Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 12
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 12 „Þegar samskipti milli foreldra grunnskólabarna eru lítil er meiri hætta á því að einelti og sam- skiptavandi verði orðið alvarlegt vandamál þegar loks er tekið á því. Þá er hætta á að einstaka foreldr- ar, það er foreldrar þolanda, upp- lifi sig í einangrun.“ Þetta segir Benedikt Bragi Sigurðsson sál- fræðingur sem starfar í fjórum grunnskólum í Kópavogi. Helst vill hann sjá að foreldrar myndi samtök strax þegar börnin byrja í sex ára bekk og séu virk í þeim út grunnskólagönguna. „Eitt af því sem mér finnst gríðarlega mikilvægt í sambandi við einelti er að foreldrar hittist meira og tali saman. Foreldrar mættu ræða og fræðast um félagsfærni, um það hvernig bekknum er að ganga sem heild, hvernig barni þeirra líður, hvernig börnum annarra líður, hvort einhver sé skilinn út undan og svo framvegis. Þá væri gott ef einhver stýrði fundinum, til dæmis umsjónarkennari, námsráð- gjafi eða skólasálfræðingur. Við megum ekki gefast upp í vinnunni gegn einelti og við þurfum sífellt að reyna að bæta verklag og huga að nýjum leiðum sem gætu þjónað forvarnahlutverki.“ Í bæklingi, sem Benedikt hefur samið og sent foreldrum í fyrsta bekk í skólunum sem hann starfar í, hvetur hann foreldra til að bregð- ast við félags- legum vanda barna á jákvæð- an hátt. „Í bækl- ingnum er meðal annars fjallað um félagsfærni ba r n a , hvað félagsfærni er og hvernig megi efla hana. Þá eru örfá orð um þunglyndi og kvíða,“ greinir hann frá. Benedikt segir allan gang á því hvernig börnunum í skólunum sem hann starfar í líður. „Mín tilfinn- ing er að næstu árum verði aukn- ing á félagsvanda og félagsfælni. Þessi vandi, sem þegar er orðinn mikill, liggur meðal annars í því að börn verja of miklum tíma í sjónvarpsáhorf og tölvuleiki. Með aukinni tölvunotkun unglinga og barna er hætta á að þau einangri sig meira.“ Sálfræðingurinn tekur það fram að það að hittast í tölvuleik eða á Facebook sé ekki það sama og að hittast. „Það er líka mikilvægt að foreldrar verji tíma með börn- unum og þá ekki bara með því að hafa þau í kringum sig.“ Samskiptavandi er algengur meðal barna á aldrinum 6 til 12 ára, að því er Benedikt greinir frá. „Á þessum aldri eru börn að læra samskipti og hvernig er að vera góður vinur, hvenær eigi að gefa eftir, hvernig eigi að deila með sér og fylgja reglum í hópastarfi svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þetta nám barnanna svo að þeir geti hjálpað þeim sem best. Þessi lærdómur er ekki síður mikilvæg- ur en hvað annað, svo sem íslenska og stærðfræði. Samt er eins og for- eldrar leggi miklu minni áherslu á félagsfærni og samskipti heldur en margt annað.“ Að sögn Benedikts hafa margir haft á orði við hann að þeim finn- ist kvíði vera vaxandi vandamál hjá börnum á Íslandi. „Það er mikilvægt að þekkja sem best einkenni og eðli kvíða og þung- lyndis, sérstaklega fyrir þá sem starfa í grunnskólum. Þá eru þeir betur í stakk búnir til að hjálpa börnum og foreldrum þeirra og jafnvel til þess að fyrirbyggja vandann.“ ibs@frettabladid.is Samræður foreldra góð vörn í baráttunni gegn einelti Benedikt Bragi Sigurðsson skólasálfræðingur leggur til að foreldrar myndi samtök sem séu virk alla grunn- skólagöngu barnanna. Þurfa að ræða saman um félagsfærni og líðan barnanna, bæði eigin og annarra. FÉLAGSVANDI Með aukinni tölvunotkun unglinga og barna er hætta á að þau ein- angri sig meira. NORDICPHOTOS/GETTY BENEDIKT BRAGI SIGURÐSSON bjóða þér á kl. 14:00 kl. 16:00 kl. 18:00 B E R N D S E N VIO NOVEMBER 5TH W E D N E S D A Y Fufanu NOVEMBER 6TH T H U R S D A Y kl. 13:30 kl. 15:00 kl. 16:30 Lay Low kl. 18:00 NOVEMBER 7TH F R I D A Y kl. 13:00 kl. 14:30 kl. 16:00 Júníus Meyvant kl. 17:00 Rökkurró kl. 18:00 kl. 13:30 NOVEMBER 8TH S A T U R D A Y Valdimar Ylja Kött Grá Pje kl. 13:00 kl. 14:30 kl. 16:00 kl. 17:00 Sin Fang kl. 18:00 Bartónar - male choir Áhugasamir foreldrar með stutta skólagöngu geta haft jafnmikil áhrif á velgengni barna sinna í skóla og langskólagengnir for- eldrar. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar Ceciliu von Otter í Svíþjóð sem byggir á viðtölum við fjögur þúsund foreldra frá 1968. Rannsókn von Otter leiddi í ljós að árangur nemenda tengist ekki því í hvaða stétt foreldrarnir eru. Hún átti von á að þegar um til dæmis hjálp í stærðfræði væri að ræða gagnaðist það nemendum meira ef foreldrar væru langskóla- gengnir heldur en ef þeir væru bara með sex ára grunnskólanám. Í ljós kom að svo var ekki, heldur skipti áhugi foreldranna á námi barnanna máli. Hins vegar reyndist áhugi lang- skólagenginna foreldra á námi barna sinna meiri en hinna. Ekki á að gera foreldra ábyrga fyrir velgengni barna sinna, að mati von Otter. Betra sé að benda þeim á að um sé að ræða gjöf sem þeir geti gefið börnum sínum og hún geti verið afgerandi. - ibs Allir foreldrar geta haft áhrif á einkunnir VEGANESTI Áhugasamir foreldrar styðja við nám barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.