Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 29

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 29
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009> 29 Í tilefni 90 ára afmæli Lögmannafélags Íslands 11. desember 2001 var í fyrsta sinn veitt sérstakt gullmerki félagsins. Það hlutu tólf fyrrum formenn og jón thors, sem var nýhættur sem skrif stofustjóri í dóms- og kirkju mála ráðuneytinu, en hann hafði verið tengiliður ráðuneytisins við Lögmanna félagið um langt árabil. Á myndinni eru í efri röð f.v.: jón thors, Þórunn guðmundsdóttir, Sigurmar K. alberts son, gestur jónsson, jakob R. möller, Hákon Árnason og Ragnar aðalsteins son. Í neðri röð f.v. : Þorsteinn júlíusson, jóhann H. Níelsson, guðmundur ingvi Sigurðsson, jón Steinar gunnlaugsson og Helgi V. jónsson. Á myndina vantar Svein Snorrason. 90 ára afmæli LMFÍ Úr myndasafni Námskeið vorannar Skipti dánarbúa lögerfðareglur, erfðaskrár og aðrir erfðagerningar Fjallað verður um skipti dánarbúa og þann mun sem er á einka­ og opinberum skiptum. Upphafsaðgerðir skipta, framkvæmd og frágang. Lögerfðir og erfðaskrár. Fjallað verður um hvaða formreglur erfðaskrár þurfa að uppfylla, arfleiðsluhæfi, hverju má ráðstafa, kvaðabindingu og breytingu og afturköllun erfðaskrár. Hvenær er erfðaskrá ógild og hvenær er unnt að véfengja hana? Kennari Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. hjá Borgarlögmönnum Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 17. janúar 2010 kl. 16:00-19:00. Verð kr. 20.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,­ Skattaleg meðferð dánarbúa og þrotabúa Farið verður yfir hvaða skattareglur gilda um meðferð dánarbúa, s.s. hver er afmörkun tekna hins látna og dánarbús, hvaða gjöld eru frádráttarbær, meðferð á ónýttu tapi, sala á eignarhlutum, framtal til skatts og útlagning eigna til erfingja. Í seinni hlutanum verður farið yfir skattalega meðferð þrotabúa. Kennari Guðmundur Skúli Hartvigsson hdl. hjá Deloitte hf. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 17:00-19:00. Verð Kr. 15.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 10.000,­

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.