Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 6
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 – Reykjavík – Akureyri – E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 STÓLADAGAR FULL BÚÐ AF NÝ JUM OG FALLEGUM BARS TÓLUM DALLAS BARSTÓLL Svart, hvítt og brúnt leður. TILBOÐSVERÐ: 17.990 KR. Fullt verð 23.990 MATHILDE BARSTÓLL Svart, rautt og hvítt leður. TILBOÐSVERÐ: 19.990 KR. Fullt verð 27.990 PLUMP BARSTÓLL Svart, hvítt, fjólublátt og silfurlitt leður. TILBOÐSVERÐ: 13.990 KR. Fullt verð 19.990 AROS BARSTÓLL 4 litir. Stálfætur. Fullt verð 12.990 BAR AÐEINS 9.990 KRÓNUR! VEISTU SVARIÐ? 2011 3462011 165 2012 1752012 184 2013 552013 55 2014 62014 34 Fjöldi nýskráðra metanbíla Fjöldi breyttra ökutækja (metan) Heimild: Samgöngustofa. Fyrstu tíu mánuðir áranna. VERSLUN Nýskráningar metanbíla drógust saman um 82 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins sam- anborið við sama tíma árið 2012. Bifreiðum sem hefur verið breytt í metanbíla, og voru nýskráðar á þessu ári, fækkaði sömuleiðis en úr 175 í sex. Þetta kemur fram í tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt þeim hafa alls 34 nýskráðir metanbílar farið á götuna á árinu en á fyrstu tíu mánuðum 2012 voru þeir 184. Vinsældir bílanna halda því áfram að minnka en töluverður samdráttur var einnig í nýskrán- ingum í fyrra miðað við árin á undan. „Við höfum í fyrsta lagi rakið samdráttinn til þess að metan- bílum fjölgaði hér gríðarlega hratt á sama tíma og eldsneytið var einungis selt á einum útsölu- stað. Síðan fór hér í gang ákveðið gullgrafaraæði þegar bílum sem voru ekki hannaðir til að brenna metani var breytt í metanbíla. Þá komu upp ýmis vandamál og fúsk sem komu óorði á bílana að ósekju,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins. Olíufélögin Skeljungur, Olís og N1 hafa nú öll opnað metan- afgreiðslustöðvar á höfuðborgar- svæðinu og einnig var opnuð stöð á Akureyri í byrjun september. „Það er búið að bæta úr þessu og því bind ég vonir við að sala á metanbílum aukist aftur og að við nýtum áfram þetta eldsneyti sem við eigum hér bundið í ösku- haugum landsins í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið,“ segir Özur. Sigurður Ástgeirsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vélamiðstöðv- arinnar, sem hefur breytt bílum í metanbíla frá árinu 2006, tekur undir með Özuri um að aðgengi að metani hafi sett strik í reikn- inginn. „Hins vegar er ég ekki sam- mála því að ýmsum vandamálum í tengslum við breytingar á bílum Trúa enn á metanið þrátt fyrir mikið hrun Alls hafa 34 nýskráðir metanbílar farið á götuna á árinu sem er samdráttur um 82% frá 2012. Metanafgreiðslustöðvum hefur fjölgað á tímabilinu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins bindur vonir við að sala á bílunum eigi eftir að aukast. LÖGREGLUMÁL Tollgæslan vissi ekki af innflutningi Landhelgis- gæslunnar á byssunum frá Noregi fyrr en málið komst í fjölmiðla. Byssurnar voru vegna þessa innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Það er því ljóst að Land- helgis gæslan, sem fer með lög- gæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögform- legum leiðum með tilheyrandi toll- afgreiðslu. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá norska hernum sem staðfestu að um vin- argjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnin fallið niður en samkvæmt c-lið 8. grein- ar tollalaga eru undanþegnar slík- um gjöldum „gjafir sem ríki, sveit- arfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki“. - hmp Landhelgisgæslan lét ekki tollafgreiða byssurnar eftir hefðbundnum leiðum: Vissu ekki um innfluttar byssur 1. Hversu mikið greiða slitabú gömlu bankanna í opinber gjöld? 2. Hvenær var Barnahús stofnað? 3. Hvenær er gert ráð fyrir að boðað verkfall hefjist hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar? SVÖR 1. 35 milljarða króna. 2. Fyrsta nóvember 1998. 3. Tíunda nóvmber. INNSIGLAÐAR Byssurnar voru innsigl- aðar í síðustu viku. LÖGREGLUMÁL Skemmdarverk voru unnin í kirkjugarði Akur- eyjakirkju í Vestur-Landeyjum aðfaranótt sunnudags. Kirkjan er rúmlega hundr- að ára gömul sveitakirkja sem stendur nálægt félagsheimilinu Njálsbúð en þar var haldið sveita- ball á föstudagskvöld. Ballið var á vegum einkaaðila og grunur leikur á að það hafi verið einhverjir gestir af ballinu sem frömdu skemmdarverkin. Í samtali við visir.is segist kirkjuvörðurinn vera miður sín yfir og varla eiga orð til að lýsa hneykslun sinni. Legsteinum voru sparkað um koll, krossar skekktir, lýsing við kirkjuna skemmd og ljóskastari brotinn. Lögreglan á Hvolsvelli hefur beðið alla þá sem kunna að hafa vitneskju um hver eða hverjir voru að verki í kirkjugarðinum að koma upplýsingum til sín í síma 488-4110. - vh Legsteinum sparkað um koll og krossar skekktir. Lögregla leitar sökudólganna: Skemmdarverk í kirkjugarði NÝOPNUÐ Norðurorka á Akureyri og Olís opnuðu í september metanafgreiðslustöð sem getur séð 600 fólksbílum á ári fyrir eldsneyti. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN sé hér um að kenna. Það komu upp hin og þessi breytingarverk- stæði en þau voru öll undir eft- irliti Umferðarstofu og það var mikil vinna lögð í úttektir á þess- um bílum,“ segir Sigurður. „Menn gengu einfaldlega á vegg því metanið var mjög ódýrt eftir hrun, í samanburði við bensín, og þess vegna fjölgaði metanbílum mjög hratt á sama tíma og dælun- um fjölgaði ekki. Við byrjuðum því kannski öll á vitlausum enda en nú er nýtt upphaf og ég held að það sé nú komið að bílaumboð- unum að svara kalli þeirra fyrir- tækja sem hafa fjárfest í þessu.“ haraldur@frettabladid.is SKEMMDARVERKIN Eins og sjá má á myndunum var aðkoman eftir skemmdar vargana skelfileg. VIÐSKIPTI Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, mun veita markaðsverðlaun ÍMARK 2014 á Hótel Hilton á fimmtudaginn næstkomandi. Bæði markaðsmaður og markaðsfyrirtæki verða verð- launuð. Fimm fyrirtæki eru til- nefnd sem Markaðsfyrirtæki ársins. Verðlaunin Markaðsmaður ársins verða svo afhent ein- staklingi fyrir framúrskarandi árangur í markaðsstarfi. - jhh Verðlaun afhent á Hilton: ÍMARK veitir árleg verðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.