Lögmannablaðið - 01.03.2013, Side 15
lögMannaBlaðið tBl 01/13 15
UMfJÖllUn
Myndi auka
málshraða og
réttaröryggi
hlynur halldórsson hrl. hjá landslögum er einn af þeim lögmönn um sem hefur mikinn áhuga á rafrænu réttarfari.
hann segist sjá fyrir sér að hægt verði að leggja fram gögn í máli án formlegs þinghalds þar sem rafræn skilríki myndu
sanna hver legði gögnin fram.
Dómari myndi samþykkja framlagningu
þeirra og gagnaðila gæfist tækifæri á
að gera athugasemdir eða eftir atvikum
mótmæla framlagningu þeirra. ekkert
er því heldur til fyrirstöðu að aðrar
athafnir undir rekstri máls, s.s. höfðun
gagnsakar, útgáfa framhaldsstefnu,
beiðni um dómkvaðningu matsmanna
og t.d. framlagning réttarsáttar færi fram
með rafrænum hætti. Þá er ekki langt
í að talgreinar (e.speech recognition
systems) nái þeim tökum á talaðri
íslensku að hægt verði að umbreyta
skýrslu fyrir dómi samstundis í textaskjal
sem dómari og lögmenn geta skoðað
jafnharðan meðan á skýrslutöku stendur.
Slík gögn yrðu sjálfkrafa vistuð inn í
málið af dóminum. Framsending mála
frá héraðsdómstólum til Hæstaréttar,
hvort sem er vegna kærumála eða
áfrýjunar yrði mjög auðveld. Þá má
ekki horfa fram hjá því að með þessu
gefst lögfræðingum tækifæri til að
stuðla að frekari umhverfisvernd með
því að draga eins og frekast er kostur
úr pappírsnotkun.
Yrði réttaröryggi ógnað með meiri
tæknivæðingu?
Ég get hvorki séð að réttaröryggi yrði
ógnað né að vegið yrði að meginreglum
réttarfars. Ég teldi frekar að hægt
væri, með vel úthugsuðu rafrænu
réttarkerfi, að auka réttaröryggi og
málshraða í dómskerfinu. Langflest
okkar sýsla með nánast öll fjármál í
gegnum tölvur og farsíma án þess að
við teljum persónuvernd og fjármálalegu
öryggi okkar ógnað. Þá er vert að
muna að sjúkraskrár landsmanna
eru meira og minna tölvuvæddar og
rafrænir lyfseðlar, rannsóknarbeiðnir,
rannsóknarniðurstöður, röntgenmyndir
og bréf og skjöl streyma rafrænt milli
heilbrigðisstofnana í dag án vandkvæða.
Huga þarf vel að öryggi tölvukerfa
dómstóla en rafrænu dómskerfi
myndi líklega ekki stafa meiri ógn af
óforskömmuðum tölvuhökkurum en
önnur tölvukerfi. Slík ógn er a.m.k. ekki
talin vega þyngra en hagræðing þess að
koma upp og nota tölvukerfi.
Getur tæknin leyst af hólmi allar
réttarathafnir?
Þótt ég sé ákafur talsmaður þess að ná
fram hagræðingu og vinnusparnaði við
rekstur dómsmála með tæknivæðingu
er ég jafn ákafur fylgismaður þess að
tilteknar réttarathafnir máls fyrir dómi
fari fram milliliðalaust og „unplugged“.
réttarathafnir eins og aðalmeðferð,
uppkvaðning dóms og úrskurðir eiga
að fara fram að aðilum eða lögmönnum
viðstöddum. vandaðar úrlausnir og
sýnileg starfsemi dómstóla eykur tiltrú
á réttarkerfi landsins. Aðilar þurfa
að koma saman auglitis til auglitis
undir rekstri máls, t.d. við mikilvægar
dómsathafnir, bæði til að fá milliliðalaust
úrlausn dómstóla en einnig til að
þeir upplifi framgang laga og réttar í
landinu. áríðandi er að þeir sem þurfa
að leita úrlausnar um mál fyrir dómi
upplifi dómstóla sem mikilvægar,
áþreifanlegar og formfastar stofnanir,
en ekki fyrirbrigði sem eigi sér rislitla
birtingarmynd á tölvuskjá.
EI
viðtal við hlyn halldórsson