Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 44
FÓLK|TÍSKA Jennifer er einstaklega hæfileikarík. Hún er 45 ára kvikmyndaleikkona, söngkona, dansari, fatahönn-uður og dómari í American Idol-sjónvarpsþættin- um. Jennifer hefur gefið út sjö hljómplötur og hefur unnið til margvíslegra verðlauna fyrir tónlistarflutning. Jennifer hefur verið í allnokkrum samböndum en er einstæð tveggja barna móðir í dag. Sam- bönd hennar hafa jafnan vakið athygli, enda herrarnir þekktir, Ojani Noa, Cris Judd, Sean Combs, Ben Affleck og Marc Anthony. Börn hennar, Max og Emme, eru tvíburar fæddir árið 2008. Jennifer segist hafa lært mikið um sjálfa sig á meðan hún skrifaði bókina en um sama leyti var hjónaband hennar og Marcs Anthony til átta ára að leysast upp. Hún viðurkennir að skilnaðurinn hafi verið mjög erfiður. „Ég hélt ég væri sterk stelpa úr Bronx-hverfinu en ann- að hefur komið í ljós,“ sagði Jennifer í viðtali við hina þekktu fréttakonu Mariu Shriver í þættinum Today á NBC-sjónvarpsstöðinni. Jennifer sagði að eftir skilnaðinn hefði hún sökkt sér á kaf í skemmtanabransann og reynt af öllum mætti að ná góðum árangri þar. Gagnrýnendur segja að Jennifer Lopez hafi aldrei litið betur út. Myndir sem teknar voru af henni um helgina á gala-hátíð í Los Angeles í síðum, flegnum og glitrandi Gucci-kjól hafa birst um allan heim. Á gala-kvöldinu var leikstjórinn Quentin Tarintino heiðraður. Ekki er langt síðan Jennifer var umtöluð og gagnrýnd fyrir nýtt tón- listarmyndband með laginu Booty þar sem rass- inn er í aðalhlutverki. Eitt er víst að hún er ekkert feimin við að sýna líkamann hálfnakinn. Hún er ríkasta leik- og söngkona af suðuramerískum ættum í Hollywood. J-LO SKRIFAR UM SANNA ÁST JÁTNINGAR Jennifer Lopez var að senda frá sér bókina „True Love“ en í henni segir hún frá lélegu sjálfsmati sínu, erfiðleikum í samböndum og hræðslu við að vera ein. Aðdáendur hennar eiga líklega erfitt með að skilja slíkar játningar þar sem söngkonan er þekkt fyrir djarfleika á sviði og er óhrædd við að sýna nekt. AMERICAN IDOL Á leið í Idolið í Los Angeles fyrir nokkrum dögum. Í VIÐTALI Á leið í viðtal í fyrradag á NBC-sjón- varpsstöð- inni í New York. Í NEW YORK Þessi mynd var einnig tekin í fyrra- dag í Soho- hverfi í New York. ÓFEIMIN Jennifer Lopez hefur verið gagnrýnd fyrir myndband með nýjasta laginu Booty þar sem rassinn er í aðalhlutverki. Í GUCCI-KJÓL Jennifer vakti at- hygli um síðustu helgi í þessum glitrandi kjól á heiðurshátíð í Los Angeles. MYNDIR/GETTY KLÆDD Þarna er J-Lo á leið í upp- töku á Amer- ican Idol en heldur meira klædd en venjulega. Hinir heimsfrægu tónlistamenn Lady Gaga og Tony Bennett verða andlit H&M-verslanakeðj- unnar fyrir jólin. Þetta heiðurs- par gaf nýlega út hljómplötuna Cheek to Cheek sem þegar hefur vakið mikla athygli. Bæði Lady Gaga og Tony Bennett komu til Íslands árið 2012. Bennett var með vel heppnaða tónleika í Hörpu en Lady Gaga kom til að taka við alþjóðlegri viðurkenn- ingu úr Lennon-Ono friðarsjóðn- um. Það var Yoko Ono sem afhenti viðurkenninguna. Tony Bennett, sem er 88 ára að aldri, hefur á undanförnum árum gert plötur með ýmsum heimsfrægum yngri söngvurum. Má þar nefna söngkonuna Amy Winehouse en það var síðasta hljómplata söngkonunnar áður en hún lést. Auglýsingar fyrir hljómplötu Bennetts og Lady Gaga urðu for- ráðamönnum H&M innblástur til að horfa til þess glamúrs og skemmtanalífs sem var í kringum 1940. Jólatískan ber keim af þess- um tíma. Aldrei áður hefur H&M notað andlit manns á níræðis- aldri í auglýsingum. LADY GAGA OG TONY BENNETT Í AUGLÝSINGUM H&M FRÆG OG FLOTT Þau Lady Gaga og Tony Bennett í H&M-fötum. MYND/H&M Hin frábæru útdregnu verðlauna hlið frá fáanleg á Íslandi Að vernda barnið á heimilinu er forgangsverkefni allra foreldra og mikilvægt er því að geta takmarkað aðgang barna að vissum stöðum eins og að stigum og eldhúsi og jafnvel utandyra. Útdregna hliðið frá Dreambaby er einstaklega létt og endingargott. Hliðið er hannað til að passa í op sem er allt upp í 140cm á breidd. Hliðið fæst annað hvort í svörtu eða hvítu og rúllast upp þegar það er ekki í notkun svo það tekur ekkert óþarfa pláss. Einnig bíður dreambaby upp á margar gerðir af skápa- og skúffu læsingum, hornhlífar, gúmmímottur í baðið, gardínu- og rafmagns- snúrustyttir, flatskjás og hillufestingar, baðsæti og ýmsilegt fleira. Dreambaby bíður upp á ýmsar lausnir til að vernda börn fyrir slysum í heimahúsum. Kíkið á okkur á facebook undir Dreambaby öryggisvörur https://www.facebook.com/DreambabyOryggisvorur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.