Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 17
lögmannablaðið tbl 01/11 17 gegnum tíðina unnið mikið með barristerum. Þeir sitja í svokölluðum inns of Court sem eru stórar byggingar í námunda við High Court of Justice. innan þessara inns of Court eru síðan svokallaðir Chambers, sem í raun eru nokkurs konar lögmannsstofur, þótt hver málflutningsmaður sé að forminu til sjálfstæður í sínum störfum“, segir Hafliði. Síðustu ár hefur þróunin þó orðið sú að dregið hefur saman með stéttum barristera og solicitora enda þótt aðgrein- ingin sé enn við lýði. Er nú svo komið að solicitorar geta aflað sér málflutnings- réttinda á borð við barristera og kallast þá „solicitor advocate“. Hafliði mun öðlast þau réttindi á næsta ári. Lengi hefur tíðkast að dómarar komi úr hópum barristera. Því er algengt að dómarar hafi stundað lögmennsku að fyrra starfi. Jafnframt hefur færst í aukana að solicitorar færi sig um set og gerist dómarar á seinni stigum ferilsins. Hafliði segir þetta skila sér í hagnýtri nálgun dómstólanna við lausn ágreiningsmála: „Þetta veldur því að dómararnir hafa hneigð til að tengja lögfræðileg álitaefni við þann veruleika sem þeir upplifðu fyrr á ferlinum. Þetta er að mínu viti kostur og nokkuð sem tvímælalaust ýtir undir það orðspor Lundúnaborgar að vera, ásamt new York, miðstöð viðskipta í heiminum.“ Eins og margir íslenskir lögfræðingar þekkja er mikil sérhæfing eitt helsta einkenni enskra lögmannsstofa. Á stóru viðskiptastofunum tíðkast þannig mikil deildaskipting. Þannig er ekki óalgengt að stærri stofurnar hafi yfir að ráða bankadeild, fyrirtækjadeild, vinnumark- aðs deild, hugverkadeild, málaferladeild og þar fram eftir götum. Hafliði segir góð og gild rök fyrir þessari miklu sérhæfingu og hinni aldagömlu aðgrein- ingu, enda sé enskur réttur afar brota- kenndur: „Englendingar eru að mörgu leyti slakir lagasmiðir, auk þess sem umhverfið er oft á tíðum allt að því óþarflega flókið. Í því samhengi má nefna sem dæmi að til eru átta mismun- andi og fullgildir lagabálkar sem bera heitið „Landlord and tenant act“, sá fyrsti frá árinu 1709 og sá síðasti um tuttugu ára gamall.“ Við þetta bætist síðan gríðarlegt mikilvægi fordæmisréttar í enskum rétti. Ekki sé því óalgengt að mikil vinna fari í að leita gamalla dóma sem kunna að hafa fordæmisgildi langt aftur í aldir: „flestir dómar sem kunna að hafa for- dæmisgildi hafa þó gengið síðastliðin hundrað ár. Engu að síður má ætla að magn réttarheimilda sé margfalt meira þegar enskur lögmaður þarf að komast að niðurstöðu um lögfræðilegt álitaefni, en þegar íslenskur starfsbróðir hans glímir við sambærilega spurningu,“ segir Hafliði. aukið vægi gerðardómsmeðferðar Hafliði hefur undanfarin ár verið fulltrúi Íslands hjá gerðardómsstofnun alþjóða viðskiptaráðsins (iCC). aðsetur iCC er í París, og eyðir Hafliði því talsverðum tíma þeim megin Ermasundsins. Hafliði bjó í nokkur ár í París og á jafnframt franska eiginkonu. Hann segir vægi gerðardómsmeðferðar sífellt aukast: „Helsti kosturinn er gjarnan talinn sá að gerðardómar leysa úr ágreiningsmálum með skjótum og öruggum hætti. auk þess geta aðilar þá leyst úr málum bak við luktar dyr, ef svo má segja, frekar en að gera það fyrir allra augum gegnum hina almennu dómstóla. Loks eru gerðarmenn gjarnan valdir á grundvelli yfirgripsmikillar sérþekkingar á sínu sviði, auk þess sem hlutleysi ríkis- dómstóla í sumum löndum má draga í efa og þá er gerðardómsmeðferð eini raunverulegi kosturinn.“ Þrátt fyrir að málsmeðferð fyrir gerðardómum taki alla jafna tiltölulega skamman tíma, hefur álagið þó aukist talsvert síðustu ár, að sögn Hafliða. Þetta eigi ekki síst við nú allra síðustu ár í kjölfar sviptinga á alþjóðamörkuðum. Hafliði er fulltrúi Íslands hjá gerðar- dómsstofnun alþjóða viðskipta ráðsins, sem hefur meðal annars þann starfa að fara yfir drög að gerðardómsúrlausnum og kveða úr um hæfi gerðarmanna. Haldnir eru mánaðarlegir fundir þar sem farið er yfir slíkar úrlausnir : „Yfirferð okkar er fremur formleg en efnisleg, enda gerðarmenn sjálfstæðir í starfi. Þessi mánaðarlega yfirferð er hins vegar eitt sérkenna iCC, og fer þannig fram að við annaðhvort samþykkjum drögin eða sendum þau aftur á gerða- rmennina teljum við úrbóta þörf“, segir Hafliði. UMfjöllUn skrifstofa logos í london

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.