Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 12

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 12
12 lögMannaBlaðið tBl 01/13 UMfJÖllUn sendendur gagna séu þeir sem þeir segjast vera. Þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að gera breytingar á réttarfarslögum svo hægt verði að reka dómsmál að stórum hluta með rafrænum hætti. Í því umhverfi gætu lögmenn haft aðgang að þingbók, lagt fram rafrænar greinargerðir, bókanir og málsgögn sem mun ekki einungis fela í sér hagræði fyrir þá heldur þýða aukna skilvirkni og betri skipulagningu á vinnutíma dómara. hvað segja lögmenn? Þeir lögmenn sem á annað borð fylgjast með tækninýjungum er farið að lengja eftir því að dómstólar taki tæknina í sína þjónustu. Þeir vildu t.d. gjarnan vera með lesaðgang að þingbókinni og geta leitað í málum eftir efnisorðum. einn þeirra lögmanna sem rætt var við fullyrti að eftir því sem menn tileinkuðu sér tæknina betur því betri lögmenn yrðu þeir og dómarar mættu ekki vera eftirbátar hvað það varðar. Tæknin færi lögmönnum og dómurum í hendur verkfæri til að gera á skemmri tíma mun ítarlegri og víðtækari leit að réttarheimildum en áður hefur þekkst. ekki töldu lögmenn að réttaröryggi væri stefnt í hættu þótt tekið væri upp rafrænt kerfi og bentu m.a. á að svo til öll viðskipti færu orðið fram rafrænt á netinu í gegnum heimabanka. Fyrst það væri hægt væri leikur einn að koma sendingum milli lögmanna og dómstóla á öruggt form sem gæti sparað dómstólunum stórfé þegar til lengri tíma væri litið. hvað segja dómstólarnir? Að sögn ólafar Finnsdóttur, fram­ kvæmdastjóra dómstólaráðs, hefur rafræn málsmeðferð verið í undirbúningi í nokkurn tíma og í þeim tilgangi hafa allar tegundir dómsmála verið ferilgreindar, auk þess sem formskjöl og bókanir hafa verið samræmdar eins og kostur er. „við erum í raun komin á endastöð með þróun núverandi málaskrár enda er hún í grunninn skrifuð á það gömlu forritunarmáli að erfitt er að þróa það frekar,“ sagði ólöf. Dómstólaráð skannar nú þegar inn öll erindi sem berast ráðinu og heldur rafrænt utan um öll gögn sem tilheyra úrvinnslu mála. „Héraðsdómur reykjavíkur er nú í startholunum með að vinna öll stjórnsýsluerindi sem berast dómstólnum á sama hátt. Þannig hefur grunnurinn verið lagður að rafrænni umsýslu mála en við erum enn ekki komin á þann stað að skanna málsskjöl í dómsmálum. Það verður næsta skref þegar dómstólarnir hafa yfir að ráða fullnægjandi tækjabúnaði sem getur móttekið og haldið utan um dómsmálin á rafrænan hátt,“ sagði ólöf. Dómarar sem Lögmannablaðið ræddi við voru almennt jákvæðir gagnvart tæknivæðingu dómstólanna upp að vissu marki. Þannig sagði Skúli magnússon héraðsdómari það liggja beint við að veita takmarkaðan aðgang að tölvukerfum dómstólanna, einkum málaskrárkerfinu þar sem þingbók og önnur skjöl í viðkomandi máli eru vistuð. „boðanir í þinghöld til lögmanna eru um þessar mundir eru rafrænar undirskriftir að koma á Íslandi. rafræn undirskrift hefur sambærilegt gildi og hefðbundin en hægt er að sannreyna hver hefur undirritað gögnin og hægt að staðfesta heilleika gagna, þ.e. hvort þeim hafi verið breytt eftir undirritun. Einnig má tryggja að uppruni þeirra og efnislegt innihald sé ekki hrekjanlegt. heimild: http://skilriki.is/rafraen_skilriki/undirskrift/ gagnsærri, sKilvirKari og Einfaldari ef lögmenn hefðu sérstakt heimavæði hjá dómstólunum gætu þeir haft samskipti þar við dómara og lögmann gagnaðila í málum. Þar væri hægt að setja inn gögn fyrir þinghald þannig að fyrirtökur þar sem gögn væru lögð fram yrðu færri og dómarar þyrftu ekki að gefa eins marga fresti. gagnaframlagning yrði þá mun gagnsærri, skilvirkari og einfaldari. Þetta myndi spara vinnu fyrir dóminn enda fer mikill tími dómara í fyrirtökur þar sem lögmenn fá fresti til að lesa og bregðast við framlögðum gögnum frá gagnaðila. Þyrí Halla Steingrímsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.