Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 20

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 Umfjöllun Fyrir utan lagasetningar í tengslum við lausn Icesave og endurreisn bankakerfisins eru lögin um greiðsluaðlögun fyrir einstaklinga í greiðsluerfiðleikum um margt merkileg þótt deila megi um hvort gengið hafi verið of skammt í því sambandi. Ég fagna því skrefi sem stigið hefur verið til að takmarka umhverfismengun með skattlagningu kolvetnisvinnslu og vona að frumvarpið um umhverfis­ ábyrgð sem er á leiðinni í þingið fái þinglega meðferð. Þá tel ég afar brýnt að komið verði á fót landsskipulagi sem fyrst. Að síðustu fagna ég niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr.671/2008 þar sem rétturinn snéri úrskurði umhverfis­ ráðherra en með því verður ekki fallist á veglagningu um Teigskóg með þverun Djúpa­ og Gufufjarða sem er eitt fegursta svæði landsins. Ég tel að dómurinn hafi fordæmisgildi varðandi beitingu laga um mat á umhverfisáhrifum. Þegar litið er til baka til ársins 2009 þá kemur fyrst upp í huga óvissan um gildi samninga sem gerðir hafa verið innan íslensku bankanna á undanförnum árum s.s. um lánveitingar í erlendri mynt. Fyrstu dómarnir þar sem tekið er á ágreiningsmálum varðandi þessa samninga liggja ekki fyrir og því má segja að réttarkerfið hafi eins og haldið niðri í sér andanum allt þetta ár, eftir fyrstu fordæmunum og hvernig taka megi á þeim ef þau hnekkja gerðum samningum. Fjöldi mála sem þessu tengjast er mikill og veldur hann áhyggjum af getu íslenskra dómstóla til að anna þeim málum innan eðlilegs tímaramma. En um leið verða til dómar sem eiga eftir að koma fræðigreininni lögfræði til góða. Það sem hæst bar er óvissan. Þar á ég við óvissuna sem skapaðist af miklum breytingum í lagaumhverfi okkar og þeim fordæmalausu málum sem gert er ráð fyrir að komi til úrlausnar dómstóla á næstu misserum. Hvað bar hæst í íslenskum rétti árið 2009? Icesave, endurreisn og umhverfismál Haldið í sér andanum Óvissan bar hæst Katrín Theodórsdóttir hdl. Þorbjörg Inga Jónsdóttir hrl. Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. Stórt verk lítið mál Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is prent.is

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.