Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 44
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 20 LEIKLIST ★★★★ ★ Beint í æð Borgarleikhúsið Höfundur: Ray Cooney Leikstjóri: Halldóra Geirharðsdóttir Íslensk staðfærsla: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd og búningar: Helga I. Stefáns- dóttir Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Edda, Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þór- unn Arna Kristjánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Örn Árnason Farsar eru einstaklega erfitt list- form. Það er ekkert grín að svið- setja grín. Fara verður eftir öllum reglum, tímasetningar verða að ganga upp og leikararnir verða að vinna af einlægni annars er voð- inn vís. Beint í æð eftir Ray Coon- ey, frumsýnt síðastliðinn föstudag í Borgarleikhúsinu, uppfyllir ekki einungis ofanverðar kröfur heldur neglir þær. Hilmir Snær Guðnason leikur hinn taugaveiklaða Jón Borgar, yfirlækni á Landakoti sem er í þann mund að halda mikilvægustu ræðu starfsferils síns. Hann verður fyrir stöðugum truflunum frá starfs- fólki sem er á kafi að undirbúa litlu jólin, eiginkonunni sem er komin til að styðja hann og drykkfellda yfirmanninum sem krefst þess að ræðan verði óaðfinnanleg. En allt fer á annan endann þegar Díana Thors, leikin af Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, mætir á svæðið og tilkynnir Jóni Borgari að ástarævin- týri þeirra fyrir sautján árum hafi leitt til fæðingar sonar sem hann vissi aldrei af. Hilmir Snær ber sýninguna á herðum sér og er á sviði nær allan tímann. Þetta er kannski ekki hlut- verk sem áhorfendur eru vanir að sjá hann í en þetta er vonandi ekki hans síðasta á grínsviðinu. Hann er algjörlega frábær og gefur sig allan í hlutverkið frá fyrsta augna- bliki. Svitinn hreinlega bogar af honum á meðan hann reynir að fela sannleikann um soninn og ekki er hægt annað en að vorkenna hinum seinheppna Jóni. Það er stórgaman að sjá leikara skína í hlutverkum sínum og er Guðjón Davíð Karls- son alveg á heimavelli í hlutverki sínu sem Grettir Sig, taugaskurð- læknirinn sem býr ennþá heima hjá mömmu sinni. Hann er bráðfyndinn og finnur frábært jafnvægi á milli grínsins og einlægninnar. Slíkt er bara á færi fárra. Verkið er þýtt og staðfært af Gísla Rúnari Jónssyni sem sýnir ávallt nær óaðfinnanleg vinnubrögð. Staðfærslan er fyndin án þess að vera yfirþyrmandi og orðagrínið er oft á tíðum algjörlega frábært. Örn Árnason gerir sér lítið fyrir og hreinlega stelur senunni sem Mannfreð, elliæri sjúklingurinn sem dreymir um einkaherbergi á sjúkrahúsinu, helst með míníbar. Barátta hans við pottablóm og end- urteknar tilraunir til að stela áfeng- inu fyrir litlu jólin eru óborganlegar. Leikgervin, sem Árdís Bjarnþórs- dóttir hannar, eru virkilega vel gerð. Sigrún Edda Björnsdóttir er nánast óþekkjanleg sem Gróa, móðir Grett- is, og á stórskemmtilega innkomu í seinniparti verksins. Hönnun sýn- ingarinnar, sem er í höndum Helgu I. Stefánsdóttur, er að sama skapi virkilega vel gerð. Allur leikhópurinn stendur sig með prýði og er hópurinn firna- sterkur þrátt fyrir að það halli aðeins á leikkonurnar í sýningunni en Þórunn Arna Kristjánsdóttir á virkilega góða spretti sem stress- aði yfirdeildarhjúkrunarfræðing- urinn Jórunn. Sýningin dalar aðeins strax eftir hlé og tók nokkra stund fyrir leik- arana að ná upp sama tempóinu. Annars stjórnar Halldóra Geir- harðsdóttir sýningunni af mikilli nákvæmni og keyrir hana á ofsa- hraða með tilheyrandi hurðaskell- um og hlaupum. Hvert augnablik er nýtt til að kitla hláturtaugar áhorf- enda og stundum heyrðust varla orðaskil í leikurunum fyrir hlát- ursrokunum úti í sal. Þessi sýning á bara eftir að verða betri. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Sprenghlægilegur farsi sem á eftir að slá í gegn. Samgöngustofa - Ármúla 2 - 108 Reykjavík - Sími 480 6000 - samgongustofa.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -2 2 7 2 Standast hjólbarðarnir þínir breyttar reglur? Frá og með 1. nóvember þurfa vetrarhjólbarðar bifeiða að hafa minnst 3 mm mynstursdýpt yfir vetrartímann. Þannig aukum við öryggi í umferðinni og greiðum okkur öllum leið við erfiðar aðstæður. Aukin mynstursdýpt – okkar allra vegna 1. nóv. til 14. apríl - mynsturdýpt a.m.k. 3 mm 15. apríl til 31. okt. - mynsturdýpt a.m.k. 1,6 mm BÆKUR ★★★ ★★ Englaryk Guðrún Eva Mínervudóttir JPV-ÚTGÁFA Hvað verður um ofurvenjulega íslenska fjölskyldu í smábæ þegar þrettán ára unglingsdóttir ekki ein- ungis frelsast til trúar á Jesú Krist heldur segir blákalt frá því að hún hafi séð hann í eigin persónu og gengið með honum um erlenda borg dagspart á meðan fjölskyldan taldi hana týnda og leitaði hennar í ofboði? Þetta er spurningin sem blasir við í upphafi Englaryks, nýrr- ar skáldsögu Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur. Þeirri spurningu verð- ur ekki svarað á einfaldan hátt eða í einni svipan og málið vandast enn þegar barnið fer að útdeila gæsku sinni í þorpinu, meðal annars til fyllibyttu bæjarins og álappalegs unglingspilts sem henni virðist kyn- sveltur og útundan. Englaryk er fjölskyldusaga þar sem lesandinn fær að deila sjón- arhorni með öllum aðalpersónum sögunnar, Ölmu, foreldrum henn- ar, Jórunni og Pétri og eldri bróður. Þau sækja ráðgjöf, hvert í sínu lagi, hjá fjölskylduráðgjafanum Snæfríði sem reynist tengjast fjölskyldunni meira en þau grunar. Hún er gamall nemandi föður Péturs, fransks geð- læknis sem aðhylltist sálgreiningu og stranga vísindahyggju, afneit- aði allri yfirnáttúru en leitaði jafn- an skýringa á sálarmeinum fólks í bældri kynhvöt. Í fortíð fjölskyld- unnar og í samtímanum liggja marg- vísleg vandamál sem koma smám saman upp á yfirborðið, bæði í sam- tölum við ráðgjafann og í samskipt- um milli persónanna. Óvenjuleg unglingsuppreisn Ölmu verður til þess að draga fram ýmis- legt sem oftast liggur í þagnargildi, prestur þorpsins þarf að slökkva á fjarstýringunni í fermingarfræðslu og takast á við eigin efasemdir og hvorki hjónaband foreldranna né þroski unglingsbróðurins fara var- hluta af áhrifum Ölmu. Aðalpersón- an sjálf tekur líka út einhvers konar þroska og lýsing hennar er merki- leg og ótrúlega sannfærandi mynd af unglingi. Hún er óútreiknanleg, stundum óskiljanleg og skilur jafn- vel ekki sjálfa sig og hún fullorðn- ast ekki að ráði í sögunni. Þetta er hvorki hefðbundin þroskasaga þar sem unglingurinn uppgötvar sjálfan sig og er tilbúinn til að takast á við lífið né hefðbundið fjölskyldudrama þar sem allir endar eru hnýttir og vandamál leyst. Sagan öll ber þannig keim af aðal- persónunni. Hún veitir fá svör, er lesanda að einhverju leyti ráðgáta að lestri loknum og það er engin leið að vita hvað hún mun gera næst eða á hvaða leið hún er. Hún vekur spurn- ingar, um trú og trúarbrögð í sam- tímanum, um fjölskyldur, ábyrgð á náunganum og tengsl fortíðar og nútíðar, svörin við spurningunum – og hvort yfirhöfuð er hægt að leita þeirra – velta á lesandanum sjálfum. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Óvenjuleg fjölskyldu- saga skrifuð af miklu innsæi sem er – líkt og unglingurinn sem hún segir frá– óútreiknanleg og óviss um hvert hún stefnir. Opinberun unglingsstúlku GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR „Svörin við spurningunum– og hvort yfirhöfuð er hægt að leita þeirra– velta á lesandanum sjálfum,“ segir Jón Yngvi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen verður leiklesið í forsal Borg- arleikhússins mánudaginn 3. nóvember klukkan 10. Dúkku- heimili er jólasýning Borgarleik- hússins og fer Unnur Ösp Stef- ánsdóttir með aðalhlutverkið. Opnir samlestrar eru liður í að opna leikhúsið fyrir almenningi og bjóða leikhúsáhugafólki að fylgjast með frá byrjun æfinga. Fyrsta skrefið í æfingum leik- rita er svokallaður samlestur. Þá kemur starfsfólk saman, ásamt listrænum stjórnendum og leik- urum og lesa leikritið upphátt. Auk þess kynna leikstjóri, leik- mynda- og búningahöfundar hug- myndir sínar og fyrir vikið er fyrsti samlestur oft eins konar hátíðarsamkoma. Allir velkomnir og kaffi á könnunni. Dúkkuheimili leiklesið SKÍNA Í HLUTVERKUM SÍNUM Hilmir Snær og Guðjón Davíð fá góða dóma fyrir leik sinn. LEIKUR NÓRU Unnur Ösp Stefáns dóttir leikur Nóru í Dúkkuheimili Ibsens í jólasýningu Borgarleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kostulegur klassískur farsi MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.