Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 4

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 4
4 lögMannaBlaðið tBl 01/13 Árni HelGAson HDl. leiðAri réttarfarssektir og staða verjenda Í nóvember á síðasta ári féll í Hæstarétti dómur í máli nr. 710/2012 sem er afar umhugsunarverður hvað varðar störf lögmanna, einkum verjenda. Í málinu hafði úrskurður héraðs­ dómara um að sakborningur skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi verið kærður til Hæstaréttar. Í dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur en jafnframt var verjanda gerð réttarfarssekt með þeim rökstuðningi að í fyrri dómum í málinu hefði komið fram að engin ný atvik hefðu gerst sem „réttlætt gæti að hinum kærða úrskurði yrði skotið til Hæstaréttar” og að í samræmi við það hefði verið tekið farm að kæra úrskurðarins hefði með öllu verið að ófyrirsynju. Svo segir í dómi réttarins: „Þrátt fyrir þetta hefur úrskurður um framlengingu gæsluvarðhalds til Hæstaréttar enn á ný verið kærður af hálfu varnaraðila án þess að í greinargerð verjanda hans sé að finna nokkra ástæðu til slíks málskots að undangengnum áðurnefndum dómum Hæstaréttar. Er kæra úrskurðarins því algjörlega tilefnislaus og verður verjanda varnaraðila því gert að greiða 100.000 krónur í sekt í ríkissjóð samkvæmt 5. mgr. 223. gr. laga nr. 88/2008.“ niðurstaðan, eins og hún er framsett í dómi Hæstaréttar, sætir furðu en á því virðist byggt að lögmaðurinn hafi ekki haft tilefni til að kæra úrskurð í málinu og gengur dómurinn nokkuð langt í að leggja mat á hvort tilefni hafi verið til kærunnar. Þá er sú niðurstaða að sekta lögmanninn fyrir að kæra málið að tilefnislausu gagnrýniverð. Hafa verður í huga að dómurinn fjallar um gæsluvarðhald, það úrræði sem er hvað mest íþyngjandi í garð borgaranna enda er þeim gert að sitja í fangelsi á grundvelli grunsemda og án þess að hafa fengið dóm þess efnis. Þá virðist af orðalagi dómsins að dæma það vera takmörkunum háð hvenær tilefni sé til þess að kæra slíka úrskurði. Í málinu hafði sakborningur í eitt skipti verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í sex skipti þar á eftir hafði gæsluvarðhald verið framlengt á grundvelli þess að „sterkur grunur“ léki á því að sakborningur hefði framið brotið. Það hve algengt er að gæsluvarðhald sé framlengt ítrekað í málum sem þessum er reyndar sjálfstætt umhugsunarnefni, enda er með því búið að snúa við grundvallarreglunni um að enginn sæti fangelsisvistar án dóms og það í þokkabót á grundvelli matskennds orðalags í lagaákvæðinu um að brotið „sé þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna“. Öll rök hníga að því að sakborningur í þessari stöðu eigi ávallt að hafa ríkan rétt á að fá úrskurð um gæsluvarðhald endurskoðaðan og yfirfarinn af æðra dómi. nýlega var íslenska ríkið dæmt bótaskylt vegna þess að sakborningur, sem síðar var sýknaður í sakamáli, hafði verið í gæsluvarðhaldi svo mánuðum skipti. Hver úrskurður um gæsluvarðhald hlýtur að byggja á sjálfstæðu mati á því hvort skilyrðin séu fyrir hendi og mat á því getur breyst, t.d. við það eitt að lengra hafi liðið frá meintu broti en áður. réttur sakborningsins til þess að kæra úrskurð um gæsluvarðhald getur ekki verið minni, þótt ítrekað sé búið að framlengja gæsluvarðhaldið, heldur ætti hann þvert á móti að vera ríkari. Sú staða sem lögmenn eru settir í miðað við þetta fordæmi Hæstaréttar er umhugsunarverð. Sakborningur í gæsluvarðhaldi kann að krefjast þess við sinn verjanda að hann láti á það reyna hvort skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu fyrir hendi með kæru til Hæstaréttar. á lögmaðurinn þá að hafna þeirri kröfu, eftir að úrskurðað hefur verið um gæsluvarðhald í nokkur skipti, á grundvelli þess að hann geti ekki tekið áhættuna á því að fá réttarfarssekt frá dómnum? Slík staða er óviðunandi fyrir verjendur og vinnur gegn því að sakborningar njóti réttlátrar máls­ meðferðar.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.