Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 10

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 10
10 lögMannaBlaðið tBl 01/13 Í fraMtÍðinni Munu regluleg dómþing heyra sögunni til og lögmenn senda mál til þingfestingar með rafrænum hætti. lögmenn verða með eigið heimasvæði á heimasíðu dóm- stóla þar sem öll samskipti milli þeirra og dómara fara fram. þannig verða mál þingfest, skjöl undirrituð, beiðnir um fresti afgreiddar og málsgögn lögð fram. Eigi málsaðilar ekki heimangengt gæti þinghald allt eins farið fram í gegnum mynd og í eina skiptið sem dómarar hittu málsaðila væri við aðalmeðferð máls. þegar dómur liggur fyrir geta lögmenn málsaðila horft á dómarann kveða upp dóminn í tölvunni ásamt skjólstæðingum sínum á skrifstofu sinni, Bahamas eða hvar sem er í heiminum. Er þetta framtíð rafræns réttar- kerfis? hvar erum við stödd í tækni- væðingu dómstólanna? lögmanna- blaðið velti fyrir sér með hvaða hætti tölvutæknin komi inn í störf dómstóla í náinni framtíð, hvort hún stuðli að lækkun kostnaðar við rekstur dóms- kerfisins og geri málsmeðferð ódýrari og skilvirkari. ljósritunarvélin þarfasti þjónninn? á tímum háhraða nettenginga og spjaldtölva er ljósritunarvélin ennþá þarfasti þjónn lögmanna. Þegar mál eru lögð fyrir héraðsdómstólana þurfa lögmenn að skila gögnum inn í frumriti, einu afriti til dómsins auk þess að ljósrita þau fyrir lögmann gagnaðila. ef dómurinn er fjölskipaður þarf einnig að skila eintaki á hvern dómara. vísi Hæstiréttur máli aftur heim í hérað þurfa lögmenn að láta ljósrita gögnin upp á nýtt þar sem leggja þarf öll gögn fram að nýju. innbundin málsskjöl Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar þarf lögmaður að fá vitnaleiðslur og aðilaskýrslur frá héraðsdómi og kaupa ritara til að slá þær inn orðrétt. Þessi gögn þurfa síðan að fara til Hæstaréttar í sjö eintökum. jafnframt þarf að útbúa svokölluð ágrip og efnisyfirlit og láta binda inn með ákveðnum hætti. Lögmenn sem Lögmannablaðið ræddi við veltu fyrir sér hvort ekki væri tímabært að láta munnlegan málflutning fara til Hæstaréttar í mynd þannig að dómarar gætu horft á málflutninginn. Að minnsta kosti væri gott að geta afhent málsgögn rafrænt en einn þeirra hæstaréttarlögmanna sem Lögmannablaðið ræddi við kvaðst oft vera hugsi þegar hann útbyggi málsgögn fyrir Hæstarétt upp á fleiri tugi blaðsíðna, léti ljósrita þau og binda inn, þar sem svo miklu betra væri fyrir dómarana að fá skjölin rafrænt. Það þýddi að þeir gætu nýtt sér þá tækni að leita að efnisorðum í skjölunum, merkja inn mikilvæga kafla í stað þess að sitja með innbundið hefti, reglustiku og penna í hönd. UMfJÖllUn rafrænt réttarfar verða spjaldtölvur orðnar staðalbúnaður hjá dómurum innan skamms? við rafræna undirskrift þarf að notast við kort og lykilorð.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.