Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 54
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Hnotu- brjóturinn St. Petersburg Festival Ballet ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands Hrífandi jólaævintýri við tónlist eftir Tchaikovsky Heillandi sýning fyrir alla fjölskylduna Sýnt í Eldborg www.harpa.is/hbr Nánari upplýsingar í s: 528 5050, á midi.is og harpa.is Helmingsafsláttur fyrir 12 ára og yngri 21. nóvember kl. 19:30 Frumsýning 22. nóvember kl. 13:00 2. sýning kl. 17:00 3. sýning 23. nóvember kl. 13:00 4. sýning kl. 17:00 5. sýning „Já, það kom að því að þetta gerð- ist á gamalsaldri,“ segir kokkurinn Jóhann Helgi Jóhannsson. Hann ákvað að láta draum sinn rætast og opna veitingastaðinn Restó á Rauðarárstíg fyrir skömmu. Jóhann hefur síðustu tólf ár unnið í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og fyrir þann tíma var hann meira og minna í tíu ár hjá Rúnari Marvins- syni á staðnum Við Tjörnina og í einhvern tíma hjá Leifi Kolbeins- syni á La Primavera. „Þeir tveir, Rúnar og Leifur, eru mestu áhrifavaldarnir. Það sem ég hef verið að gera er það sem ég hef samsoðið úr visku þessara tveggja snillinga,“ segir Jóhann. Um 25 ár eru síðan hann útskrifaðist sem kokkur og er Restó fyrsti veit- ingastaðurinn sem hann rekur. En af hverju ákvað hann að láta slag standa núna? „Eigum við ekki að segja að þetta sé grái fiðringur- inn,“ segir kokkurinn og hlær. „Ég hef hugsað um þetta annað slagið en er í eðli mínu varfærinn og vil ekki hætta of miklu. Svo kom þetta upp í hendurnar á mér. Þetta var spurn- ing um að gera eina tilraun áður en ég yrði of gamall og sjá hvort ég gæti enn þá eldað á svona à la carte- veitingahúsi. Það er alveg rosalega skemmtilegt. Ég yngist upp um mörg ár við þetta,“ segir Jóhann. Hann rekur staðinn ásamt eigin- konu sinni, Ragnheiði Helenu Eð- varsdóttur. Þau tóku staðinn í and- litslyftingu en í húsinu var áður veitingastaðurinn Madonna. „Við tókum staðinn í gegn með berum höndum með aðstoð föður hennar. Þetta var ekki gert af mikl- um efnum en við erum mjög stolt af útkomunni.“ - lkg Kennir gráa fi ðringnum um opnunina Jóhann Helgi Jóhannsson opnar sinn fyrsta veitinga stað en hann útskrifaðist sem kokkur fyrir 25 árum. STOLTUR AF ÚTKOMUNNI Jóhann tók staðinn í gegn með konu sinni og tengdaföður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Máni Orrason er sautján ára íslenskur tónlistarmaður búsettur á Spáni. Hann gaf nýlega út smá- skífuna „Fed All My Days“ sem verður á plötunni hans „Repeating Patterns“ sem kemur út næsta vor. Lagið var tekið upp að hluta til hér heima í Stúdíói Sýrlandi og að hluta til á Spáni. Máni flutti tveggja ára gamall til Spánar fyrst, en níu ára kom hann aftur heim. „Ég bjó þá á sveitabæ nálægt Vík í Mýrdal og þó ég hafi aðeins búið þar í fjögur ár þá hafði þessi tími mikil áhrif á mig tónlistarlega séð. Ég var líka mikið í hestum á þessum tíma og mikið úti í nátt- úrunni svo það gaf mér innblástur líka,“ segir hann. Fjölskylda Mána er mikið í tónlist og hann segist hafa verið kominn með hljóðfæri í hendurnar aðeins eins árs gamall. Í dag er Máni á lokaári í menntaskóla ásamt því að vinna á fullu í tónlistinni. „Ég er að fara að taka upp myndband við smá- skífulagið og spila meira, meðal annars á tónleikum á Íslandi í des- ember. Markmiðið er auðvitað að standa sig á öllum sviðum og þetta er að ganga vel upp svona,“ segir hann. - asi Semur íslenska tónlist á Spáni Máni Orrason gefur út sína fyrstu plötu næsta vor, Repeating Patterns. NÓG AÐ GERA Ásamt því að vera á fullu í tónlist, er Máni að ljúka námi í menntaskóla. MYND/PEPA VALERO Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfar- ið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri segir að fyrir um ári hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merk- inu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríð- arlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitt- er og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassa- merkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggar- ana og verslanirnar merkja mynd- irnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka mynd- ir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí-fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg.“ Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30 til 40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Sví- þjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðl- um að þakka samhliða sterku vöru- merki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríð- arlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna. adda@frettabladid.is Vinsælar hjá tísku- bloggurum erlendis Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló&Indý, segir mikla möguleika á samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki og sá markaður fari sífellt stækkandi. MARKAÐSSETNING Í GEGNUM SAMFÉLAGSMIÐLA Guðrún Tinna Ólafsdóttir segir samfélagsmiðlana hafa leikið stórt hlutverk í markaðssetningu Ígló&Indý síðasta árið. Ég var líka mikið í hestum á þessum tíma og mikið úti í náttúrunni. Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Guðrún Tinna Ólafsdóttir. Ég tek kaffi latté fram yfir alla aðra drykki og mun sötra einn á Austur- velli klukkan fimm í dag. Guðríður Haraldsdóttir, blaðamaður MÁNUDAGSDRYKKURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.