Lögmannablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 10

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 10
10 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Síðustu misseri hafa lögmenn og lög­ mannsstofur í vaxandi mæli auglýst þjónustu sína í fjölmiðlum. Að minnsta kosti þrjár lögmannsstofur hafa birt auglýsingar í dagblöðum og sjónvarpi með áberandi hætti þar sem höfðað er til þeirra sem hugsanlega eiga rétt á slysa bótum. Enginn hefur hins vegar enn séð ástæðu til að auglýsa kunnáttu sína í sifja­ og erfðarétti svo dæmi séu tekin og hvað þá áralanga reynslu af landa merkjamálum. Má velta fyrir sér hvað veldur. Nýlega hafa lögmannsstofur einnig byrjað að sjá um kostun ákveðinna dagskrárliða í sjónvarpi. Þannig eru nokkrir þættir sem fjalla um störf lögmanna eða lögreglu kostaðir af lögmannsstofum á Skjá einum. Auglýsingaskrum til umfjöllunar á aðalfundi Á aðalfundi LMFÍ vorið 2008 vakti Jónas Haraldsson hrl. athygli á þremur aug­ lýsingum lögmannsstofa sem birtust í dagblöðum þennan sama dag. Í öllum tilvikum voru lögmenn að auglýsa þjón­ ustu vegna skaðabótamála og taldi hann þær ólögmætar, ósanngjarnar og ósiðlegar. Í fyrstu auglýsingunni sagði meðal annars að viðkomandi lögmannsstofa væri númer eitt í innheimtu slysabóta, lögmenn hennar væru jafnframt sér­ fræðingar í innheimtu slysabóta og fólk gæti kannað rétt sinn sér að kostnaðar­ lausu. Í annarri auglýsingu var sagt að lögmannsstofan hefði afdráttar lausa sérstöðu í slysa­ og skaðabóta málum. Jónas taldi aug lýs ingarnar brjóta gegn 42. gr. siðareglna lögmanna og einnig gegn 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markað arins en þar segir að óheimilt sé að veita rangar, ófull­ nægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum og að þær megi ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum. Í þriðju auglýsingunni bauð lögmanns­ stofa upp á ókeypis ráðgjöf í umferðar­ og vinnuslysamálum, öðrum líkams­ Umfjöllun Auglýsingar lögmanna – tákn um nýja tíma? Lögmaður má auglýsa og kynna þjónustu sína svo sem sam rým ist góðum lögmanns háttum. Óheimilt er lögmanni að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti, svo og að afla sér viðskipta með öðrum aðferðum, sem sama marki eru brenndar. 42. grein Codex ethicus markaðssetning virðist vera órjúfan legur þáttur nútímans og þykir erfitt fyrir þann sem býður upp á þjónustu að geta ekki vakið athygli á henni með einhverjum hætti. Áður fyrr treystu menn á að gott orðspor færði þeim viðskiptavini og þá skipti tengslanetið mestu máli. Þótt slíkt net hafi ennþá mikið að segja þá virðist það ekki lengur duga til.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.