Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 32

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 32
UMfJÖllUn Minnkandi aðsókn við lagadeildir bandarískra háskóla nýLeGA bIrTIST Í netútgáfu tímarits bandaríska lögmannafélagsins (AbA), grein um breytta stöðu lagadeilda bandarískra háskóla vegna sífellt minni aðsóknar í laganám þar í landi. Í greininni kemur m.a. fram að miðað við þróun umsókna um laganám fyrir skólaárið 2013 megi búast minnstu aðsókn í laganám í um 30 ár. Þannig er gert ráð fyrir að fjöldi umsókna verði um 53.000 í ár, en til samanburðar hafi um 100.000 umsóknir borist lagadeildum frá árinu 2004. Í greininni er vísað til úttektar The new york Times þar sem segir að fjölmargar lagadeildir undirbúi því mikinn niðurskurð auk þess sem þær veiti nú inngöngu nemendum sem annars hefðu ekki komist að. hækkun skólagjalda Sérfræðingar rekja þennan minnkandi áhuga á laganámi meðal annars til hækkunar skólagjalda síðustu ár og fækkunar vellaunaðra starfa á lögmannsstofum. Haft er eftir prófessor við lagadeild Suður­Kaliforníu háskóla að vandamálið sé ekki „offramleiðsla“ á lögfræðingum heldur skekkja í framboði og eftirspurn sem endurspeglast m.a. í því að enn sé mikil eftirspurn eftir lögfræðingum í fyrirtækjalögfræði en vaxandi skortur sé á lögfræðingum sem sinna hefðbundnum lögfræðistörfum fyrir almenning, t.a.m. í skilnaðarmálum, greiðsluerfiðleikamálum o.fl. Stóru fyrirtækin sem enn sækjast eftir lögfræðimenntuðum einstaklingum til vinnu eru hins vegar ósátt við áherslur lagadeilda á kennslugreinar á kostnað starfsþjálfunar. stórfelldar uppsagnir Þá er haft eftir prófessor við lagadeild Chicago­háskóla að búast megi við því að allt að tíu háskólar leggi niður lagadeildir sínar á næsta áratug og að helmingur til þrír fjórðu hlutar háskóla muni draga úr umsvifum sínum, fækka starfsfólki og minnka bekkjardeildir. prófessor við lagadeild Indiana­háskólans segir að jafnvel verði þessara breytinga að vænta strax í haust. á 9. og 10 áratug síðustu aldar hafi framhaldsskólanemendur sem ekki höfðu tekið ákvörðun um framtíðarstarfið gjarnan skráð sig í laganám. nú séu aðrir tímar og sú staðreynd að nemendur geti setið uppi með 120.000 dollara (ca. 15.000.000 króna) námslánaskuld eftir námslok og algera óvissu um starfsmöguleika, fæli ungt fólk frá því að feta þessa braut. Fyrirsjáanlegar séu því stórfelldar uppsagnir kennara og starfsfólks lagadeilda á næstunni þar sem þær fái ekki nægan nemendafjölda til að standa undir rekstrarkostnaði. staðan á Íslandi Í ljósi þessa er vert að velta fyrri sér stöðu lagadeilda íslenskra háskóla og hvort búast megi við svipaðri þróun hér á landi á næstu misserum og árum. Hversu margir stunda nú laganám við lagadeildir íslenskra háskóla og hvaða starfsmöguleika eiga þessir nemendur að námi loknu? Í þessu samhengi væri vert að skoða hvort fullnægjandi langtíma menntastefna hafi verið mótuð hér á landi og í hverju hún felist? II Stólpar & MP banki Viðskipti í stöðugri uppbyggingu Stólpar hafa skýra sýn á það hvernig á að byggja til framtíðar. Þeir vita að það kostar þekkingu, fé og fyrirhöfn að reisa hús. Skýr framtíðarsýn skiptir öllu máli í rekstri fyrirtækja. Þess vegna eru Stólpar í viðskiptum hjá okkur. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is banki atvinnulífsins B ra nd en b ur g

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.