Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 23
lögMannaBlaðið tBl 01/14 23 aðsent efni HörðUr felix HArðArson Hrl. Ákæra í sakamálum er gefin út að undangenginni rannsókn lögreglu. Við rannsóknina aflar lögregla gagna og tekur skýrslu af sakborningum og vitnum. Úrræði sakbornings eða verjanda til afskipta af rannsókn lögreglu eru afar takmörkuð. Aðstöðumunurinn er hér augljós og hallar þar verulega á sakborning fram að meðferð málsins fyrir dómi. Þótt á lögreglu hvíli skylda til hlutlægni við úrvinnslu haldlagðra gagna og við mótun spurninga til sakborninga og vitna þá er ljóst að verjandi getur ekki lagt til grundvallar að hagsmuna skjólstæðings hans hafi í einu og öllu verið gætt við rannsókn lögreglu. Á verjanda hvílir sú skylda að fara gagnrýnið yfir gögn málsins með hagsmuni skjólstæðingsins í huga. Við slíka yfirferð vakna oftar en ekki fjölmargar spurningar sem svör fást ekki við með lestri sýnilegra sönnunargagna eða skýrslna af vitnum og sakborningum. Þá getur slík skoðun einnig leitt í ljós rangfærslur um atvik eða að upplýsingar skorti um tiltekna þætti málsins þannig að bæta þurfi úr, eftir atvikum með framlagningu gagna eða framburði vitna. aðgangur að gögnum Við meðferð þeirra mála sem sprottið hafa af rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum bankanna hafa ýmis álitaefni risið sem lúta að réttindum þeirra sem bornir eru sökum í þeim málum. Ítarleg umfjöllun um það efni verður að bíða síðari tíma en meðal þess sem dómstólar hafa þurft að taka afstöðu til er réttur sakborninga og ákærðra til aðgangs að gögnum. Sá réttur hefur sætt ýmsum takmörkunum í nýlegum dómum og úrskurðum. Í því máli sem hér hefur verið gert að umtalsefni, sakamáli S­127/2012, hefur ákærðu verið neitað um aðgang að öðrum gögnum en eigin tölvupóstum og þeim gögnum sem ákæruvaldið ákvað að gera að gögnum dómsmálsins. Þá gátu ákærðu ekki fengið yfirlit yfir þau gögn sem auðkennd höfðu verið við rannsókn á haldlögðum gögnum en ekki höfðu verið lögð fram í dómsmálinu. hvernig verður upplýsinga aflað? Við aðstæður sem þessar, sem reyndar samrýmast illa grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, er enn brýnna en ella að verjandi afli sjálfstætt upplýsinga um atvik málsins. Það verður vart gert nema með því að leita upplýsinga frá þeim einstaklingum sem best til þekkja. Eðli málsins samkvæmt er líklegt að flestir þeirra séu annaðhvort sakborningar eða vitni vegna vitneskju eða aðkomu sinnar að málinu. Eru verjanda þá samkvæmt dómi héraðsdóms allar bjargir bannaðar? Vitni í áðurnefndu dómsmáli voru um 50 talsins. Hvernig á verjandi að afla upplýsinga um það hvert vitnanna getur mögulega varpað ljósi á atvik sem lögregla hefur af einhverjum ástæðum ekki leitast við að upplýsa? Á hann samkvæmt þessu að leggja sömu spurningar fyrir fjölda vitna við aðalmeðferðina, upp á von og óvon, með tilheyrandi töfum á aðalmeðferðinni? Hvernig á verjandi að afla upplýsinga um það hvort til Skemmuvegi 4 // Sími 540 1800 // www.prent.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.