Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 23
Á léttUM nótUM nýVErið BarSt Lögmannafélagi Íslands að gjöf skikkja Eggerts Claessen lögmanns og hefur henni nú verið komið fyrir í skáp í bókasafni. Eggert átti frumkvæðið að stofnun málflutningsmannafélags Íslands ásamt Sveini Björnssyni, síðar forseta Íslands, þann 11. desember 1911 en nafni félagsins var breytt í Lögmannafélag Íslands í ársbyrjun 1945. Eggert var fyrsti formaður málflutningsmannafélags Íslands og gegndi formennsku í því alls þrisvar; 1911-1918, 1921 og 1940-1941. Eggert fæddist í Skagafirði 16. ágúst 1877. Hann útskrifaðist frá Hafnar- háskóla árið 1903 og hóf störf á ii. skrifstofu í hinu nýstofnaða Stjórnarráði Íslands 1904. Árið 1906 varð hann mál- flutningsmaður við landsyfirréttinn og hæstaréttarmálflutningsmaður þegar Hæstiréttur var stofnaður árið 1920. Eggert var bankastjóri Íslandsbanka hf. 1921-1930 og var eftir það hæsta- réttarmálflutningsmaður til æviloka 1950. Hann var einnig einn af stofn endum og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1934 til 1950. afkomendur Eggerts hafa nú stofnað útgáfufélag um ritun ævisögu Eggerts og hafa fengið guðna th. Jóhannesson sagnfræðing til að skrifa sögu hans. Áætlað er að sagan komi út árið 2013. EI skikkja eggerts Claessen

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.