Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Blaðsíða 25
Fólk 25Mánudagur 22. október 2012 Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur T alað hefur verið um að leikarinn Joaquin Phoenix eigi möguleika á Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Master, en sjálf- ur hefur hann engan áhuga á því. Eða verðlaunun- um yfir höfuð og hafði um það stór orð í viðtali nýlega. „Mér finnst þetta kjaftæði. Þetta er algjört rugl og ég vil ekki taka þátt í þessu. Ég trúi ekki á þetta. Tilnefn- ingin er ákveðin gulrót en þetta er bragðversta gulrót sem ég hef smakkað. Fólki er att gegn hverju öðru og það er það heimskulegasta sem ég veit um,“ sagði Joaquin í viðtalinu, en hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á tónlistarmanninum Johnny Cash í kvikmyndinni Walk the Line á sínum tíma og segir það hafa ver- ið hræðilega lífsreynslu sem hann vilji ekki ganga í gegnum aftur. Ý mislegt bendir til þess að Justin Timberlake og Jessica Biel ætli sér að ganga í það heilaga á Ítalíu á næstu dögum og láta lítið fyrir því fara. Heimildir slúður- pressunnar herma að brúðkaupið muni eiga sér stað í litlum bæ rétt fyrir utan Napólí, en það svæði mun eiga sérstakan sess í hjört- um þeirra beggja. Heimildum ber ekki saman um hvort brúðkaupið verði lítið og fámennt eða stórt og íburðarmikið. Sagan segir jafn- framt að brúðkaupsgestirnir viti í raun ekki enn nákvæmlega hvar athöfnin mun fara fram þrátt fyrir að vera komnir á hótel á svæðinu. Á von á stelpu H olly Madison, sem er lík- lega frægust fyrir að hafa verið kærasta Playboy- kóngsins Hugh Hefner, á von á stúlkubarni í mars. Holly sem er 32 ára hefur verið aðal- stjarnan í The Peepshow-sýn- ingunni í Las Vegas. Hún og kærastinn, skemmtistaðaeig- andinn Pasquale Rotella, virð- ast afar hamingjusöm. „Við erum svo ástfangin og teljum niður dagana þar til við hittum fallega barnið okkar,“ lét Rotella hafa eft- ir sér þegar fréttirnar um erfingj- ann bárust. „Ég get eiginlega ekki trúað hversu heppinn ég er.“ n Holly Madison hugsar allt í bleiku Hamingjusöm Holly á von á sínu fyrsta barni í mars. Óskarinn er „kjaftæði“ n Phoenix hefur lítinn áhuga á Óskarsverðlaunatilnefningu Bragðvond gulrót Joaquin Pheonix segir fólki att gegn hverju öðru með Óskarsverð­ launatilnefn­ ingum. Brúðkaup í vændum? n Ætla Justin Timberlake og Jessica Biel að gifta sig á Ítalíu? Brúðkaup? Heimildir slúðurpressunnar herma að brúðkaupið muni fara fram í litlu þorpi fyrir utan Napólí. Vill Obama Þ að hefur ekki verið neitt launungarmál að Bruce Springsteen er mikill að- dáandi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, en hann hefur nú opinberlega lýst yfir stuðningi við hann. Springsteen segir Obama hafa ver- ið við stjórn á tímum efnahagslegs glund- roða sem fyrri valdhafar skildu eftir sig, en hann hafi með hug- rekki, ákveðni og einbeitingu náð í gegn mörgum mikilvæg- um málum sem fjölmargir eru mjög þakklátir fyrir. „Að mínu mati er Obama forseti besti kosturinn því hann hefur þá sýn að við séum öll í þessu saman,“ segir Springsteen. „Að mínu mati er Obama forseti besti kosturinn Lýsir yfir stuðningi Bruce Spring­ steen hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Obama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.