Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 15
Aðsent efni skoðuð, að ökumaður bifhjóls sem lætur framdekk missa allt veggrip hefur enga stjórn á bifhjólinu, stjórntæki þess verða óvirk og jafnvægi bifhjólsins raskast. Þeir dómar sem lögmaðurinn nefnir í grein sinni eru því ekki fordæmi um gáleysismatið enda lúta þeir að akstri bifreiða og ósambærilegum atvikum. allir eiga þeir samt sameiginlegt að ekki var talið sannað að um stórkostlegt gáleysi væri að ræða og var því ekki tekin afstaða til hver bæri sönnunarbyrðina um orsakatengslin milli hins stórkostlega gáleysis og tjónsins. sönnunarbyrði Hæstarétti þótti sannað að ökumaðurinn H hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í umrætt sinn og á grundvelli þess lagði Hæstiréttur sönnunarbyrðina, um að H hefði ekki misst stjórn á bifhjólinu af þessari ástæðu, á H sjálfan. Vilhjálmur gagnrýnir Hæstarétt annars vegar fyrir að hafa byggt á málsástæðu um sönnunarmat sem ekki var byggt á fyrr en við málflutning í Hæstarétti og hins vegar fyrir að hafa vikið frá dómvenju um sönnunarbyrði. fyrri fullyrðing lögmannsins er alröng en á umræddri málsástæðu var byggt í greinargerð S í héraði. auk þess er um atriði að ræða sem fellur undir hið frjálsa sönnunarmat dómara og því hefði sérstök málsástæða þessa efnis ekki þurft að koma fram til að Hæstiréttur gæti komist að þessari niðurstöðu. Síðari fullyrðing lögmannsins er einnig röng. niðurstaða Hæstaréttar í málinu nr. 100/2010 er í fullu samræmi við fyrri dómsúrlausnir Hæstaréttar þar sem sannað hefur verið að viðkomandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Sönnunarbyrðin um að það hafi ekki verið orsök tjónsins hvílir á tjónþola. Því til stuðnings má t.d. nefna dóm Hæstaréttar í málinu nr 51/2003 en þar var talið sannað að ökumaður hefði verið undir áhrifum áfengis sem væri stórkostlegt gáleysi. ökumaðurinn byggði hins vegar á því að slysið væri ekki að rekja til ölvunar hans heldur akstursaðstæðna í umrætt sinn en mikill snjór og hálka hafi verið á veginum auk þess sem skýjað hafi verið og dimmt. Héraðsdómur og Hæstiréttur lögðu sönnunarbyrðina um að tjón ökumannsins væri að rekja til annarra atvika en ölvunar hans á ökumanninn sjálfan. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1995, bls. 2249, lagði Hæstiréttur einnig sönnunarbyrði á ölvaðan ökumann um að önnur atvik en ölvun hans hefði verið orsök slyssins. niðurstaða Hæstaréttar í málinu 100/2010 þess efnis að leggja sönnunar- byrðina um að önnur atvik en stór- kostlegt gáleysi ökumanns bifhjólsins á ökumanninn sjálfan er því hvorki frávik frá hefðbundu sönnunarmati né fyrri dómvenju um sönnunarbyrði um orsakatengsl. niðurstaðan er ekki í andstöðu við fyrri niðurstöður Hæstaréttar Íslands í sambærilegum málum eins og lögmaðurinn heldur fram í grein sinni. GÓÐ lífeyrisréttindi Séreign, sameign, áfallalífeyrir Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Enginn milliliður Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir Úttekt á stjórnar­ háttum fyrirtækja 74% stjórnenda telja það skipta miklu máli að atvinnulífið fari eftir leiðbeiningum um stjórnarhætti. Styrktu stjórnarhætti þíns fyrirtækis í samræmi við nýtt matsferli sem kynnt var á Viðskiptaþingi. Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Guðmundsdóttir í síma 545 6149 eða í tölvupósti bgudmundsdottir@kpmg.is kpmg.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.