Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 3. nóvember 2014 | SKOÐUN | 13 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Dubai & sigling um Persaflóann 14.-24. janúar 2015 Dubai – Muscat – Khasab – Abu Dhabi – Dubai Frá kr. 319.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga. Spennandi sigling með allt inni- falið og tækifæri til að skyggn- ast inn í annan menningarheim og skynja dulúðina, upplifa kryddlyktina, ilminn af jasmínolí- unni, sérkennilega tónlistina og framandlegan lífstaktinn. Sam- einuðu Arabísku furstadæm- in eru sjö talsins og liggja við strönd Arabíuskagans við aust- anverðan Persaflóa. Dvalið er 2 nætur í Dubai og siglt þaðan til Óman en þar er stoppað í höfuðborginni Muscat. Þaðan er siglt til Khasab sem er lítið friðsælt fiskiþorp. Þá er siglt til Abu Dhabi sem er höfuðborg furstadæmanna en siglingin endar í Dubai. Bókaðu fyrir 17. nóvember 2014. Heimssigling 2016 6. janúar - 25. apríl 2016 Ítalía – Frakkland – Spánn – Grænhöfðaeyjar – Brasilía – Úrúgvæ – Argentína – Chile – Polynesía – Samoaeyjar – Nýja-Sjáland – Ástralía – Indland – Dubai – Oman – Jórdanía – Ísrael – Egyptaland – Sikiley Frá kr. 1.880.000 á mann í tvíbýli í klefa án glugga Sannkölluð draumasigling til 38 framandi áfangastaða í 20 lönd- um með lúxusskipinu Costa Luminosa. Meðal annars er siglt til Brasilíu, Argentínu, Úruguay, Chile, Nýja-Sjálands, Ástralíu, Indlands, Dubai og Egypta- lands. Staðir sem flesta dreymir um að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Það er afar þægilegt að innrita sig á 5 stjörnu lúxusskip sem flytur svo farþega sína heimshorna á milli á meðan þeir njóta alls hins besta í mat og drykk á leiðinni. Allur aðbúnaður um borð í Costa Luminosa er einstaklega góður og sannkölluð veisla í mat, drykk og afþreyingu frá morgni til kvölds. Örfáir klefar í boði. Bókaðu fyrir 23. nóvember 2014. E N N E M M / S IA • N M 65 22 5 Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Á Íslandi er áberandi gróska í tónlistarlífinu. Í hverjum mánuði er haldinn fjöldi tónleika, sérstaklega á höfuðborg- arsvæðinu. Tónlistar- skólar eru afar margir. Sjálfsagður hlutur þykir að senda börn í tónlist- arnám. Slíkt nám getur borið ríkulegan ávöxt. Það sannaðist er Björk Guðmundsdóttir kom Íslandi á sínum tíma á kort tón- listarheimsins svo um munaði. Aðrir hafa fetað í fótspor henn- ar. Þar á meðal er Sigur Rós og Of Monsters and Men. Air- waves-hátíðin vekur líka mikla athygli og þegar hún er haldin koma hingað erlendir umboðs- menn og blaðafólk í leit að stjörnum morgundagsins. Íslendingar eru því montn- ir af tónlistarmenningu sinni. Í gamla daga höfðum við bara fornbókmenntirnar til að státa okkur af og landslagið sem mál- ararnir okkar kepptust við að mæra. Nú er það hins vegar að stórum hluta tónlistarfólkið sem ber hróður landsins um víðan völl. Hverjum skyldi það vera að þakka? Jú, tónlistarkennurum. Flestir af okkar frægu músík- öntum lærðu í tónlistarskólum. Þessir skólar eru því mikilvæg undirstaða tón- listar menningarinnar. Nú eru tónlistarkenn- arar sem eru innan Kennarasambandsins í verkfalli. Sveitarfélög og ríkið sömdu nýverið við kennara framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla. Við þessa samninga hafa tónlistarkennarar miðað svo árum skiptir. Þeir vilja núna sanngjarna leiðrétt- ingu á launum sínum til sam- ræmis við aðrar kennarastéttir. Þessa kröfu hefur samninga- nefnd sveitarfélaganna hunsað síðustu ellefu mánuði. Að sveitarfélögin skuli ekki bera meiri virðingu fyrir tón- listar kennurum er dapurlegt þegar haft er í huga mikilvægi tónlistarkennslu. Ímyndum okkur að það væri ekki tón- listarkennsla hér. Það þýddi að aðeins ómenntaðir tónlistar- menn héldu uppi tónlistarlíf- inu. Þeir allra metnaðargjörn- ustu kynnu vinnukonugripin á gítar, héldu takti á trommu- settið, gætu glamrað einhverja hljóma á píanó, spilað á greiðu og kannski sög í leiðinni. Engin sinfóníuhljómsveit eða ópera væri starfandi. Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men – hvaða lið er nú það? Orgelleikur þekktist ekki í jarðarförum eða brúðkaupum, kirkjutónlist væri kórsöngur þar sem hver syngi með sínu nefi. Áhugamannakór- ar væru til en ekki menntaður kórstjóri til að stjórna þeim. Eina tónlistin sem þjóðin hefði aðgang að væri á erlendum geisladiskum og Spoti fy. Íslensk tónlist væri óþekkt fyrirbæri og íslenskir tónlistarmenn líka. Hvernig menning væri það? Þið hjá sveitarfélögunum, hafið þið hugleitt þetta? Með því að samþykkja ekki eðlilegar launa- kröfur tónlistarkennara eruð þið að stuðla að því að tónlistar- kennsla verði miklu lakari en hún hefur áður verið. Við viljum ekki slíkt samfélag. Við erum menningarþjóð og þar skiptir tónlistin gríðarlegu máli. Ekki eyðileggja hana. Við erum menningarþjóð MENNING Jónas Sen tónlistarmaður og gagnrýnandi ➜ Íslendingar eru því montnir af tónlistarmenn- ingu sinni. Í gamla daga höfðum við bara fornbók- menntirnar til að státa okkur af og landslagið sem málararnir okkar kepptust við að mæra. Faraó-maurarnir hafa dreift sér um samfélagið. Þeir eru litlir, næstum ósýnilegir, fara um hratt í beinni röð, hver á eftir öðrum, staðfastir, ein- huga. Þeir éta allt en sólgnastir eru þeir í innviði. Þeir breiða út alls kyns sóttir á ferðum sínum: sinnuleysi, dáðleysi og ráðleysi, sundurlyndi og þras- girni, skammsýni, heimsku og sérgæsku, ótta og andúð á öðru. Þeir eru á sjúkrastofunum og elliheimilunum, í kennslustof- unum og sambýlunum; þeir eru á rannsóknarstofunum og þekk- ingarsetrunum, í söfnunum og listamannasjóðunum, í eftirlits- stofnununum og í sjávarbyggð- unum. Þeir eru í litlu fyrirtækj- unum og í þjónustustarfseminni og allri umönnun á vegum hins opinbera, þeir eru í öllu sem ekki er í eigu SÍS-herja. Faraó-maurarnir heita svo vegna þess að þeir koma skríð- andi út úr múmíum. Þeir koma úr gömlum og fúlum kompum. Þeir skríða upp úr daunillum grafhýsum dauðra hugmynda og innan úr múmíum löngu lið- inna faraóa – kalla sem réðu einu sinni öllu hér á landi en eru fyrir löngu orðnir að smyrling- um sem smjaðurtungur vildar- manna hafa skapað kringum þeirra eigin valdasýki og skort á sjálfsgagnrýni. Daglega senda gömlu faraó- arnir okkur sverm af iðandi maurum sem þramma af stað út í samfélagið til að éta innviði og eitra andrúmsloftið. Það er læknaverkfall Faraó-maurarnir. Þetta eru víst einhverjar pöddur sem fundust á dögunum á Landspítalanum. Ekki veit ég hvernig stendur á þessu undarlega nafni en óneit- anlega hljóta að vakna viss hug- renningatengsl við múmíur og draugagang. Við lifum á sér- kennilegum tímum. Okkur er sagt að hér sé hagvöxtur og allt sé jafnvel á uppleið – okkur er sagt að hér sé uppgangur; okkur skilst að við höfum það gott. Það kvað vera svo ódýrt að kaupa nuddpotta og kók. En aðallega finnst manni samt eins og við séum á fleygiferð; við séum á einhverri leið sem við vitum ekki hvert liggur en einhvers staðar þarna í þokunni sé hengi- flug. Það er læknaverkfall. Ekki eru gerðar rannsóknir á sjúku fólki sem skipt gætu sköpum um heill þess og hamingju. Ef gröfin gín ekki beinlínis við þá er ekki ráðist í aðrar aðgerðir en verk- fallsaðgerðir. Fólk þjáist. Veikt fólk fær ekki þá aðhlynningu sem við ætlumst til að það fái og það á heimtingu á að fá í landi þar sem ekki ríkir stríðsástand. Ríkir kannski stríðsástand? Eru einhver öfl í stríði við okkur almenning án þess að við áttum okkur fyllilega á því? Læknar fara að minnsta kosti ekki í verkfall fyrr en í fulla hnefana. Verkföll eru neyðar- brauð hjá hópum og það hversu þau færast í vöxt um þessar mundir er vitnisburður um það að sú láglaunastefna (með yfir- borgunum til útvalinna) sem áralangt samkomulag hefur ríkt milli „aðila vinnumarkaðarins“ um að skuli fylgt hér á landi, er að ganga sér til húðar og almenn laun þurfa að hækka hér veru- lega og verð á nauðsynjum að lækka að sama skapi. Tónlistarkennarar eru í verk- falli til að ná eyrum sveitar- félaganna um þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái sömu laun og aðrir kennarar og það er svo sannarlega illt til þess að vita að börnin fái ekki tónlistarkennslu sína, og margt í húfi þar hjá þjóð sem ekki hefur margt til að vera stolt af um þessar mundir – en hefur þó tónlistina sína sem þekkt er víða um heim. „Talaðu við mig eftir helgi“ Það er hábölvað að tónlistarkenn- arar séu í verkfalli því að blessuð börnin verða aldrei aftur á þeim aldri sem þau eru nú: en lækna- verkfall er á hinn bóginn óbæri- legt. Það er stríðsástand. Ekki fer á milli mála að eitt- hvað mikið þarf að hafa gengið á þegar læknar leggja niður störf: þeir hljóta að líta á núverandi fjármálafrumvarp sem stór- kostleg svik við gefin fyrir- heit þeirra flokka sem nú eru við stjórnvölinn og lofuðu stór- felldri uppbyggingu í heil- brigðismálum, átti raunar að vera forgangsmál. Fátt fréttist af byggingarmálum annað en sigrihrósandi framrás faraó- mauranna og skætingur hjá tals- mönnum fjárveitingarnefndar – og nú loðin loforð um að eitthvað gerist „á kjörtímabilinu“ sem er viðkvæði stjórnmálamanna sambærilegt við: „talaðu við mig eftir helgi“ hjá iðnaðarmönnum. Hjá æ fleirum eru teknar að vakna grunsemdir um að til standi að láta opinbera heil- brigðisþjónustu grotna niður til þess að einkarekin þjónusta geti tekið við af henni. Ekki dregur úr þeim grunsemdum að nýlega var tilkynnt um byggingaráform um einkaspítala í Kópavogi. Á meðan eru Faraó-maurarnir látnir vinna sitt hljóðlausa starf. Faraó-maurarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.