Lögmannablaðið - 01.03.2013, Side 23
lögMannaBlaðið tBl 01/13 23
Pistill forMAnns
hlutverk við framkvæmd hlustunar að
gæta hagsmuna sakbornings og þeirra
sem hann talar við, án vitundar þeirra
og vilja. Síðastnefnda atriðið kom til
álita við setningu laga um meðferð
sakamálamála nr. 88/2008, að danskri og
norskri fyrirmynd. Frá því var því miður
horfið með þeim rökum að það bætti
litlu sem engu við aðkomu sjálfstæðs
og óvilhalls dómara að málinu.
Loks er nauðsynlegt að breyta lögum
til þess að treysta trúnaðarsamband
lögmanna, sem ekki hafa verið skipaðir
verjendur, við umbjóðendur sína.
byggist það á því að ríkissaksóknari
virðist líta svo á að heimilt sé að
hlusta á trúnaðarsímtöl þessara aðila
og nota megi gögn um þau sem
sönnunargögn í sakamálum, jafnvel
þótt lögmaðurinn liggi ekki undir
grun um að hafa framið afbrot. á það
viðhorf er ekki hægt að fallast, enda
sú niðurstaða ótæk í réttarríki. Til þess
liggja að meginstefnu sömu rök og um
verjendur. Trúnaðarskylda lögmanna
er ein af grunnstoðum réttarkerfisins,
ekki eingöngu í sakamálum. Hún
liggur einnig til grundvallar við rekstur
einkamála og er nauðsynleg forsenda
þess að málsaðilar geti teflt fram ítrustu
sókn og vörn. óttist umbjóðendur
lögmanna að trúnaðarskyldan haldi
ekki í reynd, næst það markmið ekki.
Auk þess væri ella augljós hætta á að
því væri frestað að fá grunuðum manni
réttarstöðu sakbornings, og símtöl hans
við lögmann sinn hlustuð á meðan.
Augljóst er að fyrirmæli 1. mgr. 85.
gr. laga um meðferð sakamála, um að
upptöku með samtali sakbornings og
verjanda skuli eytt þegar í stað, eru
eingöngu sett til öryggis (ex tuto).
óheimilt er draga einhverjar ályktanir af
ákvæðinu um heimildir til símahlustunar
eða framkvæmd hennar, hvort heldur
þegar í hlut eiga sakborningur
og verjandi eða sakborningur og
lögmaður sem ekki er verjandi, eins
og ríkissaksóknari virðist gera. Þá vekur
athygli að ríkissaksóknari sleppir að
geta þess að í umræddu lagaákvæði
er einnig nefnt að eyða skuli þegar
í stað upptökum með upplýsingum
sem 2. mgr. 119. gr. laganna tekur til,
en samkvæmt blið þess ákvæðis er
lögmanni óheimilt að svara sem vitni
spurningum um einkahagi manns sem
honum hefur verið trúað fyrir í starfi.
Stórt verk lítið mál
Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi
Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is
prent.is