Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 27
lögmannablaðið tbl 01/11 27 Aðsent efni Efta dómstólsins. Héraðsdómur reykjavíkur féllst á álitsöflunina 17. febrúar 2010 en úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar sem kvað upp dóm nr. 132/2010 um að leita ráðgefandi álits Efta dómstólsins á eftirfarandi: 1. Samræmist það ákvæðum tilskipunar ráðsins nr. 89/391/EBE frá 12. júní 1989 um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum og ákvæðum tilskipunar ráðsins nr. 92/57/EBE frá 24. júní 1992 um framkvæmd lágmarkskrafna um öryggi og hollustuhætti á bráðabirgða- eða færanlegum byggingarsvæðum (áttundu sértilskipunar í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar nr. 89/391/EBE) að starfsmanni sé sjálfum vegna eigin sakar gert að bera ábyrgð á tjóni, sem hann verður fyrir vegna vinnuslyss, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki að eigin frumkvæði fylgt reglum um öryggi og aðbúnað á vinnustað? 2. Ef svarið við framangreindri spurningu er neikvætt, er íslenska ríkið þá skaðabótaskylt gagnvart starfsmanni, sem hefur orðið fyrir vinnuslysi og verið látinn í ósamræmi við ofangreindar tilskipanir bera tjón sitt sjálfur í heild eða að hluta vegna eigin sakar, á þeirri forsendu að ríkið hafi ekki staðið réttilega að innleiðingu þessara tilskipana í íslenskan rétt? Hæstiréttur breytti þar með verulega þeim spurningum sem héraðsdómarinn hafði úrskurðað að lagðar yrðu fyrir Efta dómstólinn. Eftirfarandi forsendur Hæstaréttar í dómi sínum um álitsöflunina 23. mars 2010 eru athyglisverðar: „Varnaraðili telur sóknaraðila bera skaðabótaskyldu gagnvart sér af þessum sökum með því að úrslit fyrra dómsmálsins hefðu orðið á annan veg ef sóknaraðili hefði réttilega sinnt þessum skyldum. Fallist verður á með varnaraðila að efni séu til að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um þau grunnatriði, sem þessi málatilbúnaður hans hvílir á, enda var þeim ekki ráðið til lykta með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar 20. desember 2005. Að því verður á hinn bóginn að gæta að í málatilbúnaði varnaraðila er auk þessa öðrum þræði byggt á þeirri skoðun hans að niðurstaða fyrra dómsmálsins kunni að hafa ráðist af því að „Hæstiréttur hafi fyrir mistök túlkað íslenskan rétt í andstöðu við tilskipanir Evrópusambandsins“, sem reyndar verður ekki séð að varnaraðili hafi á nokkru stigi borið fyrir sig í því máli, en að hugleiðingum af þeim toga geta spurningar, sem lagðar verða fyrir EFTA-dómstólinn, ekki lotið.“ Sú spurning vaknar í fyrsta lagi hvernig Þór hefði átt að bera það fyrir sig í málinu gegn Ístaki hf. að Hæstiréttur hafi fyrir mistök túlkað íslenskan rétt í andstöðu við tilskipanir Evrópusambandsins. Í öðru lagi er það athyglisvert að Hæstiréttur virðist ekki vilja fá álit Efta dómstólsins á því hvort Hæstiréttur hafi fyrir mistök túlkað íslenskan rétt í andstöðu við tilskipanir Evrópusambandsins. svör efta dómstólsins málið var flutt fyrir Efta dómstólnum 6. október 2010. undirritaður flutti málið f.h. Þórs, en auk aðila málsins tóku Eftirlitsstofnun Efta, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og norska ríkið þátt í munnlegum flutningi málsins. Belgíska ríkið skilaði skriflegri greinargerð til Efta dómstólsins en tók ekki þátt í munnlegum flutningi málsins. Þeir sem tóku þátt í málinu skiptust í stórum dráttum í tvennt í afstöðu sinni til álitaefnisins; framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og belgíska ríkið tóku að verulegu leyti undir málflutning Þórs en Eftirlitsstofnun Efta og norska ríkið tóku að mestu undir málflutning íslenska ríkisins. Svör Efta dómstólsins til Héraðsdóms reykjavíkur voru eftirfarandi: 1. Einungis í undantekningartil- vikum samræmist það tilskipun ráðsins nr. 89/391/EBE frá 12. júní 1989 um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum og tilskipun ráðsins nr. 92/57/EBE frá 24. júní 1992 um framkvæmd lágmarkskrafna um öryggi og hollustuhætti á bráðabirgða- eða færanlegum byggingarsvæðum (áttundu sértilskipunar í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar nr. 89/391/EBE), túlkuðum ljósi 3. gr. EES samningsins, að gera starfsmann ábyrgan fyrir öllu eða meginhluta tjóns sem hann hefur beðið vegna vinnuslyss á grundvelli skaðabótareglna landsréttar um eigin sök, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki að eigin frumkvæði farið að reglum um öryggi og heilsu á vinnustað. Meðal undantekningartilvika má nefna þegar starfsmaður hefur sjálfur valdið slysi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Jafnvel í slíkum tilvikum myndi alger höfnun skaðabóta þó eigi síður vera úr hófi íþyngjandi og ekki í samræmi við tilskipanirnar, nema svo sérstaklega hátti til að starfsmaður hafi átt talsvert meiri sök á slysi en vinnuveitandi. 2. EES-ríki getur borið skaða bóta- ábyrgð vegna brota á þeirri reglu um eigin sök sem felst í tilskipunum 89/391 og 92/57, túlkuðum í ljósi 3. gr. EES- samningsins. Sú skaðabótaábyrgð er háð því að brotið teljist nægilega alvarlegt. Það er í verkahring landsdómstólsins að skera úr um hvort þessu skilyrði sé fullnægt í því máli sem hann hefur til umfjöllunar, í samræmi við viðurkennda dómaframkvæmd um skaðabótaábyrgð ríkja vegna brota á EES-reglum. til glöggvunar hljóðar 3. gr. EES samningsins svo: „Skýra skal lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.“ málið er enn ódæmt í héraði en aðalmeðferð hefur verið ákveðin 17. mars 2011. Í næsta tölublaði Lög- mannablaðsins mun ég leitast við að rökstyðja að verði áliti Efta dómstólsins fylgt af íslenskum dómstólum sé í raun og veru ekkert eftir í málinu en að ákveða hversu mikil eigin sök Þórs sé. Ég mun þá jafnframt fjalla um hvaða áhrif álitið hefur á íslenskan rétt og hvaða ályktanir er almennt hægt að draga af álitinu. stefÁn Geir Þórisson Hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.