Lögmannablaðið - 01.03.2011, Síða 4

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Síða 4
4 lögmannablaðið tbl 01/11 einn tvöfaldan latté, takk Lögfræði nýtur mikiLLar hylli sem marka má ásókn í lögfræðinám í háskólum landsins. fjöldi þeirra sem útskrifast með gráðu í lögfræði á hverju ári er slíkur að hinar svonefndu samanburðarþjóðir Íslendinga væru full sæmdar af - og er þá ekki miðað höfðatöluna títtnefndu. Samhliða þessu hefur fjölgun lögmanna verið hröð og bólgnar félagatalið út með hverju námskeiði sem haldið er til öflunar lögmannsréttinda. fyrir þeirri hylli sem laganám og lögmennska nýtur um þessar mundir eru eflaust æði margar og mismundandi ástæður. Þungt hlýtur þó að vega sú staðreynd að mjög hefur komið til kasta lögmanna og lögfræðinga við úrlausn mála vegna bankahrunsins. Verkefnin eru bæði mörg og stór og því hefur reynst full þörf á öllum tiltækum mannafla. að greiða úr málum í kjölfar bankahrunsins er þó vonandi ekki eilífðarverkefni, þótt eflaust gætu einhverjir daðrað við þá tilhugsun. Við blasir að í fyrirsjáanlegri framtíð munu fleiri lögmenn verða um hituna og þá mjög sennilega um færri og minni verkefni. Samkeppni í lögmannastéttinni er nú þegar mikil og góð og hún mun aukast enn frekar. Það ætti að hafa í för með sér að gæði þeirrar þjónustu sem íslenskir lögmenn veita mun aukast enn frekar. Á hinn bóginn munu færri verkefni leiða til þess að lögmannsstofur og aðrir þeir sem nýta starfskrafta lögmanna og lögfræðinga munu í auknum mæli halda að sér höndum hvað varðar mannaráðningar - á sama tíma og stærstu útskriftarárgangar lögfræðinga koma út á vinnumarkaðinn. Vissulega er hægt að vona að efnahagslífið taki löngu tímabæran kipp, að fjárfestingar aukist með tilheyrandi verðmætasköpun og hagvexti. að óbreyttu er hins vegar fátt sem bendir til þess. Síðbúin fjöldahylli laganáms mun þannig að líkindum leiða til þess að atvinnuleysi meðal íslenskra lögfræðinga verði nokkuð. Þessi þróun hefur þegar átt sér stað annars staðar, t.a.m. í Bandaríkjunum, þar sem þrengingar á vinnumarkaði fyrir lögfræðinga eru töluverðar í kjölfar fjármálakreppunnar. Í gamni og alvöru er spurt þar vestra: „Hvað segirðu við nýútskrifaðan lögfræðing?“ Yfirskrift þessa pistils er svarið við þeirri spurningu. BorGAr Þór einArsson HDl. leiðAri

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.