Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 12
3. nóvember 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Undanfarinn mánuð hafa tvö ungmenni frá Úganda hitt tilvonandi fermingarbörn á Íslandi og sagt þeim frá sjálfum sér og aðstæðum heima fyrir. Irene er 19 ára og Ronald er 25 ára. Þau búa á verkefnasvæð- um Hjálparstarfs kirkjunnar í Lyantonde og Sembabule. Irene hefur lokið framhalds- skóla og kennt í grunnskóla. Ronald hefur lokið tveggja ára háskólanámi í félags- ráðgjöf og starfað sem sjálfboðaliði að verkefnum okkar í þágu alnæmissjúkra og aðstandenda þeirra. Irene og Ronald hafa mætt á skrifstofuna hjá okkur á morgnana til að undirbúa sig fyrir samtal við íslensk fermingarbörn og þá hefur okkur gefist tækifæri til að kynn- ast þeim aðeins. Þau fara í tölvuna og eru á Facebook alveg eins og krakkarnir okkar og þau eru flinkari á öppin en miðaldra skrifstofufólk í henni Reykjavík. Þau eru eldklár og alveg eins og íslenskir krakkar með sína drauma og þrár um góða framtíð. Heima í Úganda eru aðstæður hins vegar töluvert öðruvísi en hér. Þrír yngri bræður bíða eftir að Irene komi heim en hún er höfuð fjölskyldunnar. Pabbi hennar lést af völdum alnæmis árið 2001 og mamma hennar dó eftir langvarandi veikindi árið 2011. Irene sér um að elda, fara eftir vatni og eldiviði ásamt því að þvo þvotta og þrífa heimili sitt og bræðra sinna. Ronald fer aftur heim til mömmu sinnar sem missti mann sinn úr alnæmi þegar Ronald var lít- ill strákur. Hann á þrjár systur og bróð- ur. Mamma Ronalds er HIV-smituð og við slæma heilsu. Það hefur því komið í hlut Ronalds og systkina hans að sjá um heim- ilið á uppvaxtarárunum. Irene og Ronald hafa lýst því hvern- ig vatnsskortur tafði fyrir skólagöngu þeirra. Þau eru hins vegar heppin þar sem þau búa á starfssvæðum Hjálparstarfsins. Irene lauk grunnskólanámi í skóla sam- starfsaðila okkar og fjölskylda Ronalds fór úr moldar hreysi í múrsteinshús með vatnssöfnunartanki með fjárstuðningi frá íslenskum almenningi. Tilvonandi fermingarbörn ganga í hús næstu daga og afla fjár til vatnsverk- efna okkar í Afríku. Með þínum stuðningi getum við tryggt fleirum aðgang að hreinu vatni. Irene og Ronald ht.is Næsta bylgja sjónvarpa er komin UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Philips Ambilight sjónvarp með Android stýrirkerfinu HJÁLPARSTARF Kristín Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar S umt fólk skilur ekki Jón Gnarr. Sumt fólk taldi og kannski telur hann enn óhæfan í há embætti. Sumt fólk amast við honum og finnur það honum meðal annars til foráttu að hann er ekki sérlega klár í gerð ársreikninga. Og jafnvel þá staðreynd að hann viðurkenni þegar hann veit ekki. Það er fátítt í íslenskum stjórnmálum. Þau okkar sem hlusta á Jón Gnarr og lesa það sem hann segir sjá stjórnmálamanninn Jón Gnarr. Í helgarblaði Frétta- blaðsins var viðtal við Jón, af því tilefni að langflestir sem tóku afstöðu til þess hvaða manneskju þeir vilja sjá næst í embætti forseta Íslands nefndu Jón langtum oftar en alla aðra hugsanlega kandídata. Jón Gnarr er pólitískur maður og enginn eftirbátur núverandi forseta eða annars áberandi fólks í samfélaginu. Í viðtalinu sagði Jón þetta meðal annars: „Það vantar sannarlega fleiri til að tala máli friðar og mann- réttinda á heimsvísu. Í átökum er alltaf um tvennt að velja; að slást eða tala saman. Að tala saman tekur oft lengri tíma og það þarf að kunna það, að slást er oft fljótvirkara og virðist árang- ursríkara en það er svo mikil skammtímalausn og mun dýrara til lengri tíma litið. Við erum enn að reyna að leysa eitthvað sem átti að leysa með vopnavaldi fyrir hundrað árum og víða er það orðið óleysanlegt. Þannig að jú, vissulega væri fulltrúi Íslands verðugur í því að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Við erum friðsamt land og eigum mikla friðarsögu.“ Í þessum orðum er mikill boðskapur og pólitík. Þeir kjósend- ur sem eru sömu skoðunar og Jón Gnarr hljóta að leggja fast að honum að hann gefi kost á sér. Vert er að hafa í huga að þetta er fyrsta könnunin sem gerð er um frambjóðendur í forsetakosn- ingunum sem verða vorið 2016. Skekkjumörk eru mikil en staða Jóns er mjög eftirtektarverð. Andstæðingar Jóns sem borgarstjóra fundu honum helst til foráttu að sinna ekki embættinu á sama hátt og þeir sem á undan fóru. Munurinn á honum og mörgum forverum hans er sá að hann steig upp úr stólnum sem sigurvegari. Hinu má ekki gleyma að Jón er ólíkindatól. Hér er sýnishorn úr viðtalinu við Fréttablaðið: „Ég hef ekki hugsað um þetta af neinni alvöru eða rætt málin við fjölskylduna eða mína nán- ustu. Þegar ég er spurður hvort ég útiloki ekki framboð vefst mér tunga um tönn. Fólk gæti alveg eins spurt hvort ég útiloki að verða kafari. Ég hef aldrei kafað og aldrei spáð sérstaklega í því en ég útiloka það alls ekki að verða kafari,“ segir Jón og hlær. „Ég veit nefnilega í rauninni ekki hvað starfið felur í sér eða hvað það gengur út á fyrir utan að mæta á frumsýningar og hlusta á skólakóra úti á landi.“ Næstu mánuði munu koma fram margar skoðanir á forseta- embættinu og tilvonandi frambjóðendum. Hvaða áferð á að vera á embættinu? Má breyta frá stífaðri hvítri skyrtu yfir í fyrrverandi pönkara með sixpensara? Jón Gnarr ræður miklu um aðra frambjóðendur: Má forsetinn vera með sixpensara? Stjórnlagaráðið að meika það Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær að víða væri horft til Íslands vegna stjórnlagaþingsins sem við héldum og sagði það vera fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Eiríkur sagði að stjórn lagaráð hefði gert mis- tök með því að hafa ekki sam ráð við Alþingi þegar það skrifaði drög að nýrri stjórnar skrá. Hann lagði til í þætt in- um að slembivalið borg araþing, með styrkri aðstoð sér fræðinga, byggði á þeirri vinnu sem hefði verið unn in, í sam starfi við þing menn, og kæm ist að niður stöðu í stjórn ar skrár- mál inu svo kallaða og þannig mætti finna farsæla lausn. Góðra vina fundur Svavar Gestsson og Vilhjálmur Egilsson hittust í Sprengisandi í gær. Af því tilefni skrifaði Vilhjálmur á Facebook: „Sit hér í augnablikinu á Sólvallagötunni í fram- lengdum morgunverði. Við Pála komum snemma til Reykjavíkur í morgun, ég til að mæta á Sprengisand hjá Sigurjóni Egils og Pála til að mæta í messu í Landakoti. Það er alltaf gaman að vera hjá Sigurjóni og ekki síst þegar gamall og góður félagi úr þinginu, Svavar Gestsson, er með í hópnum. Ýmis mál dekkuð. Ýmist sammála eða ósammála. En alltaf allt í góðu.“ Aukin vandræði Ekki sér fyrir endann hjá löggunni vegna svo kallaðrar Stasi-skýrslu Geirs Jóns Þórissonar fyrrverandi yfirlögregluþjóns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Til að freista þess að klóra yfir klúðrið hyggst löggan kalla alla nafngreinda í skýrslunni á sinn fund. Eða á annað hundrað manns. Geir Jón vann sam- an tekt á starfi lög reglu við mót mæli áranna 2008 til 2011. Eins og þekkt er var vegna mistaka hægt að lesa í gegn um yf ir strik un og fjar lægja yf ir strik un yfir texta úr staf rænu formi skýrsl unn ar, því sem var af hent fjöl miðlum. Per sónu vernd er á því að per sónu grein an leg ar upp lýs ing ar um ein stak linga hafi kom ist í hend ur óviðkom andi aðila. sme@frettabladid.is ➜ Heima í Úganda eru aðstæður hins vegar töluvert öðru vísi en hér. Þrír yngri bræður bíða eftir að Irene komi heim en hún er höfuð fjölskyldunnar. Pabbi hennar lést af völdum alnæmis árið 2001 og mamma hennar dó eftir langvarandi veikindi árið 2011.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.