&3%&' ,-$./0112345$ 6-$7189:;345$ <-$.=>$=??@$A?BC41$ innri hringurinn sýnir hlutfall lögmanna á lögmannsstofum og ytri hringurinn sýnir hlutfall innanhúslögmanna sem eru hlynntir eða andvígir skylduendurmenntun. Á vegum LMFÍ eru haldin 20­25 námskeið á ári. Síðastliðin fimm ár hafa 210 lögmenn sótt námskeið félagsins að jafnaði á ári eða um 30% félagsmanna. Í könnun Lögmannablaðsins í september sl. voru lögmenn spurðir að því hvort þeir hefðu sótt námskeið félagsins sl. tvö ár. 65% lögmanna á stofum höfðu sótt námskeið sl. tvö ár en 55% innanhúslögmanna. Þeir sem höfðu farið á námskeið sl. tvö ár voru spurðir að því hvernig þeim þætti námskeiðsframboðið vera. 87% lögmanna á stofum og 77% innanhúslögmanna sögðu framboð vera mikið eða mátulega mikið. Skiptar skoðanir um skylduendurmenntun Lítið atvinnuleysi meðal lögfræðinga 61% lögmanna hefur sótt námskeið sl. tvö ár EI EI EI

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.