Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 2
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Tóftirnar eru sokkn- ar og ógreinilegar og fólk gengur yfir þær. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands. SPURNING DAGSINS MENNING „Þetta er eiginlega ekki hægt eins og þetta er,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suður- lands, um ástand fornminja á Þingvöllum. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu 25. október síðastlið- inn uppgötvuðust steinhleðslur úr svokölluðum Kóngsvegi við lagfæringar á veginum að Pen- ingagjá á Þingvöllum. Kóngsvegur var lagður á árun- um 1906 og 1907 og liggur meðal annars framhjá Laugarvatni og að Geysi. Uggi Ævarsson segir minjar um hann sjást á stöku stað. „En þetta er óðum að hverfa og það er gaman að hafa sýnishorn af honum á Þingvöllum, einmitt á þessum stað,“ segir Uggi og minn- ir á að til sé ljósmynd sem sýnir Friðrik VIII Danakonung ríðandi í beygjunni við brúna. Uggi var ásamt landslagsarki- tekt og fleirum við Peningagjá á fimmtudag og þar hafi menn kom- ist á rekspöl með að finna út úr því hvernig hægt sé að ganga frá veginum þannig að kantsteinarnir séu sýnilegir. „Hugmyndin er að hafa járnrist eða plötu sem svífur yfir stígnum þannig að hægt verði að sjá kant- steinana til beggja handa. Þá er eins og maður sé að ganga eftir stígnum án þess að raska honum,“ lýsir Uggi mögulegri útfærslu. „Þetta er vandmeðfarið en það er alveg á hreinu að þessu verð- ur ekki mokað í burtu enda líta þjóðgarðsmenn á þennan fund jákvæðum augum,“ segir Uggi. Í tengslum við fréttir af hleðsl- unum sé komin fram dagbókar- færsla manns sem vann við Kóngsveg á þessum stað haustið 1906. Það varpi skemmtilegu ljósi á söguna. Uggi undirstrikar að ágangur ferðamanna sé vandamál víða á Þingvöllum og áhyggjuefni. „Það er mikill ágangur á Spöng- inni sjálfri og spurning um að loka þar í einhvern afmarkað- an tíma. Það er þjóðgarðsins að ákveða það en við vildum gjarnan mælast til þess vegna tófta sem eru þar. Tóftirnar eru sokknar og ógreinilegar og fólk gengur yfir þær,“ segir Uggi sem kveð- ur minjavernd á Þingvöllum hafa verið frekar pass ífa. „Menn hafa ekki viljað setja upp miklar girðingar og kaðla en hafa frekar reynt að láta stíga stýra umferðinni,“ segir Uggi. Það hafi ekki haft tilætluð áhrif nema að vissu marki. „En núna má segja að það sé vakning og við ætlum að taka höndum saman meira; við á Minjastofnun og þjóðgarðurinn,“ segir Uggi. Það sé ekki síst vegna umsóknar um að Þingvellir fari á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna vegna menningarminja frá víkingaöld. „Þannig að við ætlum að gera gangskör í þessum málum á Þingvöllum.“ gar@frettabladid.is Gestir troða minjar niður á Þingvöllum Stálbrú yfir stíg að Peningagjá er möguleg lausn á varðveislu minja um Kóngsveg frá 1907 sem fundust þar á dögunum. Minjavörður Suðurlands vill loka Spönginni tímabundið vegna fornra tófta sem ógnað er af miklum átroðningi ferðamanna. MONTENEGRO Hundruð manna vorum á götum Podgorica í Svartfjalla- landi í gær þegar Hinsegin ganga fór fram. Mikil öryggisgæsla var vegna göngunnar. Þetta er í annað sinn sem slík ganga fer fram í höf- uðborg Svartfjallalands. AFP-fréttastofan segir að gangan í gær hafi farið friðsamlega fram. - jhh Hundruð manna flykktust út á götur borgarinnar Podgorica: Hinsegin ganga í Svartfjallalandi GÆTIR ÖRYGGIS Þessi lögreglumaður var á vakt í göngunni. NORDICPHOTOS/AFP Ragnar, hitti Náttblinda í mark á fótboltavellinum? Já, ólíkt mér. Enda töpuðum við 13-1 Ragnar Jónasson rithöfundur spilaði í liði enskra glæpasagnahöfunda gegn skoskum. Leikurinn tapaðist, en á vellinum kynntist Ragnar breskum útgefanda og gefur nú út sína fyrstu bók á ensku. STJÓRNMÁL Skuldaleiðrétting rík- isstjórnarinnar verður kunn- gjörð á mánudaginn í næstu viku. Umsækjendur um skuldaleiðrétt- inguna geta kynnt séð niðurstöð- ur hennar daginn eftir. „Vinna við leiðréttinguna er á lokastigi og gengur vel. Það er verið að hnýta síðustu lausu endana. Gert er ráð fyrir að leiðréttingin verði kynnt opinberlega mánudaginn 10. nóvember og síðan birtist hún umsækjendum daginn eftir, þriðju- daginn 11. nóvember. Fólk á þá að geta séð allar upplýsingar um það hver niðurstaðan er við þeirra umsókn,“ segir Sigurður Már Jóns- son, upplýsingafulltrúi ríkistjórn- arinnar. Frestur til þess að sækja um skuldaniðurfellingu rann út 1. september síðastliðinn. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um skulda- niðurfellingu og að baki þeim eru um 105 þúsund manns. Gert er ráð fyrir að leiðréttingin muni kosta 80 milljarða sem dreifist á fjögurra ára tímabil. Upphaflega var gert ráð fyrir að niðurstöður skulda- leiðréttingarinnar lægju fyrir um miðjan október en það frestaðist. Með skuldaleiðréttingunni verða verðtryggð húsnæðislán færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þetta samsvarar um 13% leiðréttingu á vísitölu neyslu- verðs til verðtryggingar. Hámarks- fjárhæð niðurfærslu á heimili verður 4 milljónir króna, segir á heimasíðu forsætisráðuneytisins. - vh Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir vinnu leiðréttinguna er á lokastigi: Leiðréttingin kynnt eftir viku SIGMUNDUR DAVÍÐ Ríkisstjórn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar ætlar að kynna leiðréttinguna í næstu viku. KÓNGSVEGUR Kantsteinar úr hinum forna Kóngsvegi komu upp úr kafinu við lag- færingar á stígnum að Peningagjá á Þingvöllum. MYND/UGGI ÆVARSSON BJÖRGUN Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði var á laugardag kölluð út til aðstoðar breskum feðginum. Þau sátu föst í bíl sínum á Kaldadal ofan Húsa- fells. Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Lands- björgu höfðu þau farið inn á fjallveg sem var merktur ófær hjá Vegagerðinni. Í viðtali við RÚV segir Þór Þorsteinsson hjá björgunar- sveitinni að ekkert hafi amað að feðginunum. Þau hafi verið búin að spóla sig niður en getað haldið bílnum í gangi. Sagði hann að talsverður snjór hefði verið á þessum slóð- um en allt hefði gengið vel og björgunar sveitamenn komnir heim fyrir tíu. - vh Festust á ófærum fjallvegi: Bresk feðgin föst í Kaldadal FRAKKLAND Starfsmaður Sam- einuðu þjóðanna, sem sýktist af ebóluveirunni, hefur verið lagð- ur inn á sjúkrahús í Frakklandi. Sjúklingurinn sýktist í Síerra Leóne. Samkvæmt tilkynningu frá franska heilbrigðiseftirlitinu var starfsmaðurinn fluttur frá Síerra Leóne til Frakklands í sérútbúinni flugvél og er nú í einangrun á hersjúkrahúsinu í Saint-Mandé í París. Þetta er í annað sinn sem sjúkrahúsið fær ebólusjúkling til meðferðar. Um 5.000 manns hafa látist af völdum ebólunnar á undanförn- um mánuðum. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni voru flestir hinna látnu frá Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu. - vh Smitaðist í Síerra Leóne: Ebólusjúkur í Frakklandi HEILBRIGÐISMÁL Verkfall lækna heldur áfram í vikunni en á mið- nætti lögðu læknar á aðgerða- sviði og flæðissviði Landspít- alans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólarhringa. Aðgerðasvið spítalans held- ur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunar- þjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækn- ingasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einn- ig í tvo sólahringa. Geðsvið spít- alans sinnir meginstarfsemi sér- hæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Land- spítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrif- in verða á bráðamóttökur, öldr- unarþjónustu og skurðaðgerðir,“ segir Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Land- spítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minni háttar áverka þurft að bíða lengi og hugsan- lega þurfi að vísa slíkum tilfell- um annað. Hann óttast að sjúk- lingar muni finna meira fyrir áhrifum verkfallsins núna í vik- unni en áður. - gag Stjórnendur Landspítala reikna með miklu álagi á bráðamóttöku í Fossvogi: Áhrif verkfalls aukast í vikunni HEFUR ÁHYGGJUR Ólafur Baldursson segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttöku í Fossvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.