Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 25

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 25
lögMannaBlaðið tBl 01/13 25 UMfJÖllUn hvort við hefðum virkilega skuldbundið okkur til þess að taka svona bagga á okkur. Stefán Már: Það sem við lögðum alltaf áherslu á í greinum okkar var að skoða málið aðeins út frá lögfræðilegu sjónarmiði. við hleyptum aldrei neinum pólitískum, hagfræðilegum, viðskiptalegum eða öðrum sjónarmiðum að heldur einungis þeim lagalegu. Því teljum að dómur eFTA dómstólsins sé fyrst og fremst sigur lögfræðinnar að lokum. til heimabrúks Eyvindur: Menn sögðu ykkur vera með heimatilbúnar lögskýringar sem útlendingar myndu ekki hlusta á. Var engin umræða um hvort við bærum ábyrgð samkvæmt tilskipuninni? Lárus: Fyrstu níu mánuðina, fram á mitt ár 2009, má segja að það hafi ekkert verið hlustað á okkur og það kom okkur mjög á óvart hvað við vorum einangraðir í umræðunni. Fáir bökkuðu okkur upp í viðhorfum okkar og til að mynda vorum við aldrei fengnir til að segja okkar skoðun í umræðuþáttum. mönnum þótti þetta varla tækt til umræðu fyrr en þeir horfðust í augu við fyrsta Icesave samninginn sumarið 2009. Þá áttuðu þeir sig á því hvað þetta var mikið hagsmunamál. Stefán Már: Ég upplifði ekki gagnrýni á þau lögfræðilegu sjónarmið sem við komum með heldur væru það önnur atriði en lögfræði sem skiptu meira máli. Lárus: Það var eitthvað um að menn sögðu þetta til heimabrúks en enginn myndi hlusta á þetta á alþjóðlegum vettvangi. Fyrsti lögfræðilegi stuðning­ urinn sem við fengum var grein sem Sigurður Líndal skrifaði sumarið 2009 en hann skrifaði svo með okkur tvær greinar. Engin lagaleg gagnrýni Eyvindur: Forsendur fyrir greiðslu­ skyldu fyrsta Icesave samningsins voru aldrei skilgreindar heldur var lánssamningur lagður fram. Miðað við Icesave dóminn, má segja að hefði samningurinn ekki verið settur í þjóðaratkvæðagreiðslu hefði skuld­ bindingin í raun fyrst stofnast við undirritun samningsins, en ekki við fall Landsbankans? Lárus: einmitt, menn fóru út til að gera upp þessa skuld, þeir fóru ekki út til að semja eða komast að því hvort krafan væri til staðar heldur til að klára málið svo það héngi ekki yfir okkur. Það endurspeglar viðhorfið á þessum tíma hjá þeim sem þóttu hæfir í umræðunni. Stefán Már: eftir fyrstu samningana ræddum við Lárus um að ekki væri einu sinni litið á þetta sem þjóðréttarlega deilu, einungis hefði verið undirritaður lánssamningur þar sem spurningin snérist um vexti og greiðslukjör. Eyvindur: Í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og útfærslu lögsögunnar var fyrst og fremst byggt á lagalegum rökum. Hvers vegna átti það ekki við í Icesave málinu? Má vera að einhvers konar sjálfsásökun eða skömm hafi tengst þessu viðhorfi, að Íslendingar hafi viljað bæta erlendum aðilum tjónið? Lárus: Það voru stofnuð samtök til að berjast fyrir hagsmunum okkar gagnvart bretum sem snérust m.a. um að mótmæla beitingu hryðjuverkalaganna. menn sendu til dæmis myndir af fjölskyldum til með skilaboðum til breta um að við værum ekki hryðjuverkamenn. Það gerðist ekkert sambærilegt varðandi þessar skuldbindingar. Það kom í framhaldinu þegar málið þroskaðist. Þá fóru ýmsir að taka upp okkar málstað sem voru í baráttunni á öðrum vettvangi. Stefán Már: við Lárus fengum aldrei lögfræðilega gagnrýni á blaðagreinarnar. einu sinni kölluðum við eftir því, sögðum að við skildum ekki að það kæmu ekki lagaleg rök á móti. stefán Már stefánsson og lárus Blöndal.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.