Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 28
28 lögMannaBlaðið tBl 01/14 Aðsent efni HelGA VAlA HelGAdóttir, Hdl. loKSiNS HEimA eftir langan vinnudag. Fjórtán tíma lota í akkorði, aðalmeðferð handan við hornið. Hvað ætli fáist upp í þessa fjórtán tíma lotu? Hversu stóran hluta af vinnu­ stundunum ætli dómarinn viðurkenni og á hvaða taxta ætli ég hafi unnið í dag? lögmenn í kjarabaráttu eiga sér enga málsvara. Njóta engrar samúðar og ég skil það vel enda er ímynd starfsins sú að lögmenn séu allir á himinháum töxtum en ekki hlaupandi án þess að vita hversu mikla sjálfboðavinnu þeir inntu af hendi fyrir íslenska ríkið þann daginn. Þetta er hinn blákaldi veruleiki þeirra lögmanna sem hætta sér út í að aðstoða þá sem minna mega sín. Þá sem eiga ekki fyrir málshöfðun og fá því aðstoð ríkisins í formi gjafsóknar til varnar eða sóknar vegna ónógra tekna. Þetta er einnig staðreyndin fyrir þá sem starfa við sakamál, barnaverndarmál eða málefni flóttamanna. Þeir vinna oftar en ekki drjúgan hluta starfs síns í sjálfboðavinnu fyrir íslenska ríkið. Hvernig má þetta vera? í fyrsta lagi, tímagjaldið Staðreyndin er sú að árið 2009 var sett í reglugerð að tímagjald lögmanna í slíkum málum skyldi vera 10.000 krónur. Hafði tímagjaldið þá verið 11.200 krónur frá árinu 2007 en var lækkað árið 2009 og hefur staðið í stað síðan. Hér hafði orðið hrun og allir urðu að spara, líka lögmenn. En síðan þá hafa laun ýmissa stétta hækkað og um áramót fyrirskipuðu skattyfirvöld að lögmenn skyldu hækka sitt reiknaða endurgjald umtalsvert enda miðað við meðalgjaldskrá á lögmannsstofum landsins. Ákvörðun í reglugerð um hámarks­ tímagjald að fjárhæð 10.000 krónur er líklega um eða undir 50% af meðal­ tímagjaldi á lögmannsstofum í dag. Þeir sem starfa við áðurnefnda málaflokka þurfa því að hugsa sig vel um þegar þeir eru beðnir um að taka að sér verjendastörf, réttargæslu eða störf fyrir barnavernd og Útlendingastofnun. Þurfa þeir að velta því fyrir sér hvort stofan sem þeir reka megi við því að taka við slíku verkefni. 10.000 krónurnar eru nefnilega alls ekki að fara ofan í vasa lögmannsins heldur þvert á móti þarf af þessum krónum að reka lögmannsstofu eins og lög um lögmenn krefjast, greiða starfsábyrgðartryggingu sem einnig er lögbundin og halda úti lágmarks skrifstofukostnaði svo hin lögbundna skrifstofa lögmannsins geti verið opin viðskiptavinum. Húsaleiga hefur hækkað, rekstrarkostnaður hefur hækkað sem og laun starfsfólks, allt hefur hækkað nema taxti lögmannsins í störfum fyrir íslenska ríkið. í öðru lagi, tímaskráningin Ef eini vandi hins sjálfstætt starfandi lögmanns væri tímagjaldið þá væri að minnsta kosti fyrirséð í lok dags hvað greitt yrði fyrir stundirnar sem inntar voru af hendi þann daginn. En því miður þá er það ekki svo því lögmaðurinn getur í störfum sínum aldrei vitað hvað þeim sem ráða greiðslu reikninga hugnast að ákveða varðandi unninn tímafjölda. dómarar landsins eru eins misjafnir og þeir eru margir þegar kemur að málflutningsþóknun lögmannsins. Ákvarðanir lögreglu um að skera niður tímaskráningu á reikningum lögmanna er einnig eins misjöfn og lögregluembættin eru mörg og dagsformið virðist þar oftar en ekki ráða för. Þá loksins reikningarnir fást greiddir í lok málareksturs hjá stjórnvöldum eða fyrir dómi er oftar en ekki búið að skera 20%–50% af unnum stundum. Eftir stendur lögmaður með skrifstofu í fullum rekstri, á hálfum taxta, með unnar vinnustundir sem skornar voru miskunnarlaust niður af þeim sem fá fasta launatékka mánaðarlega frá sama vinnuveitanda. í þriðja lagi, gjafsóknarnefnd gjafsóknarnefnd er sérstakt fyrirbæri. Þar hefur lögmaðurinn orðið þess var að gjafsóknarleyfi í forsjármálum takmarkast við fyrsta svar gjafsóknarnefndar við 400.000 krónur með virðisaukaskatti. Slíku virðist ekki fyrir að fara í annars konar málum þar sem gjafsóknarleyfi er ótakmarkað og miðast við rekstur máls í héraði. Eftir svar gjafsóknarnefndar um hina takmörkuðu gjafsókn skal lögmaðurinn því leggja í nýjan leiðangur fyrir gjafsóknarnefndina til að freista þess að fá fjárhæðina hækkaða enda liggur oft og tíðum fyrir að greiða þarf fyrir forsjárhæfnismat, fara í málflutning um bráðabirgðaforsjá, vinna við sáttameðferð innan og utan réttar auk umgengniságreinings sem oftar en ekki blandast inn í forsjármálið. Að sækja um aukna gjafsókn tekur tíma lögmannsins sem án efa fæst ekki greiddur. tapist mál í héraði eru góð ráð dýr. Þyki gjafsóknarnefnd ekki taka því að foreldri sem tapað hefur forsjármáli fyrir dómi beri niðurstöðuna undir æðra dómstig, er gjafsóknarbeiðni í sjálfboðavinnu fyrir íslenska ríkið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.