Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 50
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 FRJÁLSAR Það er ekki bara Hand- knattleikssamband Íslands sem er óánægt með Laugardalshöllina. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á föstudaginn er Höllin barn síns tíma og stenst ekki lengur gæðastaðla alþjóðlegra kappleikja. Frjálsíþróttafólk er einnig mjög óánægt með hina nýju og glæsilegu frjálsíþróttahöll. Þó ekki aðstöðuna sjálfa, langt því frá. Frjálsíþrótta- höllin er í heims klassa að sögn Þrá- ins Hafsteinssonar, yfirþjálfara frjálsíþróttadeildar ÍR, en gallinn er afar takmarkaður aðgangur reyk- vísku íþróttafélaganna að höllinni. Meiri tími kostar pening „Hún er ekki opin nema fjóra tíma á dag frá klukkan 16-20 á virkum dögum og 09-14 um helgar. Tvo morgna er svo opið tvær klukku- stundir í senn, en höllin þyrfti að vera opin allan daginn,“ segir Þrá- inn í samtali við Fréttablaðið. Aðgangur að höllinni yfir sum- artímann er einnig miklu minni en þörf er á, að sögn Þráins. Opið er þrjá daga í viku tvo tíma senn í júní og lokað er í júlí og ágúst. Þá þurfa frjálsíþróttamenn að víkja fyrir öllum viðburðum sem hægt er að leigja húsið undir allan ársins hring nema seinni part janúar og í febrúar. „Vandamálið er, að þetta var byggt sem einkaframkvæmd og svo gerir borgin leigusamn- ing við rekstraraðila Hallar- innar. Fyrir einhverjum tíu árum var gerður samningur til 25 ára og innifalið í honum var þetta magn af tímum. Í hvert skipti sem við þurfum að fá rýmri opnun kostar það borgina meiri pening. Við erum að sækja á frek- ari opnun núna og höfum fengið ágætis viðbrögð frá þeim sem ráða í borginni,“ segir Þráinn sem finnst verst að horfa upp á aðstöðuna ónotaða svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. „Staðan er þannig að það er lítil leiga á þessu húsi fyrir utan árshátíðir og þannig lagað þannig að við horfum upp á aðstöðuna lokaða stærst- an hluta dagsins en samt eru vaktmenn í húsinu að sinna öðrum störfum. Engu að síður er lokað,“ segir Þráinn. Viljum nota Höllina í friði Yfir sex vikna inn- anhússkeppnistímabil er Höllin ekki leigð út fyrir árshátíðir og sýningar og fleira, en á öllum öðrum tímum þarf frjálsíþrótta- fólkið að víkja. Þá var hún t.a.m. lokuð fyrir frjálsar í þrjár vikur á dögunum þegar Evr- ópumótið í hópfimleikum fór fram. „Á meðan á lokun stóð voru 23 æfingaflokkar bara hjá ÍR send- ir út á gaddinn eða í aðstöðu sem engan veginn er boðleg. Æft var undir stúkunni á Laugardalsvelli, í fundarsalnum í Þróttarheimilinu, í danssalnum í ÍR-heimlinu eða þá að fólk fór á skauta eða í sund,“ segir Þráinn, en eðli málsins samkvæmt þurfa afreksmenn í frjálsum að æfa miklu meira við bestu aðstæður en í boði er. „Þeir þurfa að æfa tvisvar á dag, en við fáum bara tvo morgna sem er engan veginn nógu mikið. Þessir íþróttamenn þurfa bara að bjarga sér annars staðar úti í bæ og lyfta í World Class eða öðrum líkamsrækt- arstöðvum. Allt þetta á meðan við horfum upp á heims klassaaðstöðu ónýtta. Við erum rosalega ánægð með aðstöðuna eins og ég segi, en við viljum fá að nota hana miklu meira og það í friði frá árshátíðum og sýningarhaldi og slíku,“ segir Þráinn. Vont í mikilli samkeppni Á meðan liðin í Reykjavík þurfa að glíma við framangreind vandamál er félag eins og FH í frábærri stöðu með sitt eigið frjálsíþróttahús sem það hefur eðlilega mun meiri og betri aðgang að. „Það er komin mikil samkeppni í Hafnarfirði þar sem FH fær rýmri opnun fyrir sig. Við í ÍR deilum Höllinni ásamt Ármanni, Fjölni og KR. FH-ingar hafa mun betra aðgengi að sinni aðstöðu og þar ligg- ur munurinn. Við höfum haft þetta forskot á þau en nú getum við dreg- ist aftur úr í baráttunni,“ segir Þrá- inn Hafsteinsson. tomas@365.is Frjálsíþróttafólk lokað úti Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan aðgang að Laugardalshöllinni. Heimsklassaaðstaða ónotuð svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. Borgin þarf að borga fyrir fl eiri æfi ngastundir liðanna. LOKAÐ Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir það agalegt fyrir afreksfólk að geta ekki notað þá heims- klassaaðstöðu, sem frjálsíþróttahöllin býður upp á, tvisvar á dag. Hún er allt of mikið lokuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fanta- vel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síð- asta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við upp- skeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræð- um í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Frétta- blaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í raun- inni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um fram- tíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“ - tom Gæti þurft að pakka Kristinn Steindórsson heyrt af áhuga annarra liða. GOTT ÁR Kristinn skoraði átta mörk á tímabilinu í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdótt- ir, landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, varð um helgina norskur meistari með liði sínu Lilleström. Stöllur hennar lögðu Stabæk, 3-0, í hreinum úrslitaleik um Nor- egsmeistaratitilinn, en Stabæk var tveimur stigum á eftir Lille- ström fyrir leikinn. Guðbjörg, sem gekk í raðir norska liðsins frá Bayern Münch- en, sat á bekknum allan úrslita- leikinn en fagnaði með liði sínu vel og innilega þegar sigurinn var í húsi. - tom Guðbjörg með titil í Noregi MEISTARI Guðbjörg kom til Lilleström frá Bayern München. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GOLF Ólafía Þórunn Kristinsdótt- ir, kylfingur úr GR og Íslands- meistari í höggleik, tryggði sér keppnisrétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET-Evrópumótaröð kvenna í gær. Ólafía spilaði á öðru úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marokkó og lék lokahringinn á 75 höggum. Það var hennar næstbesti hringur en best spilaði hún á fyrsta degi, á 74 höggum. Í heildina var hún 19 höggum yfir pari. Ólafía þurfti að vera á meðal 29 efstu kylfinganna og það tókst. - tom Ólafía Þórunn komst áfram VEL GERT Ólafa Þórunn spilar á lokaúrtökumótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.