Lögmannablaðið - 01.03.2011, Síða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Síða 16
16 lögmannablaðið tbl 01/11 UMfjöllUn LOgOS HEfur nú starfrækt lögmanns- stofu í London í hartnær fimm ár eða frá byrjun árs 2006. Vaxandi þáttur í starfsemi stofunnar er vinna við úrlausn ágreiningsmála, bæði fyrir enskum dómstólum og alþjóðlegum gerðar- dómum. Hafliði k. Lárusson hefur umsjón með því sviði og hefur einkum sér til fulltingis þau Philippu mumford og James douglas, auk þess sem aðrir lögmenn sinna afmörkuðum verkefnum eftir því sem við á hverju sinni. guð- mundur J. Oddsson hefur verið framkvæmdastjóri stofunnar í London frá upphafi og nú starfa þar tíu lögfræð- ingar, þar af sex með ensk lögmanns- réttindi. Hafliði er íslenskur lögfræðingur, útskrifaður 1994, en hann hélt erlendis í frekara nám strax að lagaprófi loknu og aflaði sér enskra lögmannsréttinda. Hann hefur starfað hjá Logos í London síðan 2007, en áður var hann lögmaður hjá einni af stærstu bandarísku lögmanns- stofunum, White & Case, á skrifstofu þeirra í London. Hafliði sinnti þar verk- efnum bæði á sviði samninga og deilumála, með hugverkarétt og almennan viðskiptarétt að sérsviði. til viðbótar við lögmennskuna, er Hafliði fulltrúi Íslands í gerðardómi alþjóða viðskiptaráðsins í París og stundakennari við Háskólann í reykjavík. Lögmannablaðið ræddi á dögunum við Hafliða um starf hans í London og m.a. hvernig að dómsmálum er staðið í Englandi. Þrjú dómstig og fjöldi sérdómstóla „Enska dómskerfið er talsvert frá brugðið því íslenska. til að mynda er undir- réttarstiginu í grófum dráttum tvískipt í sakadómstóla („criminal courts“) og dómstóla sem dæma í einkamálum („civil courts“)“, segir Hafliði. Hann bætir við að innan þessara tveggja dómstiga tíðkist svo enn frekari sérhæfing, sem annars vegar ráðist af stærð mála og hins vegar af tegund ágreiningsefna: „Smærri mál eru alla jafna tekin fyrir í héraðsdómstólunum, á meðan þau stærri fara fram í High Court of Justice. Sá dómstóll er í raun miðlægur dómstóll fyrir allt landið, og er staðsettur í útjaðri City hverfisins í um tuttugu og fimm mínútna göngu- fjarlægð frá skrifstofu okkar.“ Í High Court of Justice eru starf ræktar þrjár ólíkar deildir: Queen‘s Bench division, Chancery division og family division. auk þeirra eru þar ýmsir sérdómstólar, svo sem í viðskipta- málefnum, tæknitengdum málum og verktakamálum. Byggingin sem hýsir High Court of Justice er tilkomumikil að sögn Hafliða og mikið um hefðir sem tengjast byggingunni og þeirri starfsemi sem þar fer fram: „Byggingin var byggð á Viktoríutímanum og er gríðarstór. Þar eru hátt í hundrað réttarsalir og segir sagan að gangarnir séu samtals rúmlega fimm kílómetrar að lengd.“ Í Englandi eru þrjú dómstig: millidómstigið kallast einfaldlega Court of appeal eða áfrýjunardómstóllinn, og greinist í sakamála og einkamála- dómstóla. æðsta dómstigið er síðan Supreme Court, en þangað fara að jafnaði einungis mál sem talin eru hafa mikilvægt fordæmisgildi eða mál sem varða stjórnskipuleg efni. málafjöldi er þar með lítill og til dæmis hefur rétturinn eingöngu kveðið upp fimm dóma á mánuði að jafnaði árið 2010. Supreme Court hét áður „the appellate Committee of the House of Lords“ og var að forminu til hluti af efri deild þingsins með aðsetur í þinghúsinu í Westminster. Þessu var hins vegar breytt árið 2009 og samhliða nafnbreyt- ingunni flutti dómstóllinn í nýtt húsnæði: „gamla fyrirkomulagið hafði gegnum tíðina verið gagnrýnt fyrir að stinga í stúf við rótgrónar kenningar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Breytingin var liður í þeirri stefnu Verkamanna- flokksins að skerpa línurnar á milli löggjafarvaldsins og dómsvaldsins, jafnvel þótt dómararnir í gömlu lávarðadeildinni hafi svo sem ekki komið nálægt löggjafarstörfum“, segir Hafliði. aldagömul aðgreining í solicitora og barristera Í Englandi er við lýði aldagömul aðgreining lögmannsstéttarinnar í solicitors og barristers. með einföldun má lýsa verkaskiptingunni milli þessara stétta þannig að barristerar séu málflutningsmenn meðan solicitorar sjá um að taka saman gögn, gera drög, greinar gerðir og undirbúa málssókn að öðru leyti: „Sjálfur er ég solicitor og hef íslenskir lögmenn í bresku réttarkerfi hafliði k. lárusson

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.