Lögmannablaðið - 01.12.2009, Síða 24

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Síða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 Á árinu 2009 er áberandi ný löggjöf á Alþingi Íslendinga sem er ætlað er að bregðast við afleiðingum af bankahruninu síðastliðið haust og efnahagslægðinni sem fylgt hefur í kjölfarið. Hér verður skautað yfir helstu lagabreytingarnar. Lög nr. 23/2009. Bætt staða skuldara við gjaldþrotaskipti og frestun nauðungarsölu Gerðar voru breytingar á lögum um aðför, nauðungarsölu og gjaldþrota­ skipti. Í fyrsta lagi er nú gert ráð fyrir tímabundinni lengingu aðfararfrests úr 15 dögum í 40. Þannig er reynt að auka svigrúm skuldara sem lenda í greiðslu­ erfiðleikum til að leita úrræða og endurskipuleggja fjármál sín og hugsanlega komast hjá því að aðför og fjárnám sé gert í eignum þeirra. Lenging aðfararfrests var tímabundin, gilti til 1. janúar 2010, og er til komin vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem nú eru í efnahagslífi þjóðarinnar og þeirrar auknu hættu á greiðsluerfiðleikum sem fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki standa frammi fyrir. Í öðru lagi voru gerðar breytingar á lögum um nauðungarsölu og áréttað að sýslumaður leiðbeini gerðarþola sér­ staklega um að hann geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum óskað eftir því að eign sé seld nauðungarsölu á almennum markaði. Er þetta gert til að tryggja að ávallt verði leitað leiða til að fá sem hæst verð fyrir eignina. Einnig er gerðarþola nú heimilað að óska eftir fresti á nauðungarsölu á fasteign eða ráðstöfun hennar á frjálsum markaði. Frestur þessi hefur nú verið framlengdur og gerðarþoli hefur tíma til 1. febrúar 2010 til að koma nýrri skipan á fjármál sín og þannig varna því að fasteign hans verði seld á nauðungaruppboði. Í þriðja lagi var gerð breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. sem bæta eiga réttarstöðu skuldara. Dómari skal leiðbeina skuldara um þau úrræði sem felast í greiðsluaðlögun og nauða­ samningum. Er með því leitast við að tryggja að þeir skuldarar, sem hugsan­ lega geti nýtt sér þessi úrræði, fari ekki á mis við þau. Loks getur skiptastjóri þrotabús nú, ef veðhafar búsins samþykkja, heimilað skuldara að búa áfram í íbúðarhúsnæði í eigu búsins í allt að 12 mánuði. Lög nr. 24/2009. Nauðasamningur til greiðsluaðlögunar Með breytingum sem gerðar voru á lögum um gjaldþrotaskipti er ein­ staklingum nú tryggt virkt úrræði til að gera þeim kleift að endurskipuleggja fjármál sín í kjölfar bankahrunsins og efnahagslægðar sem því hefur fylgt. Úrræðið felur í sér heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar sé sýnt fram á að maður sé og verði ófær um að standa í skilum með skuldir sínar. Þetta er ætlað almennum laun­ Umfjöllun Lagasetning í kjölfar hrunsins

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.