Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 8
8 lögmannablaðið tbl 01/11 Það verður sífellt algengara að lögmenn og útskrifaðir lögfræðingar sæki sér framhaldsmenntun en sam­ kvæmt könnun lögmannablaðsins árið 2009, sem 377 lögmenn (51,8%) svöruðu af 727, hafði þriðjungur stundað framhaldsnám að loknu embættisprófi í lögfræði. Þegar tölur eru skoðaðar nánar kemur í ljós að rúmur helmingur lögmanna með 5­10 ára starfsreynslu hafði farið í framhaldsnám en tæplega fjórðungur lögmanna með yfir 20 ára starfsreynslu. langflestir þeirra sem höfðu farið í meira nám, eða 61%, hafði lokið ll.m námi og 14% hafði lokið námi í verðbréfamiðlun. lögmannablaðið ræddi við nokkra lögmenn um reynslu þeirra af fram­ haldsmenntun og hvort hún hefði nýst í lögmennskunni. eins var rætt við forseta lagadeilda um hvort og þá hvaða framhaldsnám háskólarnir væru að bjóða upp á fyrir lögmenn. lögmenn á skólabekk UMfjöllUn könnun um framhaldsnám lögmanna Hefur þú stundað framhaldsnám eftir embættispróf í lögfræði? Lögmenn á stofum Innanhús­ lögmenn Samtals a) já ( 32%) 76 (35%) 47 (33%) 123 b) Nei (68%) 161 (65%) 88 (67%) 249 Samtals (100%) 237 (100%) 135 (100%) 372 Hvaða framhaldsnámi hefur þú lokið?* Sjálfstætt starfandi lögmenn Fulltrúar Innanhús­ lögmenn Samtals a) LL.m 34 8 26 68 b) mba 3 0 7 10 c) Verðbréfamiðlun 8 1 14 23 d) master í öðru en lögum 4 0 3 7 e) annað** 11 0 8 19 Samtals 60 9 58 127 *lögmenn gátu merkt við fleiri en einn möguleika **annað er t.d. ástundun framhaldsnáms án prófs, diplómanám og viðskiptatengt nám könnunin var gerð fyrir lögmannablaðið 2009 nemendur teknir á grillið í rökræðum Að loknu embættis­ prófi við lagadeild Háskóla Íslands árið 1982 fór Þórunn Guð­ munds dóttir hjá Lex lögmannsstofu í LL.M til Banda ríkjanna. Cornell univer sity er einn af þessum gömlu háskólum á austurströndinni en ég fór út strax í ágúst að loknu embættis- prófi. Eftirá að hyggja þá hefði ég þó átt að vinna örlítið áður. var algengt að nýútskrifaðir lögfræðingar færu í framhaldsnám á þessum tíma? nei. reyndar má geta þess að þetta haust fórum við þrjár vestur í fram haldsnám í lögfræði, sem var mjög óvanalegt. Ég var alltaf harðákveðin í að fara í framhaldsnám til Bandaríkjanna en það var hrikalega dýrt. Ég ætlaði upphaflega í LL.m með samningarétt sem aðalfag en ég endaði með að taka fleiri einingar um tjáningarfrelsið í sinni víðustu mynd og skrifaði lokaritgerðina mína á því réttarsviði. hefur framhaldsnámið nýst í lögmennsku? Já og þetta er eitt af því besta sem ég hef gert í lífinu. að búa erlendis og fá allt aðra nálgun á lögin en var við lagadeildina hér heima víkkaði sjóndeildarhringinn. Þar var hin svo- kallaða „Socrates method“ stunduð. Hún gekk út á það að æfa fólk í rök ræðum og í hverri einustu kennslustund tóku prófessorar nemendur á grillið. Ég var skelfingu lostin þegar ég byrjaði og las vel undir tíma. Þetta nám hefur nýst afskaplega vel og ég tala nú ekki um að hafa tileinkað sér enskt lagamál. telur þú að kröfur um framhalds­ menntun sé almennt að aukast í lögmennsku? Já, það er mjög ánægjulegt hvað það er að verða algengt.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.