Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 48
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 24 FÓTBOLTI Manchesterborg á Eng- landi er svo sannarlega blá þessa dagana. City-liðið fagnaði öðrum Englandsmeistaratitlinum á þrem- ur árum í vor og í gær tryggði liðið sér fjórða deildarsigurinn í röð gegn Manchester United, 1-0. Sergio Agüero skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik en þá voru liðsmenn United að spila einum færri. Þó Manchester United hafi nú aðeins innbyrt tvö stig í síðustu þremur leikjum má samt segja að liðið líti betur út en áður. Kraftur- inn í því er mun meiri og það legg- ur ekki árar í bát þó á móti blási. Það hafði í fullu tré við City-lið- ið í fyrri hálfleik þó heimamenn fengju betri færi. David De Gea varði allt hvað af tók í markinu og hélt leiknum á „núllinu“. En á 39. mínútu gerði Chris Smalling sig sekan um heimsku- pör. Miðvörðurinn hafði áður feng- ið klaufalegt gult spjald fyrir að hindra útspark Joe Hart og undir lok fyrri hálfleiks lét hann reka sig út af eftir að strauja niður James Milner. Svo sannarlega ákvörðun hjá Smalling sem tapar fótbolta- leikjum. „Í nágrannaleikjum þarftu að vera varkár. Seinna gula spjaldið var afar heimskulegt,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Man- chester United, í leikslok. „Ég sá ekki fyrra gula spjaldið, en dóm- arinn gaf það. Þegar þú ert á gulu spjaldi verðurðu að passa þig og stundum ræðurðu ekki við tilfinn- ingar þínar. Þetta var samt ekki mjög gáfulegt.“ Markið lá í loftinu hjá City í seinni hálfleik og datt inn eftir rúman klukkutíma. Sergio Agüero batt þá endi á fimmtán sendinga sókn heimamanna með skoti úr teignum eftir sendingu frá Gaël Clichy. Virkilega vel útfært mark hjá bláliðum. United gafst ekki upp og hefði getað jafnað metin þegar Rooney hélt að árið væri 2005 og hljóp af krafti nánast í gegnum tvo menn eins og hann gerði forðum daga. Hann aftur á móti hætti við skotið og sóknin rann út í sandinn. Hvað sem gestirnir úr rauða hluta borg- arinnar reyndu undir lokin komu þeir boltanum ekki í netið og þar við sat, 1-0. Manchester City heldur áfram baráttu sinni við Chelsea og spútn- iklið Southampton, en liðið er með 20 stig í þriðja sæti, sex stigum á eftir Chelsea. Manchester United er nú í níunda sæti með þrettán stig og þó spilamennska liðsins líti betur út gefur það lítið. - tom Chris Smalling skúrkurinn í Manchester-slagnum Sergio Agüero hetja Manchester City sem vann tíu leikmenn United 1-0 eft ir að Chris Smalling var rekinn út af í fyrri hálfl eik. SJÁUMST Michael Oliver vísar Chris Smalling af velli í fyrri hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Dagur Sigurðsson hafði betur gegn Patreki Jó- hannessyni, sínum gamla herbergisfélaga í íslenska landslið- inum þegar þeir mættust með lið sín Þýskaland og Austur- ríki í undankeppni EM 2016 í handbolta í gær. Leikið var í Austurríki. Lokatölur urðu 28-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-11 Þjóðverjum í vil. Uwe Gensheimer, hornamaður Rhein-Neckar Löwen, var frábær í liði Þýskalands, en hann skoraði alls tíu mörk. Patrick Wieneck gerði einnig vel, en hann skoraði sjö mörk. Robert Weber skoraði sex fyrir lærisveina Patreks, en fjórir leikmenn komu næstir; allir með þrjú mörk. Austur- ríki hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum gegn ógnarsterkum Spánverjum og Þjóðverjum. Þýskaland er með með fullt hús stiga, en liðið vann Finnland í fyrsta leiknum. - ail Dagur hafði betur gegn Patreki SPORT ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN NEWCASTLE - LIVERPOOL 1-0 1-0 Ayoze Pérez (74.) ARSENAL - BURNLEY 3-0 Alexis Sánchez (70.), 2-0 Calum Chambers (72.), 3-0 Alexis Sánchez (90.). CHELSEA - QPR 2-1 1-0 Oscar (32.), 1-1 Charlie Austin (62.), 2-1 Eden Hazard (76. víti). EVERTON - SWANSEA 0-0 HULL - SOUTHAMPTON 1-0 0-1 Victor Wanyama (3.). LEICESTER - WBA 0-1 0-1 Esteban Cambiasso (90. sjálfsmark). STOKE- WEST HAM 2-2 1-0 Victor Moses (33.), 2-0 Mame Biram Diouf (56.), 2-1 Enner Valencia (60.), 2-2 Stewart Downing (73.). MAN. CITY - MAN. UTD 1-0 1-0 Sergio Agüero (63.). ASTON VILLA - TOTTENHAM 1-2 1-0 Andreas Weimann (16.), 1-1 Nacer Chadli (84.), 1-2 Harry Kane (90.). STAÐAN: Chelsea 10 8 2 0 26-10 26 Southampton 10 7 1 2 21-5 22 Man.City 10 6 2 2 20-10 20 Arsenal 10 4 5 1 18-11 17 West Ham 10 5 2 3 19-14 17 Swansea 10 4 3 3 13-10 15 Liverpool 10 4 2 4 13-13 14 Tottenham 10 4 2 4 13-14 14 Everton 10 3 4 3 19-17 13 Man.Utd. 10 3 4 3 16-14 13 W.B.A. 10 3 4 3 13-13 13 Newcastle 10 3 4 3 11-15 13 Stoke 10 3 3 4 10-12 12 Hull 10 2 5 3 13-14 11 Aston Villa 10 3 1 6 5-16 10 C.Palace 9 2 3 4 13-16 9 Leicester 10 2 3 5 11-16 9 Sunderland 9 1 5 3 8-17 8 Q.P.R. 10 2 1 7 9-20 7 Burnley 10 0 4 6 5-19 4 UNDANKEPPNI EM 2016 SVARTFJALLAL. - ÍSLAND 25-24 (14-12) Svartfjallaland - Mörk (skot): Vuko Borozan 10 (15), Nemanja Grbovic 5 (7), Bogdan Petricevic 3 (3), Milos Vujovic 3 (5), Mirko Radovic 1 (1), Bozo Andjelic 1 (1), Stefan Cavor 1 (3), Fahrudin Melic 1 (3/1). Varin skot: Rade Mijatovic 11 (33/2, 33%), Vuko Borilovic 3 (5, 60%). Ísland - Mörk (skot): Alexander Petersson 8 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 4/1 (7/1), Þórir Ólafsson 3 (4), Guðjón Valur Sigurðsson 3/1 (8/1), Arnór Atlason 2 (5), Björgvin Hólmgeirsson 2 (5), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Kári Kristján Kristjánsson 1 (2). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8/1 (27/1, 30%), Björgvin Páll Gústavsson 3 (9, 33%). HANDBOLTI Fram þurfti ekki að hafa mikið fyrir sjöunda sigrinum í röð í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina, en Fram-liðið vann öruggan sigur á nýliðum ÍR, 34-24. Sigurbjörg Jóhannsdóttir var marka- hæst Framara með ellefu mörk. Fram-liðið hefur farið frábærlega af stað, en það lagði Gróttu í topp slagnum um síðustu helgi og myndaði með því tveggja stiga bil á milli sín og Seltirninga. Fram mætir Val í næstu umferð, en Valskonur unnu Fylki, 26-21, um helgina eftir að vera undir í hálfleik, 13-11. Kristín Guðmundsdóttir fór á kostum fyrir Val og skoraði tíu mörk. ÍBV og Stjarnan taka áfram fullan þátt í toppbaráttunni; Eyjakonur með tólf stig rétt eins og Grótta, tveimur stigum á eftir Fram og Stjarnan með tveimur stigum minna. Eyjakonur komust í hann krappan gegn KA/Þór á Akureyri þar sem þær sluppu með eins marks sigur, 26-25. Norðankonur voru marki yfir í hálf- leik, 15-13. Martha Hermannsdóttir skoraði þrettán mörk fyrir heimaliðið en Telma Amado og Vera Lopes átta mörk fyrir ÍBV. Fram er efst í deildinni með fjórtán stig eftir sjö leiki. - tom Fram áfram með fullt hús stiga 11 MÖRK Sigurbjörg Jóhannsdóttir var frábær í liði Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta nýttu ekki meðbyrinn eftir sautján marka sigurinn á Ísrael í miðri viku þegar liðið tapaði fyrir Svart- fjallalandi, 25-24, í öðrum leik liðs- ins í undankeppni EM 2016 í Bar þar ytra í gær. Strákarnir slegn- ir niður á jörðina með óþarfa tapi gegn liði sem Ísland á að vinna á góðum degi. En það er einmitt málið; í gær var ekki í heildina góður dagur hjá íslenska liðinu. Alexander Petersson, sem var veikur fyrir leikinn, reið á vaðið og skoraði fyrstu fjögur mörk Íslands sem komst í 4-1. Útlitið gott og í heildina skoraði Alexander átta mörk í níu skotum. Smá veikindi stöðva ekki mann sem hefur spilað rúman hálfleik á stórmóti kjálka- brotinn. Þessa góðu byrjun náði íslenska liðið ekki að nýta heldur jöfn- uðu Svartfellingar fljótlega, 6-6, og voru yfir í hálfleik, 14-12. Í seinni hálfleik komst Svartfjalla- land mest í 18-13 en okkar strákar svöruðu og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-23, þegar fimm mínútur voru eftir. Guðjón Valur Sigurðsson gat jafnað metin í 24-24 úr hraðaupp- hlaupi en lét verja frá sér. Guð- jón var afar ólíkur sjálfum sér í þessum leik og fór illa með mörg dauðafæri. Heimamenn komust í 25-24 en Ísland fékk eitt hraðaupp- hlaup til viðbótar til að jafna metin þegar tíu sekúndur voru eftir. Arnór Atlason bar upp boltann en þegar hann sá engan mann laus- an ákvað hann að skjóta úr erfiðri stöðu. Skotið beint í varnarmann og tap staðreynd. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka for- ystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gærkvöldi, en með tveggja marka sigri á Svartfelling- um í Laugardalshöll myndu okkar strákar verða fyrir ofan þá í riðl- inum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færa nýtingin sem fór með þetta hjá okkur í leiknum. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn var ánægð- ur með varnarleikinn til að byrja með en fannst þó ýmislegt vanta upp á og þá var hann of kaflaskipt- ur þegar litið er til alls leiksins. „Þeir voru ráðalausir í sóknar- leiknum og við eigum að geta refs- að betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörn- ina svona lengi því þeir fengu allt- af tvöfaldan séns á öllu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig að í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ tomas@365.is Slegnir niður á jörðina í Bar Karlalandsliðið í handbolta náði ekki að fylgja eft ir stórsigrinum gegn Ísrael í miðri viku þegar liðið mætti Svartfj allalandi ytra í gær. Heimamenn unnu, 25-24, í leik þar sem tæknifeilarnir fóru með okkar menn. VEIKUR Alexander Petersson var veikur fyrir leikinn en skoraði samt átta mörk í níu skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Svartfellingar voru ekki beint gestirisnir í aðdraganda leiksins, en íslenska liðið var látið æfa í handónýtum og úr sér gengnum sal þar sem ummerki um leka mátti sjá á veggjunum og þá voru körfur fyrir framan mörkin sem ekki var hægt að færa. „Ég man ekki eftir því að hafa lent í svona. Við ákváðum samt ekkert að láta þetta trufla okkur og héldum allri einbeitingunni á leiknum. Höllin sem við spiluðum í var góð en hitt húsið var ekki boðlegt,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. „Svartfellingarnir hringdu í okkur þegar við vorum að leiðinni og sögðu að við gætum ekki æft í höllinni sem keppt var í því það var körfuboltaleikur í gangi um kvöldið. Okkur var þá boðið að æfa í þessum skólasal sem okkur var sagt að væri notaður í deildinni þarna. Ég get ekki ímyndað mér að þarna séu spilaðir deildarleikir í nokkru,“ sagði Aron. Æfingaaðstaða Íslands til skammar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.