Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Halldóra Geirsdóttir fatahönnuður, Brynja Emilsdóttir, fata- og textílhönnuður, og Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir, graf- ískur hönnuður, endurvinna plastpoka í fjölnota töskur og burðarpoka. Þær stefna á að opna vinnustofu þar sem þær kenna aðferðir við endurvinnslu en þær fengu hugmyndina þegar þær stunduðu allar nám í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. „Við sóttum námskeið í sam- félagslistum hjá Aileen Wilson, kennara frá Pratt Institute í Brooklyn, og hún kenndi okkur nokkrar aðferðir við endur- vinnslu,“ útskýrir Halldóra. „Við sjáum fyrir okkur að opna vinnustofu þar sem hægt væri að kenna til dæmis skóla- krökkum og atvinnulausu fólki þetta verklag til að endurvinna. Þá sjáum við einnig fyrir okkur að fá listamenn til að veita innsýn inn í sitt fag á vinnustofunni og að fá eldri borgara til að kenna handverk, kannski þekkingu sem annars myndi glatast. Þessa dagana erum að vinna í því að finna hentugt húsnæði.“ Aðferðina við að endur- vinna plastpokana segir Hall- dóra einfalda og á allra færi. Á hverju heimili safnist yfirleitt upp mikið magn plastpoka sem kjörið sé að umbreyta í fjölnota burðarpoka og sporna þannig við umhverfismengun. „Þetta getur verið mjög skemmtileg leið til að vekja börn til umhugsunar um um- hverfismál og skemmtilegt fjöl- skylduverkefni. Það væri vel hægt að sauma innkaupatösku handa afa og ömmu í jólagjöf með þessari aðferð. Það þarf bara að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn,“ segir Halldóra. FJÖLNOTA TÖSKUR ÚR PLASTPOKUM HEIMILI Þrír hönnuðir og mastersnemar í listkennslu við LHÍ ætla að opna vinnustofu þar sem kennd verður endurvinnsla. Fjölnota burðarpokar úr plastpokum eru fyrsta verkefni þeirra og segja þær aðferðina einfalda. ENDURVINNSLA Flottir burðarpokar úr gömlum plastpokum. FJÖLSKYLDUGAMAN „Þetta getur verið mjög skemmtileg leið til að vekja börn til umhugsunar um umhverfismál og skemmtilegt fjölskylduverkefni.“ Opið: RÝMINGARSALA í Háholti 23, Mosfellsbæ Allt að 60% afsláttur! Opið alla virka daga í nóvember kl. 13:00-18:00 Mirella ehf – heildverslun Háholt 23, 270 Mosfellsbær Sími: 586 8050 / Netfang: mirella@simnet.is Frábærar vörur í miklu úrvali Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is AÐFERÐ TIL ENDURVINNSLU ● Klippa þarf niður hliðarnar á plastpokanum og opna hann. Í sterkan burðar- poka þarf þrjú lög af plasti og má nota fleiri. ● Smjörpappír er lagður á strauborð og ofan á hann fara plastbútarnir, hver ofan á annan. Þá fer annað lag af smjörpappír ofan á plastið og svo er straujað varlega yfir yfir. Ekki hafa járnið of heitt. ● Úr þessu verður mjög sterkt efni sem er svo saumað saman, í tösku eða innkaupapoka. ● Til að fá breidd í botninn má leggja hliðarnar niður neðst við hornið og sauma þvert á. ● Hægt er að búa til höldur á pokann eða töskuna, til dæmis úr fjórum lögum af plasti. Höldurnar eru svo klipptar til og bræddar á pokann eða saumaðar á. ● Fólk getur raðað saman pokum að vild og leikið sér með liti og munstur eða texta. Einnig er hægt að leggja efni eða myndir á milli laga af glærum plastpokum, sem sést þá í gegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.