Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Qupperneq 22
Skemmtanagildið í fyrirrúmi
N
BA2K-leikirnir hafa notið
mikilla vinsælda meðal körfu-
boltaunnenda allt frá því að
þeir komu fyrst fram á sjónar-
sviðið fyrir margt löngu. Það er að
vísu ekki ýkja langt síðan ég hellti
mér á fullt í spilun þessara leikja. Það
var árið 2010, eða þegar NBA2K11
kom út. Sá leikur var nokkuð vel
heppnaður en NBA2K12, sem kom
út í fyrra, var þó betur heppnaður
enda reyna menn að bæta það sem
miður fer.
Nú er röðin komin að NBA2K13
sem er í rauninni eini nýi körfu-
boltaleikurinn á markaðnum þenn-
an veturinn. Leikurinn byggir á sama
grunni og forverarnir en spilunin
og stjórnun leiksins hefur þó verið
betrumbætt. Nú hefur Stjörnu-
helginni verið bætt við og hægt að
spila Stjörnuleikinn og fara í troðslu-
keppni svo dæmi séu nefnd. Þetta er
lífleg nýjung sem gerir leikinn betri
fyrir vikið. Þá er My Player Mode
á sínum stað, en ber nú heitið My
Career. Ég hef mest gaman af þess-
um hluta leiksins; búa til leikmann,
fara í nýliðavalið, semja við lið og
bæta leikmanninn hægt og bítandi
þangað til hann verður besti körfu-
boltamaður sögunnar. Möguleik-
arnir í spiluninni eru margir og fjöl-
breytilegir og það er það sem heillar.
Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi
í leiknum.
Þó að leikurinn sé á heildina
litið góður eru smávægilegar gallar
sem vert er að nefna. Valmyndin (e.
menu) er eitthvað sem hefur truflað
mig í spilun NBA2K-leikjanna. Hún
er of flókin og ruglingsleg og á köfl-
um veit maður ekkert hvað maður er
að gera eða hvert maður er kominn.
Gervigreindin hefur batnað með ár-
unum en NBA2K-leikirnir eru þrátt
fyrir það langt á eftir til dæmis FIFA-
leikjunum hvað hana varðar. Dæmi:
leikmenn henda sér ekki beinlínis á
eftir boltum þegar þeir eru á leið út
af vellinum. Þá fer það í taugarnar á
mér hversu lengi leikmaðurinn sem
þú stjórnar er að koma sér í stöðu
eftir að hafa reynt að komast inn í
sendingu. Grafíkin er á heildina litið
góð en vissulega eru gallar hér og þar
eins og í öllum leikjum.
NBA2K13 er góður leikur fyrir þá
sem hafa gaman af körfubolta. Það
hefði þó verið gaman að sjá meiri
framfarir frá NBA2K12. Það er hins
vegar skemmtanagildið sem skiptir
máli og leikurinn skilar sínu – og
rúmlega það – hvað það varðar. n
22 Menning 22. október 2012 Mánudagur
Ný plata frá
Valdimar
Ný plata frá hljómsveitinni Valdi-
mar kemur formlega út mið-
vikudaginn 24. október og ætlar
hljómsveitin að fylgja henni eftir
með tónleikum. Ef marka má
nýjustu færsluna á fésbókarsíðu
Valdimars þá er mikill spenn-
ingurinn í mannskapnum og geta
þeir ekki beðið eftir því að kom-
ast út á land að halda tónleika.
Platan nefnist Um stund og er
hægt að nálgast í forsölu á tonlist.
is. Hljómsveitin er að vonum stolt
af nýja stykkinu en lög af plötunni
eru nú þegar komin í spilun við
góðar undirtektir. Lagið Sýn trónir
nú til að mynda á toppi vinsældar-
lista Rásar 2.
Intouchables
slær öll met
Fleiri hafa séð frönsku kvik-
myndina Intouchables í kvik-
myndahúsum hér á landi en
nokkra aðra mynd á þessu ári.
Rúmlega 64 þúsund manns hafa
nú séð myndina og tók hún fram
úr Batman-myndinni The Dark
Knight Rises í síðustu viku. Fyrir
nokkru var hún búin að slá ræki-
lega öll met yfir kvikmyndir sem
hvorki eru á íslensku né ensku og
er orðin langaðsóknarmesta mynd
í þeim flokki frá upphafi.
Intouchables hefur verið sýnd
í kvikmyndahúsum mánuðum
saman og þurftu bíóhúsin á
tímabili að bregða á það ráð að
fjölga sýningum til að anna eftir
eftirspurn bíógesta eftir myndinni.
Nýjar íslenskar
barnabækur
Edda Heiðrún Backman leikkona
og Þórarinn Eldjárn rithöfundur
hafa gefið saman út tvær barna-
bækur sem nefnast Ása og Erla
og Vaknaðu Sölvi. Þórarinn ritar
sögurnar í bundu máli og Edda
Heiðrún myndskreytir. Edda þjáist
af MND-sjúkdómnum og notaði
munninn til að mála myndirnar,
en þær eru ótrúlega fínlegar og
skemmtilegar. Allur ágóði af sölu
bókanna rennur til til Hollvina
Grensásdeildar. Það er Forlagið
sem gefur bækurnar út.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Tölvuleikur
NBA 2K13
Tegund: Körfuboltaleikur
Spilast á: PS3
Fínasta skemmtun NBA2K13 er ekki
gallalaus en þrátt fyrir það hin ágætasta
skemmtun.
Lausn gegn
andLeysinu
L
jósmyndun varð öllum að-
gengileg um miðja síðustu öld.
Nýjasta þróun mála er sú að
nánast allir eru myndasmið-
ir (ekki má víst kalla þá ljós-
myndara). Margir eiga fullkomnar,
stafrænar myndvélar og myndir úr
farsímum eru betri en nokkru sinni.
Í meginatriðum hefur ekkert breyst
við sjálfa myndatökuna. Svipaðir hlut-
ir eru eftirsóttir í myndbyggingu og
lögmál ljóss, lokarahraða og ljósops
eru þau sömu og alltaf.
Í hvetjandi tón
Forlagið hefur gefið út bókina Staf-
ræn ljósmyndun – skref fyrir skref,
eftir Tom Ang. Bókin er yfirgrips-
mikil, 360 blaðsíður, og fjallar um
alla helstu þætti ljósmyndunar, allt
frá tækjabúnaði og notkun að nálg-
un við myndefni og sölu og mark-
aðssetningu ljósmynda.
Sennilega er ekki svo galið að gefa
út slíka bók. Markhópurinn er stór og
afar margir virðast eiga myndavélar
sem þeir eiga eftir að læra betur á, að
eigin sögn.
Umfjöllun um myndavélarnar
sjálfar, tölvurnar og forritin er
nauðsynleg, en á jafnframt á hættu að
úreldast hratt vegna tækniframfara.
Stærstur hluti bókarinnar fjallar hins
vegar um þá þætti ljósmyndunar sem
breytast síður.
Bókin er skrifuð í hvetjandi tón.
Höfundurinn gerir grein fyrir flestum
grundavallarreglum ljósmyndunar en
gerir líka grein fyrir mikilvægi þess að
brjótast úr viðjum vanans; fullkomn-
ar myndir, bjartar, skarpar og tækni-
lega frábærar eru
hreint ekki alltaf bestu myndirnar.
Snemma á fætur
Það er líka athyglisvert að sjá höf-
undinn ráðast með einföldu lagi að
alvarlegum efnum á borð við hug-
myndastíflu ljósmyndarans. Það virð-
ist kjánalegt í fyrstu að lesa stuttar lýs-
ingar á því að skort á hugmyndum
megi leysa með því að vakna snemma
og leysa úr einföldum verkefnum með
skipulegum hætti. En auðvitað er
sannleikskorn í þessu.
Í bókinni eru líka gefin verkefni,
sem reyndar eru misjafnlega mark-
viss. Þau má engu að síður nota sem
umhugsunarefni.
Í bókinni eru svo ágætis greinar um
stafræna vinnslu ljósmynda í ýmsum
forritum. Auðvitað verður hver og einn
að gera upp við sig hve langt skal geng-
ið í eftirvinnslu ljósmynda, en þarna
ættu áhugasamir mynda smiðir að
finna eitthvað til þess að spreyta sig á,
ásamt ýmsum nauðsynlegum tækni-
legum upplýsingum.
Það eru margar leiðir færar til þess
að sjálfmennta sig í stafrænni ljós-
myndun og mikið af efni er aðgengi-
legt á netinu. Það er hins vegar óneit-
anlega þægilegt að hafa uppflettirit við
höndina. Bók sem áhugasamir ættu að
geta flett upp í, aftur og aftur.
Vandasöm þýðing
Þýðingin á bókinni virðist á köflum
stirð. Erfitt er samt að segja til um
hvort vandinn liggur í frumtextanum
eða þýðingunni. Oft verða alþekkt
ensk tækniorð óþjál á íslensku.
Setningar á borð við: „Sambandið
við þann sem þú myndar má ráða af
fjarlægðinni (persónuleg nánd er til
vitnis um samvinnu) og augnsam-
bandi (sem sýnir traust). Hér eru tökur
flugunnar á veggnum, þar sem menn
virðast ekki taka eftir myndavélinni,
ekki sannfærandi, breitt bros heillar og
besta útkoman fæst ef nándin er slík
að myndin verður margræð,“ hljóma
samhengislausar og illskiljanlegar.
Betur hefði farið á því að reyna að kalla
þarna fram skýrari hugsun. Sem betur
fer er bókin þó ekki undirlögð slíkum
gátum.
Þeir Arngrímur, Lárus og Örnólfur
Thorlacius gerðust brautryðjendur í
þýðingum á tækniorðum ljósmyndun-
ar í svipaðri bók Ljósmyndabókinni,
sem kom út árið 1982. Sú bók hefur til
að bera einfaldan og skýran texta sem
mætti að ósekju byggja á í nútíma þýð-
ingum.
Bókin Stafræn ljósmyndun – skref
fyrir skref er yfirgripsmikið uppfletti-
rit sem fjallar um fjölmarga þætti ljós-
myndunar og hefur alla burði til að
nýtast áhugasömum vel. n
sigtryggur@dv.is
Sigtryggur Ari Jóhannsson
sigtryggur@dv.is
Bækur
Stafræn ljósmyndun
– skref fyrir skref
Ritstjóri: Tom Ang
Útgefandi: Forlagið
„… fullkomnar myndir,
bjartar, skarpar og tækni-
lega frábærar eru hreint ekki
alltaf bestu myndirnar