Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Qupperneq 14
Sandkorn G uð blessaði Ísland,“ sagði Hallgrímur Helgason á sunnudag. Úrslit í ráðgefandi kosningu um stjórnarskrár­ breytingar lágu fyrir og vilji þjóðarinnar var ljós, afgerandi vilji er til að tillögur stjórnlagaráðs verði lagð­ ar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það er sigur almannahagsmuna gegn einkahagsmunum, almennings gegn foringjaræði en fyrst og fremst sigur fyrir lýðræðið í landinu. Í fyrsta sinn var íslenskri þjóð gefinn kostur á að koma að endurskoðun á stjórnar­ skránni með beinum hætti, semja um sáttmálann um þær leikreglur sem hér eru hafðar að leiðarljósi og móta grunngildin í íslensku samfélagi. Engu að síður sagði formaður Sjálfstæðisflokksins að kosningin væri ólýðræðisleg. Sami maður og sendi bréf á fimmtíu þúsund flokksfélaga sína þar sem hann hvatti þá til þess að mæta á kjörstað og segja nei við tillögum stjórnlagaráðs. Sami maður og segist vera hlynntur breytingum á stjórnarskránni en ósáttur við vinnu­ brögðin og þetta lýðræðislega ferli. Sami maður og talaði um handar­ baksvinnubrögð og sagði ábyrgðar­ hluta að spyrna ekki við fæti, nýta hvert tækifæri til þess að koma í veg fyrir fúsk, og er eindregið á móti því að tillögur stjórnlagaráðs verði not­ aðar sem grunnur að nýrri stjórnar­ skrá Íslendinga. Sami maður og sagði: „ Niðurstaðan ræður ekki úrslitum um eitt eða neitt.“ Það er miður að Alþingi hafi ekki tekist að fylgja fordæmi stjórnlaga­ ráðs, að því hafi ekki tekist að vinna saman, leysa ágreiningsmál og komast að niðurstöðu. Sundrungin hefur ráðið ríkjum og grafið undan trúverðugleika þingsins og trausti til þess. Nú ríður á að ráðamenn virði vilja þjóðarinnar, taki höndum saman og samþykki nýja stjórnar­ skrá sem hægt verði að leggja fyrir þjóðina til að staðfesta hennar vilja samhliða næstu Alþingiskosningum. Ef fram fer sem horfir verður Sjálfstæðisflokkurinn í næstu ríkis­ stjórn og Bjarni Benediktsson for­ sætisráðherra landsins. Hann er nú þegar farinn að gera lítið úr niður­ stöðunni, velta því fyrir sér hvað hún þýði og hvað eigi að gera við hana, það megi ekki gera lítið úr þeim sem sátu heima í stað þess að kjósa. Það má ekki gerast að þetta tæki­ færi þjóðarinnar til að láta rödd sína heyrast verði haft að engu, að niður­ stöður kosninganna verði túlkaðar og teygðar í allar áttir þar til ekkert stendur eftir nema vilji ráðamanna, afbökun á veruleikanum og argaþras sem skilur ekkert eftir sig. Ef það gerist verður almenningur að taka sér stöðu, byrsta sig og öskra þar til það heyrist að við látum ekki bjóða okkur það, vilji þjóðarinnar verði ekki hundsaður. Reiðarslag Bjarna n Bjarni Benediktsson, formað­ ur Sjálfstæðisflokksins, veðj­ aði á rangan hest þegar hann beitti sér gegn tillögum stjórn­ lagaráðs og vildi fella þær. Mikill meirihluti þeirra sem kusu er á þeirri skoðun að til­ lögurnar skuli lagðar til grund­ vallar breytingum á stjórnar­ skránni. Þá er yfirgnæfandi meirihluti sem vill að auðlindir þjóðar sem ekki teljast til sér­ eignar fari í þjóðareign. Bjarni hefur fylgt mjög þeirri harð­ línustefnu Davíðs Oddssonar að ekki megi skerða hagsmuni Guðbjargar Matt híasdóttur, eiganda Ísfélagsins og Mogg­ ans. Niðurstaðan hlýtur að vera Bjarna reiðarslag. Bjöggi skammar Villa n Vilhjálmur Bjarnason, fjár­ festir og spurninganörd, hef­ ur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Vilhjálmur er þekktur krossfari gegn spill­ ingu í viðskiptum og hefur verið óþreytandi við að berja á útrásarvíkingum á borð við Björgólf Thor Björgólfsson. Þeir menn sem verða fyrir barðinu á Vilhjálmi eru ófeimnir við að benda á þá fortíð hans að hafa undir fölsku flaggi boðið í Landsbankann. „Hann sagð­ ist þá fara fyrir hópi  „venju­ legra sparifjáreigenda“. Síðar kom í ljós að þessir „venjulegu sparifjáreigendur“ voru í raun Eignarhaldsfélagið Bruna­ bótafélag Íslands,“ segir á heimasíðu Björgólfs Thors. Brynjar sér rautt n Það má reikna með fjöri í kosningabaráttu sjálfstæð­ ismanna þegar Brynjar Níels- son lögmað­ ur mætir í slaginn. Brynj­ ar liggur að nokkru leyti nálægt harð­ línu flokks­ ins sem sér rautt til vinstri. Hins vegar þykir hann vera ófeiminn við að segja hug sinn og fer ekki alltaf ótroðnar slóðir. Víst er að ef hann nær inn á þing mun gusta af honum. En spurningin stendur um það hvort flokkseigendafélagið samþykki nýliðann. Krónuníðingsmálið n Stöð 2 hefur miklar mætur á Heiðari Má Guðjónssyni fjár­ festi sem er kallaður til í tíma og ótíma til að tjá sig um ólík­ legustu hluti. Sérstaka athygli vakti að daginn sem Hæsti­ réttur sýknaði DV af milljóna­ kröfum Heiðars í Krónuníð­ ingsmálinu var hann mættur í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 til að spjalla um eitthvað allt annað. Hann var ekki spurður einu orði um það áfall að tapa í Hæstarétti. Heiðar hefur ótal sinnum verið kallaður til á flestum miðlum 365. Þykir það vera vísbending um að hann njóti velvildar Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar athafnamanns. Ég er í París Okkur vantar vinnandi fólk Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir hélt upp á fimmtugsafmælið. – DV Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir næga vinnu að hafa. – bb.is „Guð blessaði Ísland“„Nú ríður á að ráða- menn virði vilja þjóðarinnar Að afstöðnum kosningum K osningar um tillögur stjórn­ lagaráðs eru nú afstaðnar. Helmingur kjósenda mætti og svaraði kalli Alþingis um leið­ beiningu. Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Landsmenn tóku líka nýmælum eins og auðlindaákvæði, persónukjöri og beinu lýðræði fagnandi. Jafnt vægi at­ kvæða hlaut hljómgrunn en þó ekki í öllum landshornum. Sömuleiðis var vilji fyrir óbreyttu kirkjuákvæði. Þessi þjóðardómur er skýr og gott veganesti fyrir Alþingi á lokasprettin­ um. Andstæðingar tillagna stjórnlaga­ ráðs gerðu fyrirfram lítið úr vægi þessara kosninga. Ástæðan var aug­ ljóslega sú að niðurstaðan gæti orðið þeim andstæð. Strax er byrjað að hamra á lélegri kjörsókn. Ekki veit ég hvar menn setja mörkin en lík­ ast til yrðu þau afar misvísandi milli manna, jafnvel innan sama hóps manna eftir því hvaða málefni ætti í hlut. Gætum einnig að því að kosn­ ingaskylda er ekki hluti af stjórn­ skipun Íslands og heimaseta því val hvers og eins. Ei heldur er krafa um lágmarkskosningaþátttöku þannig að þeir einir ráði sem mæta. Auðvitað geta menn eignað sér heimasetufylg­ ið en slíkt eignarhald er í senn gildis­ laust og óskhyggja. Eða hvaða flokki tilheyra þessi 20 prósent sem sitja jafnan heima í þingkosningum? Þetta ferli, að færa stjórnarskrár­ gjöfina úr höndum Alþingis í hend­ ur fólksins, hefur með atkvæða­ greiðslu helgarinnar sannað sig. Tilgangurinn var að klára verk sem Alþingi var fyrirmunað að klára og það tókst. Forsætisráðherra sagði í Silfri Egils að þinginu væri í lófa lagið að klára frumvarp til nýrrar stjórnar­ skrár í vetur, byggt á tillögum stjórn­ lagaráðs, og leggja það fullbúið fyrir þjóðina samhliða alþingiskosningum í vor. Vona ég sannarlega að sá verði gangurinn. Atkvæðagreiðslan um helgina endurspeglar eindreginn vilja þjóðar­ innar til lýðræðisáttar og það ættu öll stjórnmálaöfl á Íslandi að taka til sín. Annað er ávísun á einangrun. Ég óska loks landsmönnum til hamingju með þennan merka áfanga og verði þinginu að góðu. Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 22. október 2012 Mánudagur Kjallari Lýður Árnason „Tilgangurinn var að klára verk sem Al- þingi var fyrirmunað að klára og það tókst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.