Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 10
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 25-30% Hlutdeild sjávar- klasans í vergri þjóðarframleiðslu 25.000 Starfsmenn í sjávarklasanum 1.363.000 tonn Afli íslenskra skipa árið 2013 272.000.000 Útflutningsverðmæti sjávarafurða -121.000 tonn Samdráttur í uppsjávarafla +86.000 tonn Aukning í bolfiskafla +12% Vöxtur tæknifyrirtækja sjávarklasans 19.000.000 Áætluð velta í flutningum með sjávarafurðir +73% Nemendafjölgun í sjávarútvegstengdu námi frá 2008 LYKILTÖLUR ÍSLENSKA SJÁVARKLASANS ÁRIÐ 2013 Að meðtalinni síðustu makrílvertíð hefur þessi nýbúi í íslenskum sjáv- arútvegi fært þjóðarbúinu um 100 milljarða króna í auknar útflutn- ingstekjur frá árinu 2007. Eigin- fjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja hefur innan þessa tímabils tekið stakkaskiptum; er nú jákvæð um 107 milljarða króna en var nei- kvæð um 80 milljarða króna í lok hrunársins 2008. Er það að þakka endur skipulagningu fyrirtækjanna og niðurgreiðslu skulda. Þessu má m.a. finna stað í Sjáv- arklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2013; fjórðu greiningunni á umfangi og afkomu sjávarútvegsins og hliðargreina hans sem Íslenski sjávarklasinn mun senda frá sér. Það eru hag- fræðingar Sjávarklasans, þeir Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson, sem unnu samantektina ásamt framkvæmdastjóranum, Þór Sigfússyni. Þáttaskil Nýliðið fiskveiðiár markar þáttaskil í atvinnugreininni að mati höfunda. Því ráða tilkynningar um stóraukna fjárfestingu í nýjum fiskiskipum sem væntanleg eru til landsins á næstu árum. „Í sjávarútvegsfyrirtækjunum er það kannski markverðast að eig- infjárstaðan er víða orðin góð og fjárfesting í nýjum skipum, sem er orðin alveg bráðnauðsynleg, er farin að taka við sér. Nú er búið að til- kynna um smíði ellefu nýrra skipa og í þeim kaupum birtast einnig breyttar framtíðaráherslur sjávar- útvegsfyrirtækjanna, frystitogar- arnir eru á undanhaldi og á síðustu tveimur árum sáum við mikinn kipp í útflutningi á ferskum fiski,“ segir Bjarki. Í skýrslunni er bent á að nýsmíði skipa eru send jákvæð skilaboð um bætta hráefnanýtingu og aukna verðmætasköpun sem birtist m.a. í breyttum áherslum í vinnslu upp- sjávarfisks til manneldis og aukinni ferskfiskvinnslu bolfisks síðustu misserin. Tilfærsla frá sjófryst- ingu til landvinnslu á stuttum tíma segir einnig margt um getu greinar- innar til að bregðast við breyttum ytri aðstæðum og samkeppnisstöðu á alþjóðlegum mörkuðum. Makríllinn breytti miklu „Eftirhrunsárin í íslenskum sjávar- útvegi hafa öðrum þræði verið lituð bláum strípum makrílsins, millj- örðunum sem hann hefur skilað til þjóðarbúsins og deilunum sem hann hefur valdið. Frá árinu 2007 hefur samanlagt útflutningsverðmæti makríls á Íslandi numið rúmum 76 milljörðum króna og er árið 2014 þá ótalið. Þar af nam útflutningur á árinu 2013 rúmum 21 milljarði króna og útlit er fyrir að árið 2014 verði svipað,“ segja skýrsluhöfund- ar. Þetta er á allra vitorði. Tækni- byltingin sem er að verða í greininni er kannski fréttir fyrir fleiri. Tæknibylting Tæknifyrirtæki í sjávarklasanum hafa eflst myndarlega frá árinu 2008 og heildartekjur greinarinnar vaxa nú annað árið í röð um 12-13%. Eru dæmi þess að fyrirtæki með ársveltu upp á hundruð milljóna króna hafi tvöfaldað tekjur sínar á skömmum tíma. Margir stjórnendur tæknifyrirtækja í sjávarklasanum líta björtum augum á árið 2014 og „bólgnar pantanabækur gefa fyr- irheit um gott framhald á næstu misserum. Ástæða er til að búast við meiri vexti milli áranna 2013 og 2014, sérstaklega í ljósi fjárfestinga- áætlana í íslenskum sjávarútvegi,“ segir í skýrslunni. „Hvað varðar tæknifyrirtækin erum við að sjá ótrúlegan vöxt í veltu þeirra, þriðja árið í röð. Þarna er að fjölga í hópi fyrirtækja sem telja má stór á íslenskan mæli- kvarða, sprotarnir eru að verða að meðalstórum og stórum fyrirtækj- um með tugi starfsmanna. Hluti af þessu er líka ákveðin samþjöppun þar sem stærri fyrirtæki eru að kaupa öfluga sprota og vaxa þann- ig,“ segir Haukur Már en bætir við að áframhaldandi vöxtur í tækni- geiranum sé ekki laus við áskoran- ir. Ógreiður aðgangur að fjármagni, gjaldeyrishöft og takmörkuð geta til að takast á við stór verkefni standa mörgum þeirra fyrir þrifum. Lykil- orðið til að eiga möguleika á að tak- ast á við stór verkefni er hins vegar samstarf tækni- og sjávarútvegs- fyrirtækja, eins og þegar hafa verið sett á fót innan Sjávarklasans. Fullvinnsla og líftækni Með hverju árinu sem líður sann- ast að fullvinnsla afurða er að verða íslenskum sjávarútvegi sífellt mikil- vægari. Síðustu áratugi hefur afla- meðferð og aflanýting gjörbreyst, og nú er svo komið að það hráefni, sem oft var áður hent, stendur að baki tugmilljarða verðmætasköp- unar. Jafnvel það sem var þó nýtt er margfalt verðmætara nú en áður. Lýsi er eitt dæmi þess þar sem samnefnt fyrir- tæki er risi á íslensk- um heilsuvörumarkaði – með útflutning til 80 landa og leyfi til lyfjafram- leiðslu. Á síðustu áratugum hafa einnig byggst upp öflug fyrirtæki í þurrk- un fiskafurða en um 10-12 fyrirtæki eru nú á því sviði og fjöldi starfs- manna þeirra líklega um 250-300. Flest þurrkunarfyrirtæki búa yfir afar öflugum tæknibúnaði sem þróaður hefur verið af innlendum tæknifyrirtækjum. Ætla má að á bilinu 50-60 þúsund tonn (ferskt) af hausum séu þurrkuð og flutt út árlega hér á landi. Útflutningsverð- mæti þeirra var um átta milljarðar króna árið 2013. Líftækniiðnaður tengdur nýtingu aukaafurða er einn mest spenn- andi vettvangur sjávarklasans á Íslandi og nokkur fyrirtæki vinna að þróun og sölu slíkra líftækni- afurða. Skýrsluhöfundar telja að á Íslandi sé að mörgu leyti einstakur grundvöllur til uppbyggingar öfl- ugs líftækniklasa. Sá grundvöll- ur byggist annars vegar á miklum auðlindum, bæði til lands og sjávar, og á sérstakri vistfræði landsins, og hins vegar á mann- auði og stofnanaumhverfi sem byggt gæti undir slíkan klasa. Skynsam- legt væri að marka öfluga stefnu til framtíðar um uppbyggingu líf- tækniiðnaðarins á Íslandi í sam- vinnu ríkis, háskólasamfélagsins, heilbrigðisgeirans og atvinnulífsins. Áhugi á menntun vex Kannski er það til marks um vöxt og uppgang sjávarklasans á Íslandi að stóraukin aðsókn hefur verið í sjáv- arútvegstengt nám allt frá árinu 2008. Heildarfjöldi nemenda á fjöl- mörgum námsbrautum á framhalds- skóla- og háskólastigi jókst um 73% milli áranna 2008 og 2013. Merkja má stóraukinn áhuga ungs fólks á haftengdum greinum og margt bendir til að áhugi á sjávar tengdri nýsköpun hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. Spurðir um áskoranir sjávar- klasans heilt yfir telja þeir Bjarki og Haukur að eitt af því sem líta megi til sé hve mörg lítil fyrirtæki tilheyra þessum klasa, bæði í tækni, líftækni og annarri þróun ýmis- konar. Að þeirra mati þurfa þau að leita leiða til að vaxa og vinna betur saman, þar liggi tækifærið. Um leið og þessi nýsköpunarfyrirtæki eru orðin svolítið stærri, stöndugri og þroskaðri opnist þeim miklu stærri tækifæri til fjármögnunar heldur en þegar þau eru enn agnarsmá. Og með þeirri fjármögnun geti þau svo orðið risar líkt og þeir sem nú standa styrkum fótum á íslenskum markaði. Nýbúinn hefur gefið 100 milljarða Viðsnúningur á eiginfjárstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er hátt í 200 milljarðar frá hrunárinu 2008. Vöxtur tæknigeirans í greininni er eftirtektarverður eitt árið enn. Fjárfestingar aukast í skipum og tæknibúnaði. Stóraukin ásókn er í sjávarútvegstengt nám. Hvað varðar tæknifyrirtækin sjáum við ótrúlegan vöxt í veltu þeirra, þriðja árið í röð. Þarna er að fjölga í hópi fyrirtækja sem telja má stór á íslenskan mælikvarða, sprotarnir eru að verða að meðalstórum og stórum fyrirtækjum með tugi starfsmanna. Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson, hagfræðingar Íslenska sjávarklasans Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Gæði fara aldrei úr tísku Vaskar og blöndunartæki ÖRYGGISMÁL Hópur þingmanna úr öllum stjórnmála- flokkum á Alþingi hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu um áhættumat vegna ferðamennsku á Íslandi. Í framhaldi áhættu- matsins verði metið hvort ástæða er til að setja sérstakar reglur um ferðir á þau svæði á Íslandi sem helst er áhættusamt að heimsækja. Þingsályktunartillagan var lögð fram á síðasta þingi, og þá einnig af þingmönnum allra flokka. Hún fór svo langt að fá umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd sem sendi út umsagnarbeiðnir vegna hennar. Þær gáfu til kynna að úrlausnar þessarar hugmyndar yrði ekki beðið mikið lengur. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að markmiðið sé að fækka slysum og óhöppum ferðamanna í óbyggðum og utan alfaraleiðar. Með því yrði fækkað þjáningum einstaklinga og kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfa. Sérstaklega er þetta talið brýnt í ljósi fjölgunar ferða- manna og hve mikið hefur teygst úr ferðamannatím- anum yfir á haust og vetur. - shá Þingmenn allra flokka vilja úttekt frá ríkislögreglustjóra í víðtæku samstarfi: Vilja ferðamennsku í hættumat LEIT Fyrirkomulag á Grænlandi og á Svalbarða er tekið sem dæmi í tillögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ➜ Markmið úttektar er sagt að fækka slysum og óhöppum ferðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.