Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 12
Af VettVAnGi félAGsins Í fEBrúar S.L. sendi stjórn Lögmanna- félagsins innanríkisráðherra áskorun um að koma vistunarmálum refsi- og gæsluvarðahaldsfanga í viðundandi horf. Það er óásættanlegt að biðtími dæmdra manna eftir að geta afplánað refsidóma sína sé of langur og að vísa þurfi frá dæmdum einstaklingum sem boðaðir hafa verið til afplánunar. Einnig hafa fjölmargir einstaklingar, sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald, verið vistaðir í fangageymslum lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu vegna þrengsla á Litla Hrauni og eru dæmi um slíka vistun í allt að tólf daga. Samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga er heimilt, ef aðstæður leyfa, að vista gæsluvarðhaldsfanga í skamman tíma í fangageymslum lögreglu þó ekki lengur en í fjóra sólarhringa nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Í áskorun stjórnar félagsins er sérstaklega vísað til athugasemda sem fram komu í umsögn laganefndar félagsins við frumvarp það sem síðar varð að lögum nr. 49/2005. Þar segir m.a. að það sé mat laganefndar að grundvallarmunur sé „...á réttarstöðu þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi annars vegar og afplán- unarfanga hins vegar. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, skal hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi talinn saklaus uns sekt hans hefur verið sönnuð. Sekt manna telst ekki sönnuð fyrr en að gengnum endanlegum áfellisdómi, eftir atvikum fyrir Hæstarétti Íslands. Samkvæmt þessu ber að líta svo á við vörslu gæsluvarðhaldsfanga, að þeir séu saklausir af þeim sökum sem á þá hafa verið bornar, ólíkt því sem gildir um afplánunarfanga sem hlotið hafa refsidóma fyrir afbrot sín. Það var álit laganefndar LmfÍ að vistun gæsluvarðhaldsfanga meðal afplánunarfanga samrýmdist vart ákvæðum 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en í þeim er lagt bann við því að beita pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í áskorun stjórnar Lögmannafélagsins segir að þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir lögmanna til fangelsisyfirvalda varðandi meðferð dæmdra manna sem bíða afplánunar, sem og vistunarmál gæslu- varð haldsfanga, virðist lítið hafa þokast í rétta átt. Byggingu nýs fangelsis í ná- grenni reykjavíkur, sem verið hefði í bígerð allt frá árinu 1960, væri sífellt slegið á frest og áframhaldandi dráttur á byggingu þess væri algerlega óviðunandi. Lögmannafélag Íslands skoraði á íslensk stjórnvöld að setja þetta mál í forgang og koma vistunarmálum refsi- og gæsluvarðhaldsfanga í viðunandi horf. II áskorun til dómsmálaráðherra vegna fangelsismála Skráðu þig núna á www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við Birnu Björnsdóttur, birnabj@opnihaskolinn.is Sími: 599 6316 GSM 825 6316 Stjórnun lögfræðingateyma 6 ECTS Markmið námskeiðisins er að gefa nemendum yfirsýn yfir helstu álitamál sem hafa þarf í huga við stjórnun lögfræðingateyma, einkum stjórnum lögfræðideilda í fyrirtækjum eða stofnunum, með hliðsjón af kenningum úr stjórnendafræðum. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, umræðutímar, verkefni og heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir. Tímabil kennslu: 17. maí – 5. júní frá kl. 16:15. Kennari: Ragnar Jónasson, hdl., stundakennari við lagadeild HR. Verð kr. 77.000.- New Trends in Electronic Commerce Law E-marketplaces and Electronic Trading Systems, Negotiability of Rights and Instruments (Nýir viðskiptahættir í rafrænum viðskiptum – ný markaðssvæði og viðskiptakerfi, framseljanleiki réttinda og löggerninga) 6 ECTS Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, umræður. Timabil kennslu: 6. júní – 16. júní frá kl. 16:00, kennt er á ensku. Kennarar: Dr. Teresa Rodríguez de las Heras Ballell and Dr. Manuel Alba Fernandez en þau eru prófessorar við Carlos III háskólann í Madrid. Verð kr. 77.000.- Málstofa í upplýsingatæknirétti 6 ECTS Til umræðu verða helstu sjónarmið um aðgengi að upplýsingum og hagnýtingu þeirra. Hvaða upplýs- ingum safna Twitter, Facebook, Google og Amazon um notendur sína? Hvers virði eru rannsóknargögn Rannsóknar-nefndar Alþingis? Fyrir þá sem eru þar nefndir? Fyrir rannsakendur? Fyrir þjóðfélagið? Fyrir lýðræðið? Skoðað verður samspil persónuverndar, tjáningarfrelsis, bankaleyndar, viðskiptahagsmuna, rannsóknarhagsmuna og eftirlits. Hvaða reglur gilda og hvernig leyst verður úr hagsmunum stríðandi aðila Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, umræður, verkefni. Timabil kennslu: 8. ágúst – 26. ágúst frá kl. 16:00–19:00. Kennari: Elfur Logadóttir, LLM í upplýsingatæknirétti. Verð kr. 77.000. Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík og lagadeild Háskólans í Reykjavík bjóða útskrifuðum lögfræðingum að taka stök meistaranámskeið til að auka þekkingu sína. SUMARSKÓLI FYRIR LÖGFRÆÐINGA FRÁ 17. MAÍ – 26. ÁGÚST hvítlist kynnir PaperTyger® silfurfóðruðu öryggisumslögin HVÍTLIST • Krókhálsi 3 • 110 Reykjavík • Sími 569 1900 • www.hvitlist.is Ekki bara orðin tóm! Umslögin eru samþykkt af bandarísku póstþjónustunni sem umbúðir utan um forgangspóst. ÓRÍFANLEG Einfaldar og öruggar umbúðir til að senda þýðingarmikil skjöl. LÉTTVIKT Pappírinn er einungis 65 g/m2 sem kemur sér vel gagnvart burðargjöldum. RAKAHELD Einstök efnasamsetning pappírsins tryggir þurrt og óskemmt innihald jafnvel við verstu aðstæður og meðhöndlun. HAGKVÆM Svipuð gæði og sambærileg framleiðsla úr gerviefnum, en mun ódýrari enda gerð úr pappír.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.