Lögmannablaðið - 01.03.2009, Síða 21

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Síða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 21 Umræður um hvernig dómstólar ákvarða aðilum í einkamálum málskostnað eru eilífðarmál meðal lögmanna. Þar snýst umræðan meðal annars um hversu stóran hluta af málskostnaði umbjóðendur lögmanna fá bættan þegar mál vinnst. Einnig rökin fyrir því ­ eða kannski oftar skort á rökstuðningi fyrir því ­ þegar umbjóðendur eru sjálfir látnir bera sinn kostnað af máli jafnvel þótt þeir hafi unnið það og loks mismunandi málskostnaðarákvarðanir eftir dóm­ stólum eða einstökum dómurum í sambærilegum málum. Mjög brýnt er að halda því til haga þegar þessi málefni eru rædd að málskostnaður sem ákvarðaður er í einkamáli úr hendi gagnaðila er ekki fyrir lögmanninn. Þetta er útbreiddur misskilningur meðal almennings en gætir einnig víðar. Auðvitað þekkja dómarar lögin en alltof oft, þegar málskostnaðarákvarðanir ber á góma utan réttar, þá virðast dómarar nálgast málið á þeirri forsendu að þarna sé um einhvers konar launabaráttu lögmanna að ræða. Hjördís Halldórsdóttir, vara­ formaður Lögmannafélags Íslands, útskýrði með ágætum um hvað málið snýst raunverulega, í ávarpi sem hún flutti á aðalfundi Dómarafélags Íslands í lok nóvember sl., en kaflar úr erindinu voru birtir í síðasta tölublaði Lög­ mannablaðsins. Stjórn Lögmannafélagsins ákvað að ámálga það við Dómstólaráð hvort tilefni væri til að setja fram einhvers konar leiðbeinandi reglur fyrir dómara til að vinna eftir við ákvörðun máls­ kostnaðar í einkamálum líkt og gert hefur verið í opinberum málum. Þrátt fyrir að undantekningar finnist, þá hafa viðmiðunarreglur ráðsins í opinberum málum gefist nokkuð vel. Á fundi sem fulltrúar Lögmannafélagsins áttu með fulltrúum Dómstólaráðs 10. mars sl. var tekið ágætlega í þessa málaleitan og lýsti ráðið sig reiðubúið að hlusta á hugmyndir félagsins og ræða æskilega framtíðarskipan þessara mála. Gætu reglur sem Danir hafa unnið eftir, og hafa gefist mjög vel, verið hafðar til hliðsjónar við samningu slíkra viðmiðunarreglnanna hér á landi. Þá fengju dómarar grunn til að byggja á og lögmenn gætu útskýrt betur fyrir sínum umbjóðendum á hverju væri von úr þeirri áttinni, burtséð frá því hvernig um semst milli lögmanna og um­ bjóðenda þeirra í hverju máli. Fyrir dyrum stendur að reyna að skýra betur grundvöll málskostnaðar­ ákvarðana í útivistarmálum. Í kjölfarið verður svo athyglinni vonandi beint að ofangreindu máli. Ég hef rætt þetta nokkuð við kollega undanfarið og langflestir eru mjög jákvæðir gagnvart þessum hugmyndum. Þó eru vissulega skiptar skoðanir meðal lögmanna um hvort fyrirkomulag sem þetta sé til bóta. Ég skora því á lögmenn að láta í sér heyra og lýsa skoðunum sínum á þessu máli eins og öðrum sem varða hags­ muni okkar og skjólstæðinga okkar. Málskostnaðar ákvarðanir Lárentsínus Kristjánsson hrl. Formannspistill

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.