Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 14
14 lögmannablaðið tbl 01/11 Í SÍðaSta töLuBLaði Lögmanna- blaðsins ritaði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. grein undir yfirskriftinni „Vandinn að vera lögmaður“. Þar fjallaði hann um dóm Hæstaréttar í málinu nr. 100/2010 sem kveðinn var upp 18. nóvember 2010. niðurstaða hans var sú að dómurinn væri dæmi um þann vanda sem felst í deildaskiptingu Hæstaréttar og auka kann hættu á mismunandi túlkun réttarins á lagareglum og ólíku mati réttarins á sönnunargögnum. Þótt ég sé sammála Vilhjálmi um þessa hættu sem felst í deildaskiptingu Hæstaréttar er ég ósammála því að umræddur dómur sé dæmi um þetta. Vilhjálmur telur að Hæstiréttur hafi ekki beitt sömu lögskýringu og hefðbundnu sönnunarmati og í fyrri úrlausnum réttarins. auk þess hafi Hæstiréttur beitt nýmæli sem fælist í því að snúa við sönnunarbyrði fyrir stórkostlegu gáleysi og leggja hana á vátryggingartaka. Þessu er ég ósammála en tekið skal fram að ég flutti málið á móti Vilhjálmi í Hæstarétti. atvik málsins atvik málsins voru í stuttu máli þau að H krafðist skaðabóta úr hendi tryggingafélagsins S vegna tjóns sem hann varð fyrir við akstur bifhjóls á Hafnargötu í reykjanesbæ í júní 2004. S taldi að H hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við akstur í umrætt sinn og því ætti hann að bera 1/3 hluta tjóns síns sjálfur. Í dómi Hæstaréttar segir að H hefði gert sér að leik að láta bifhjól sitt „prjóna“ og að slíkt aksturslag við þær aðstæður sem uppi voru fæli í sér stórkostlegt gáleysi. H hefði ekki sýnt fram á að hann hefði ekki misst stjórn á bifhjólinu af þessari ástæðu og að slysið yrði þannig ekki rakið til þessarar háttsemi hans. Bætur til H voru því lækkaðar og var honum gert að bera sjálfur þriðjung tjóns síns, með vísan til 2. mgr. 18. gr. þágildandi laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga. Við lýsingu Vilhjálms á málsatvikum er ýmislegt að athuga og verður hún seint talin hlutlaus. fyrir hið fyrsta vantar nokkur grundvallaratriði í frásögnina, s.s. að ökumaður bifhjólsins var margsaga í framburði um aðdraganda slyssins og ökuhraða. auk þess fer hann frjálslega með endursögn á framburði hlutlauss vitnis og fullyrðir ranglega að ný málsástæða er varðaði sönnunarmatið hafi fyrst komið fram fyrir Hæstarétti. Því er rétt að rekja helstu atriðin sem lögmaðurinn sleppir úr lýsingu sinni á málsatvikum í fyrrnefndri grein því en þau skipta máli þegar fjallað er um sönnunarmat og rökstuðning Hæstaréttar fyrir niðurstöðu réttarins. Í lögregluskýrslu var haft eftir ökumanninum að eldsneytisgjöf bifhjólsins hafi festst í botni og að hann hafi í framhaldinu misst stjórn á bifhjólinu. Í skriflegri skýrslu til lögmanns síns, sem ökumaðurinn lagði fram í málinu, sagði ökumaðurinn að hann hefði sett framhjólið niður aftur og bremsað með bæði aftur- og frambremsu og þá runnið til í vettlingnum, og gefið bensíngjöfina í botn óviljandi með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á hjólinu. Í stefnu málsins í héraði var hins vegar á því byggt að ökumaðurinn hafi fest hanska sinn í bensíngjöf hjólsins með þeim afleiðingum að í stað þess að bremsa hafi hann gefið hjólinu aukið bensín og þannig misst stjórn á því. framburður ökumannsins varðandi ökuhraðann var einnig á reiki en hann kvaðst í lögregluskýrslu hafa verið á 60- 70 km hraða en á síðari stigum málsins kvað hann ökuhraðann hafa verið 50 km á klst. stórfellt gáleysi aðilar deildu um hversu langan tíma ökumaðurinn hefði ekið bifhjólinu eftir að hann hætti að prjóna og áður en hann missti stjórn á því. ökumaðurinn hélt því fram að hann hefði ekið bifhjólinu nokkurn spöl með bæði hjólin á jörðu áður en hann missti stjórn á því. Vitni, sem ók bifreið á undan bifhjólinu, kvað hins vegar aðeins hafa liðið augnablik frá því að ökumaðurinn lenti framhjólinu og þar til hann féll af bifhjólinu og nánar aðspurt fyrir héraðsdómi kvaðst vitnið ekki geta fullyrt að ökumaðurinn hafi náð að lenda framhjólinu. niðurstaða Hæstaréttar byggði einfaldlega á því að ökumaðurinn hefði gert sér að leik að láta bifhjólið prjóna. Slíkt aksturslag við þessar aðstæður væri stórkostlegt gáleysi. Hafa verður í huga, þegar þessi niðurstaða réttarins er um stórfellt gáleysi og sönnunarbyrði svar við grein vilhjálms h. vilhjálmssonar hrl. í 4. tbl. 2010 KristÍn eDwAlD Hrl. Aðsent efni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.