Lögmannablaðið - 01.12.2009, Síða 30

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Síða 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 „Case Open“ Meistaramótsgleði LMFÍ í skák 2009 Föstudaginn 20. nóvember var meistaramót Lögmannafélags Íslands í skák haldið í hátíðarsal félagsins. Að þessu sinni tefldu sex þátttakendur en Jóhann Hjartarson sigraði örugglega. Á léttum nótum F.v. margeir Pétursson, Árni Ármann Árnason og jóhann Hjartarson. mótherji Árna í þessari skák var Halldór brynjar Halldórsson. Sigurvegarinn jóhann Hjartarson er ekki óvanur því að vinna bikar LmFÍ. Halldór sýndi snilldartakta á móti Árna og margeir fylgdist spenntur með. Súkkulaði í allri sinni dýrð Í nóvember sl. voru haldin súkkulaði smökk­ unarnámskeið með „súkkulaði konnessör“ á vegum félagsdeildar LMFÍ. Vegna mikillar aðsóknar þurfti að halda tvö námskeið þar sem þátttakendur voru leiddir inn í undraheim súkku­ laðisins. Það kom á óvart hversu mismunandi bragð var af súkkulaði eftir því hvaðan kakóbaunirnar koma en lönd nálægt miðbaug eru best til þess fallin að rækta kakóbaunatrén. Smakkaðar voru ýmsar gerðir súkkulaðis frá einum gæðaframleiðanda og voru bragðlaukarnir látnir reyna sig á beisku, súru og sætu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að neysla súkkulaðis veitir okkur svipaða vellíð­ unartilfinningu og ástin. Reyndist það hverju orði sannara því þátttakendur komu út af nám­ skeiðunum með sælubros á vör. Þó með þá þekkingu í farteskinu að það er eins með súkkulaði og ástina; það þarf að vanda valið vel! brynjólfur Eyvindsson og Soffía arnardóttir hlusta með athygli á birgi Karl tala um kakóplöntur og sögu súkkulaðigerðar. dögg Pálsdóttir kann að meta gott súkkulaði. birgir Karl ólafsson matreiðslumeistari leiddi þátttakendur í allan sannleika um súkkulaði. Einbeitt á svip smökkuðu þau Hörður Helgi Helgason, Elsa b. Valsdóttir og inga Helga jónsdóttir súkkulaði og reyndu að finna bragð af tammín, ristuðum hnetum, rauðum berjum svo fátt eitt sé nefnt. takið eftir súkkulaðibréfunum á borðinu.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.