Lögmannablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 22
22 lögMannaBlaðið tBl 01/13
á DÖGUnUm SvArAðI innan ríkis
ráðherra fyrirspurn á Alþingi um
símahlustun. Svörin vekja fjölmargar
spurningar um framkvæmdina. ríkis
saksóknari á lögum samkvæmt að hafa
ákveðið eftirlit með símahlustun. Því
miður bendir margt til þess að eftirlitið
sé ófullnægjandi. Hafa verður í huga
að símahlustun er þvingunarráðstöfun
sem skerðir friðhelgi einkalífs manna.
meðal annars var spurt:
(6) „Hve oft hafa samskipti grunaðs
manns og lögmanns verið hleruð?
Hvernig hefur verið farið með þau
rannsóknargögn?“
(7) „Hve oft hafa samskipti lögmanns
sakbornings við aðra en sakborning
verið hleruð?“
ráðherra svarar með því að vísa til
athugasemda ríkissaksóknara, en um
þær segir:
„Í svari ríkissaksóknara kemur fram
að hann telji einsýnt að sumum liðum
fyrirspurnarinnar sé ekki unnt að svara.
Eigi þetta einkum við um 6. og 7. tölul.,
en gögn varðandi hlustanir séu ekki
greind niður á þann veg að unnt sé að
svara því sem þar er spurt um. Tekur
ríkissaksóknari fram að heimilt sé að
framkvæma hlustun hjá lögmönnum
eins og hverjum öðrum, að uppfylltum
lagaskilyrðum um úrskurð dómara
o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða
tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega
um hlustanir sem beinast að þeirri
starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa
í huga þagnarskylduákvæði 3. mgr. 18.
gr. laga um meðferð sakamála og 1. mgr.
22. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996. Þá
bendir ríkissaksóknari á að sérstaklega
sé um það fjallað í 1. mgr. 85. gr. laga
nr. 88/2008 að eyða skuli þegar í stað
gögnum sem hafa að geyma samtöl
eða önnur samskipti sakbornings við
verjanda sinn.“
Tilvitnuð ummæli ríkissaksóknara eru
sérkennileg og villandi. Augljóst er að
hlusta má síma lögmanna ef þeir eru
sjálfir grunaðir um refsivert afbrot og
lagaskilyrðum er fullnægt. Fyrirspurnin
laut hins vegar ekki að því, heldur
hinu hvort hlustað hafi verið á símtöl
sakborninga við lögmenn sína, eða
símtöl lögmanna sakborninga við aðra,
án þeirra vitundar.
Síðar hefur komið fram að ríkis
saksóknari lítur svo á að ekki sé hægt
að koma í veg fyrir að lögreglumaður
hlusti á upptökur af trúnaðarsamtölum
sakbornings og verjanda, þar sem hann
þurfi að fara í gegnum upptökurnar
og draga út það sem málið varði. á þá
afstöðu er ekki hægt að fallast.
Trúnaðarsamband verjanda og
sakbornings er einn af hornsteinum
réttlátrar málsmeðferðar. vernd
þess í lögum og virðing fyrir því er
grundvallarþáttur í að sakborningur
geti undirbúið vörn sína í sakamáli á
fullnægjandi hátt og á jafnræðisgrundvelli
gagnvart ákæruvaldinu. Það er
andstætt réttlátri málsmeðferð að
rannsóknaraðilar geti hlustað á símtöl
verjanda og sakbornings. ekki stoðar
fyrir ríkissaksóknara að vísa til fyrirmæla
1. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála
þess efnis, að ef upptökur hafi að geyma
samtöl við verjanda skuli þeim eytt
þegar í stað, ásamt því að vísa til þess
að þagnarskylda hvíli lögum samkvæmt
á rannsóknaraðilum. málið er ekki svona
einfalt. eftir stendur nefnilega að með
því að hlusta á upptöku af símtali áður
en því er eytt hafa rannsóknaraðilar
getað aflað sér upplýsinga um málsatvik
og fyrirhugaða vörn sakbornings á
grundvelli trúnaðarsamtala hans við
verjanda sinn, sem kunna að nýtast
við rannsóknina og málatilbúnað
ákæruvaldsins enda þótt þær verði ekki
notaðar sem sönnunargögn í sakamáli.
óhjákvæmilegt er að treysta
trúnarsamband verjanda og sakbornings
með lagabreytingum. Þá eru ýmsar leiðir
til úrbóta við framkvæmd símahlustunar.
Til dæmis að hlutlaus aðili eyði upp
tökum með símtölum verjanda og
sakbornings áður en lögregla fer yfir
upptökur. Þá hlýtur að vera hægt
tæknilega að stöðva upptöku þegar
hringt er úr hinum hlustaða síma í
tiltekin símanúmer. Loks kemur til greina
að við uppkvaðningu úrskurðar um
símahlustun skipi dómari sakborningi
sérstakan lögmann sem hefði það
Pistill forMAnns
símahlustun og
trúnaðarskylda lögmanna
JÓnAs ÞÓr GUðMUnDsson Hrl.