Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 34
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Guðbjörg vinnur hjá Fataflokkun Rauða krossins þar sem mikið fellur til af lopapeysum sem ekki eru seljanlegar. „Við látum vissu- lega gera við margar peysur en sumar er ekkert hægt að laga. Mig langaði að finna einhverjar nýjar leiðir til að nýta þær og datt í hug að búa til nýjar flíkur úr þeim. Þótt ermi sé ónýt er mikið annað eftir af peysunni og oft má finna mjög skemmtileg mynstur og fallegar samsetningar í illa förn- um lopapeysum,“ segir Guðbjörg. Hún tók sig því til og safnaði saman peysum sem hún spretti í sundur og skeytti saman. „Ég nota lágmark þrjár peysur og allt upp í sjö til átta í hina nýju flík.“ Guðbjörg velur vel þær peysur sem hún skeytir saman. „Peysuhlutarnir verða að tóna saman,“ segir hún en gráir litir hafa verið mest áberandi hingað til í hönnun hennar. Peysurnar eru allar unnar í hönd- unum. „Ég prjóna þær saman en sauma ekki í saumavél. Ég passa að allar lykkjur liggi rétt og því má segja að þetta sé nánast ný peysa fyrir utan þessa fleti sem ég endurnýti.“ Guðbjörg er búin að gera þrjár endurunnar peysur en er byrjuð á þó nokkrum til viðbótar. „Ég er líka með húfur og trefla í smíðum enda er nán- ast hægt að nýta allt af peysunni. Það er fínt að gera húfur úr berustykkjum og trefla má gera úr hinum ýmsu afgöngum.“ Enn er þessi hönnun Guðbjargar á tilraunastigi en hana langar að þróa hönnun sína enn frekar og minna um leið á endurnýtingu og endurvinnslu. „Við verðum að nýta þennan dýrgrip sem við höfum í höndunum.“ Þeir sem vilja vita meira geta sent Guðbjörgu tölvupóst á gudbjorg.rut@ gmail.com. ■ solveig@365.is EIN PEYSA VERÐUR TIL ÚR MÖRGUM LOPAPEYSUENDURVINNSLA Guðbjörg Rut Pálmadóttir hönnuður nýtir gamlar og illa farnar lopapeysur til að búa til nýjar og fallegar flíkur. FALLEGAR FLÍKUR Guðbjörg notar frá þremur og upp í átta peysur til að búa til hverja flík. MYND/VALLI HÖNNUÐUR Guðbjörg starfar hjá Fataflokkun Rauða krossins þar sem falla til fjölmargar illa farnar lopapeysur. Þær nýtir Guðbjörg til að búa til nýjar flíkur. MYND/VALLI Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flottar yfirhafnir, fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.isVið erum á Facebook KJÓLADAGAR 20% afsláttur af öllum kjólum í dag og á morgun föstudag Str. 36-56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.