Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 30
30 lögMannaBlaðið tBl 01/13
UMfJÖllUn
uM MiðJan fEBrúar hélt Mats-
manna félag Íslands fræðslufund þar
sem ingvar sveinbjörnsson hrl. og
Björn þorri viktorsson hrl. fjölluðu um
dómkvaðningu matsmanna, matsgerðir
þeirra fyrir héraðsdómi sem og um
niðurstöður nýlegra dóma en dómstólar
virðast bera mikið traust til dómkvaddra
matsmanna og byggja dóma oft á
niðurstöðum matsgerða.
mun algengara er að matsferli fari fram
í einkamálum heldur en í opinberum
málum en í IX. kafla einkamálalaga
nr. 91/1991 er fjallað um möt og
sönnunargildi þeirra. ákvæði 61. gr.
heimilar dómkvaðningu matsmanna
til að framkvæma mat á nánast hverju
sem er að undanskildum lögfræðilegum
spurningum.
val á matsmanni
Það er mikilvægt í upphafi að aðilar
máls komi sér saman um matsmann eða
matsmenn. Til að koma í veg fyrir að
matsmaður verði fenginn að máli þarf
að hafa málefnaleg sjónarmið, bæði
hvað varðar almennt og sérstakt hæfi.
ef aðilum tekst ekki að koma sér saman
um matsmann sér dómari um valið af
lista sem er til hjá dómstólum og/eða
dómari kannar sérstaklega hver komi
til greina.
Þótt unnt sé að senda matsbeiðni
til viðkomandi embættis án samráðs
við gagnaðila þá geta komið upp mörg
álitaefni ef menn eru ekki sammála um
matsmenn. Það getur einnig komið upp
að dómari samþykki ekki að það verði
dómkvaddir matsmenn en þá ákvörðun
er hægt að kæra til Hæstaréttar. Að
sama skapi er mikilvægt að hlutleysi
matsmanna verði ekki dregið í efa og
matsmenn sjálfir geri grein fyrir því ef
þeir telji líkur á að þeir uppfylli ekki
hæfisskilyrði einkamálalaganna til að
vera dómkvaddir.
orðalag spurninga
mjög mikilvægt er að vanda orðalag
spurninga í matsbeiðni enda svarar
matsmaður einungis því sem hann
er spurður um. Það er til dæmis ekki
nóg að spyrja hvað kosti að gera við
tiltekinn galla heldur þarf að spyrja hvort
um galla sé að ræða. Fyrir stuttu féll
dómur í máli þar sem matsmenn voru
ekki spurðir hvort um væri að ræða
hönnunargalla en samt var á því byggt í
málinu. Þótt í sumum tilvikum geti nægt
að spyrja matsmenn fyrir dómi þegar
þeir koma til að staðfesta matsgerð sína
þá er það ekki sjálfgefið og svo var ekki
í þessu tiltekna máli.
Matsfundir
matsmenn þurfa að boða skriflega
til fundar þá aðila sem kveðja á til
matsfundar samkvæmt matsbeiðni.
málsaðilar verða að staðfesta móttöku
tilkynningar um matsfund enda getur
það valdið ógildingu mats ef allir aðilar
eru ekki boðaðir á matsfund með
sannanlegum hætti.
mikilvægt að koma að nýjum
spurningum á matsfundum ef tilefni
gefst til. ef báðir aðilar eru sammála
um að koma að spurningum þá er
hægt að koma því að en annars þarf
að semja viðbótarmatsspurningu og
koma henni til dómara sem framhalds
matsbeiðni. Oftast samþykkja lögmenn
viðbótarmatsspurningar, enda séu þær
málefnalegar og varði hagsmuni aðila.
Kostnaður
Dómkvaðning matsmanna er dýrt
úrræði sem á ekki að beita nema
brýna nauðsyn beri til. Lögmenn þurfa
sérstaklega að huga að því að kynna
skjólstæðingum sínum þann kostnað
sem öflun matsgerðar hefur í för með
sér. Það fer betur á því að velta fyrir
dómkvaddir matsmenn
Björn þorri viktorsson. ingvar sveinbjörnsson.