Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Qupperneq 3
Fréttir 3Mánudagur 22. október 2012
Bankinn tók stöðu gegn
viðskiptavinum sínum
n Hæstiréttardómur um stöðutöku Heiðars Más n Gengistryggð lán jukust um 400 prósent„Af minnisblað-
inu verður ekki
séð að hugtök þessi
séu notuð í skýrt að-
greindri merkingu
G
ísli Hjálmtýsson, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingar-
fyrirtækisins Thule Invest-
ments, hefur látið kyrrsetja
tvo bankareikninga félags
í eigu athafnamannsins Tryggva
Péturssonar í Lúxemborg. Kyrr-
setningarbeiðnin var samþykkt af
sýslufulltrúa í Lúxemborg þann 13.
ágúst síðastliðinn. Reikningarnir
eru í Havilland-bankanum, arftaka
Kaupþings í Lúxemborg.
Thule rekur tvo fjárfestingar-
sjóði, Brú I og Brú II, sem eru í eigu
lífeyrissjóða eins og Gildis, LSR, Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna, Stapa,
Stafa, Sameinaða lífeyrissjóðs-
ins en einnig fjárfestingarbank-
ans Straums, Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins og Tryggingamið-
stöðvarinnar. Ein af þekktari eign-
um sem Thule vinnur með er verk-
smiðjutogarinn Blue Wave sem
veiðir hestamakríl úti fyrir strönd-
um Vestur-Afríku – DV sagði frá
togaranum fyrr á árinu.
Deilt um 700 þúsund dollara
Kyrrsetningargerðin er hluti af deil-
um og málaferlum á milli Gísla
og Tryggva sem teygja sig nú til
þriggja landa: Bandaríkjanna, Ís-
lands og Lúxemborgar. Deilan
snýst um viðskipti með hluta-
bréf í bandaríska fyrirtækinu GT
Life Sciences sem voru í eigu eins
þeirra fyrirtækja sem Gísli stýrir
hjá Thule Investments, Iceland
Genomic Ventures Holding, þar til
í október í fyrra. Tryggvi var í vinnu
hjá Iceland Genomic Ventures
Holding sem ráðgjafi á sviði fjár-
festinga. Eitt af verkefnum hans
var að vinna með hlutabréfaeign-
ina í GT Life Sciences.
Í kyrrsetningarbeiðninni frá
Lúxemborg segir að hún byggi á
því að Tryggvi hafi selt 3,5 millj-
ónir hluta í GT Life Sciences fyrir
nærri 3 milljónir dollara í október
í fyrra og sjálfur tekið nærri 700
þúsund dollara af þessari upphæð.
Í kyrrsetningarbeiðninni segir að
Tryggvi hafi ekki haft neina heim-
ild til þessa: „Herra TRYGGVI
PETURSSON fyrirskipaði þannig í
heimildarleysi, millifærslu að upp-
hæð 694.635,- USD yfir á reikning
fyrirtækisins ICELAND GENOMIC
PARTNERS sem hann kallaði um-
sýslugjöld (management fees) þó
hann hafi aldrei lagt fram nokkurn
reikning eða annað sem rökstyður
þá greiðslu.“ Eftirstöðvarnar, tæp-
lega 2,2 milljónir dollara voru svo
millifærðar yfir á reikning Iceland
Genomic Ventures Holding.
Þá hefur Iceland Genomic
Ventures Holding höfðað mál á
hendur fyrirtæki Tryggva og hon-
um sjálfum fyrir dómstól í Suð-
ur-Kaliforníu í Bandaríkjunum út
af sama máli. Þetta kemur fram í
stefnunni í því máli sem DV hefur
undir höndum.
Kærði Gísla
Á sama tíma og sótt er að Tryggva
í Lúxemborg og Bandaríkjunum
hefur hann kært Gísla Hjálmtýs-
son til embættis sérstaks sak-
sóknara fyrir meint lögbrot í rekstri
Thule Investments.
Sú kæra, sem sérstakur sak-
sóknari vísaði frá þann 20. sept-
ember síðastliðinn, byggir á því
að Gísli hafi gerst sekur um meint
„umboðssvik eða fjársvik“, eins
og segir í frávísunarbréfi frá emb-
ættinu í málinu. Tryggvi vill meina
að Gísli hafi „misnotað aðstöðu
sína“ og „blekkt seljendur sína“
þegar hann keypti persónulega
30 prósent hlutafjár í Icelandic
Genomic Ventures af hluthöfum
Brúar skömmu áður en hlutabréf
þess í GT Life Sciences voru seld
og skömmu áður en tilkynnt var
um skráningu annars dótturfé-
lags þess, Genomatica, á markað í
Bandaríkjunum.
Um þetta segir í kæru Tryggva
til sérstaks saksóknara sem unn-
in er af Sveini Andra Sveinssyni
lögmanni: „Í september 2011 fékk
kærandi þær upplýsingar að kærði
hefði persónulega keypt 30 pró-
senta hlut í GH sem áður var í eigu
Brúar (Bru Venture Capital) sem er
í eigu lífeyrissjóðanna á skrapvirði
á sama degi og Genomatica til-
kynnti að SEC hefði samþykkt út-
boðslýsingu sína vegna skráningar
á markað, eða þann 25. ágúst 2011.
Hlutur þessi hafði áður verið eign
Burðaráss og Þróunarfélags Ís-
lands og var greitt US 2.000.000 fyr-
ir hann.“ Þá segir í kærunni að Gísli
hafi leyst til sín hlutabréf Straums
og lífeyrissjóðanna og „leynt“ þá
upplýsingum um stöðu fyrirtækj-
anna sem hlutabréfin voru í og
hagnast þannig „persónulega um
hundruðir [sic] milljóna króna“.
Málaferlin gegn Tryggva í
Bandaríkjunum standa nú yfir. n
n Deilur Gísla Hjálmtýssonar og Tryggva Péturssonar teygja sig til þriggja landa
Málarekstur í þremur löndum
Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri
fjárfestingarsjóðsins Brúar, stendur
í málaferlum við Tryggva Pétursson
í Bandaríkjunum og lét kyrrsetja
bankareikning hans í Lúxemborg.
Sjálfur hefur Tryggvi kært Gísla til
sérstaks saksóknara.
LÉT KYRRSETJA REIKNING
TRYGGVA Í LÚXEMBORG
„Kyrrsetn-
ingargerðin
er hluti af deilum
og málaferlum
á milli Gísla og
Tryggva sem
teygja sig nú til
þriggja landa
vissulega hafi þetta fólk íhugað
að fara í skaðabótamál gagnvart
bönkunum fyrir að veita þeim lé-
lega ráðgjöf í lánamálum. Sér-
staklega þegar litið er til þess að
bankinn tryggði sig sjálfur gegn
falli krónunnar. Hann bendir þó
að slík málaferli séu mörgum
annmörkum háð: Þau séu kostn-
aðarsöm, erfitt sé að færa sönn-
ur á að brotið hafi verið á við-
skiptavinunum og spurningar
séu uppi um að hverjum slík
málaferli eigi að beinast. „Í grun-
inn er það þannig, eins og ég skil
MIFID-reglurnar, að bankarnir
megi ekki veita neina ráðgjöf til
venjulegra kúnna sem er bank-
anum í hag en viðskiptavinunum
í óhag; þeir verða alltaf að veita
viðskiptavinunum þá bestu ráð-
gjöf sem möguleg er hverju sinni.“
Jóhannes vill því meina að reglan
um vinnulag banka hvað varðar
ráðgjöf til viðskiptavina sinna sé
mjög skýr en að slík málaferli séu
mjög snúin og standi í reynd „á
brauðfótum“. „Það er engin tölvu-
póstsamskipti þar sem einhver
starfsmaður Landsbankans segir:
„Taktu þetta í erlendu“.“
Þó svo að ársreikningar Sam-
sonar sýni slíka stöðu á móti krón-
unni, og hagnað eða tap eftir því
hvort krónan hélt velli eða féll, þá
gætu viðskiptavinir Landsbank-
ans átt í erfiðleikum með að leita
réttar síns gagnvart bankanum
vegna þessa. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is