Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 16
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, HELGA ERLA ALBERTSDÓTTIR Njarðarvöllum 2, Njarðvík, lést á Hrafnistu í Njarðvík í faðmi fjölskyld- unnar, laugardaginn 25. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Albert B. Hjálmarsson Brynja Kjartansdóttir Lísbet Hjálmarsdóttir Gunnar I. Kristinsson Guðmundur Hjálmarsson Sveindís Skúladóttir Sigrún Albertsdóttir Eðvald Bóasson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, SKAFTI BJÖRNSSON lést mánudaginn 13. október á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hefur farið fram, þökkum samhug og hlýju. Innilegar þakkir til starfsfólks á H-1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir yndislega umhyggju og umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Hrafnistu. Árni Björn Skaftason Bryndís Erlingsdóttir Helga Árnadóttir Davíð Baldursson Hildur Árnadóttir Jóhann Hauksson önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Móðir okkar, INGER J. FRIÐRIKSSON áður til heimilis að Lönguhlíð 3 og Safamýri 34, lést þann 11. október sl. á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Bálför hennar hefur farið fram. Starfsfólki Markar og Lönguhlíðar er þökkuð góð umönnun. Hrefna og Hjalti Sölvabörn og aðrir aðstandendur. Hestamannafélagið Grani á Húsavík fagnar merkum tímamótum í dag, en hálf öld er síðan 20 hestamenn á Húsavík stofnuðu til félagsskapar um sameiginlegt áhugamál sitt. Frá 1964 hefur mikið vatn runnið til sjávar og félagsstarfið er í miklum blóma. Bjarni Páll Vilhjálmsson, stjórn- armaður í Grana, segir að tilefni til gleðskapar sé ærið, en félagsmenn ætli að láta sér duga að drekka saman kaffi í Miðhvammi laugar- daginn 15. nóvember. Með randalínu í munni fái félagsmenn að heyra eitt og annað um sögu Grana í máli og myndum. Ekki verður boðað til sér- staks afmælismóts eða slíks, enda svo margt á dagskrá félagsins að erf- itt væri að koma slíku við. „Við höldum úti öflugu starfi allt árið um kring. Mótahald er bæði að vetri og sumri – á vorin er mótahald og sameiginlegir reiðtúrar skipu- lagðir,“ segir Bjarni og bætir við að á Mærudögum hafa gæðingasýn- ingar verið vinsælar og á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní er teymt undir krökkunum á Húsavík, svo eitthvað sé talið af þeim fjölmörgu viðburð- um sem fylla viðburðadagatal Grana á hverju ári. Bjarni segir að mikil gróska hafi einkennt starf félagsins að undan- förnu. Ekki er langt síðan að ný og glæsileg reiðhöll var tekin í notk- un og nýr keppnisvöllur var vígður í vor leið, og ný hesthús hafa verið byggð. Öflugt félagsstarf kristall- ast kannski ekki síst í fjölgun félags- manna, en þeir eru um 130 talsins í dag sem er helmings fjölgun á síð- ustu fimm til sex árum. „Það sem hefur verið grundvöll- urinn að öllu okkar starfi er öflugt æskulýðsstarf, sem hefur verið í öndvegi hjá félaginu alla tíð. Síðustu 30 árin hefur verið reiðskóli á hverju sumri, og reyndar síðustu tíu, fimm- tán árin allt árið um kring. Það hefur skilað sér margfalt því kannski má segja að börnin sem sækja reiðskól- ann eigi heiðurinn af nýliðun félags- ins,“ segir Bjarni. Aðalhesthúsahverfi félagsins eru í Traðargerði, sem stendur norðan Húsavíkurbæjar, og í Saltvík sunn- an við bæinn. Þar er framtíðarupp- bygging Grana ráðgerð. Að sögn Bjarna geta nýrri hesthúsin í Salt- vík tekið við um 100 hrossum, en í Traðargerði er rými fyrir lítið eitt færri dýr. „Það eru líka tímamót í okkar starfi núna að það er að færast til Saltvíkur. Þar höfum við fengið úthlutað landi þar sem við munum byggja upp næstu 50 árin. Á teikni- borðinu eru fleiri hesthús, svo er verið að laga mikið af nýjum reið- leiðum hér í kring um Húsavík. Það má með sanni segja að það sé mjög mikil uppbygging hérna,“ segir Bjarni. svavar@frettabladid.is Grani öfl ugur eft ir 50 ár en er bara rétt að byrja Hestamenn á Húsavík fagna því að 50 ár eru frá stofnun Hestamannafélagsins Grana. Ný reiðhöll og keppnisvöllur eru í hendi, en frekari uppbygging er samt á teikniborðinu. GRANI Á FERÐINNI Ár frá ári hefur starfi félagsins vaxið fiskur um hrygg og næstu 50 árin eru félagsmönnum tilhlökkunarefni. MYND/GRANI Það sem hefur verið grundvöllurinn að öllu okkar starfi er öflugt æskulýðsstarf, sem hefur verið í öndvegi hjá félaginu alla tíð. Bjarni Páll Vilhjálmsson. MERKISATBURÐIR 1493 Kristófer Kólumbus kemur auga á eyjuna Dóminíku í Karíbahafinu. 1660 Kötlugos hefst og fylgja því mikl- ir jarðskjálftar og jökulhlaup. 1928 Tyrkir taka upp latneskt stafróf í stað þess arabíska. 1951 Íslenska kvikmyndin Nið- ursetningurinn eftir Loft Guð- mundsson er frumsýnd. 1968 Alþýðubandalagið er stofnað sem formlegur stjórnmálaflokkur en hafði starfað sem kosningabanda- lag síðan 4. apríl 1956. 1978 Megas heldur fræga tónleika í Menntaskólan- um við Hamrahlíð undir heitinu Drög að sjálfs- morði. 2007 Pervez Mush arraf lýsir yfir neyðar- ástandi í Pakist- an, fellir stjórnar- skrá landsins tíma- bundið úr gildi og rekur forseta hæstaréttar. Godzilla birtist í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu. Það var í mynd eftir hinn japanska Ishir Honda. Godzilla hefur allt frá þeim tíma verið á meðal þekktustu kvikmyndapersóna. Á alfræði- vefnum Wikipedia kemur fram að Godzilla hafi birst í tugum kvikmynda á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að karakterinn leit fyrst dagsins ljós. Þá hefur Godzilla einnig birst í tölvuleikjum, skáldsögum, teiknimyndasögum og sjónvarps- þáttaröðum. Þegar Godzilla leit fyrst dagsins ljós á hvíta tjaldinu voru einungis níu ár liðin frá því að kjarnorkusprengjum hafði verið varpað á Hiroshima og Nagazaki. Í fyrstu var því Godzilla talin vera myndlíking fyrir kjarnorkuvopn. Með tímanum hefur ásýndin þó breyst og á sumum stöðum birtist Godzilla sem hetja en á öðrum stöðum sem skrímsli. - jhh ÞETTA GERÐIST: 3. NÓVEMBER 1954 Godzilla verður til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.