Fréttablaðið - 06.11.2014, Síða 21
FIMMTUDAGUR 6. nóvember 2014 | SKOÐUN | 21
Í upphafi árs 2014 um það
leyti sem kjarasamning-
ur Læknafélags Íslands
rann sitt skeið birti fjár-
málaráðuneytið/RSK
auglýsingu um viðmiðun-
arupphæðir reiknaðs end-
urgjalds vegna sjálfstætt
starfandi lækna. Voru
læknar þá fluttir upp um
flokk og færðir úr flokki
annarra háskólamennt-
aðra sérfræðinga og við-
miðunarupphæðir hækk-
aðar. Þar er gert er ráð
fyrir að lágmarkslaun lækna séu
850.000 kr. á mánuði. Áður hafði
verið samsvörun milli launaliðar
kjarasamnings LÍ og hins reikn-
aða endurgjalds sjálfstætt starf-
andi lækna. Miðað við núverandi
launaliði í kjarasamningi LÍ og
ráðuneytisins þurfa grunnlaun
lækna að hækka umtalsvert svo
þessari viðmiðun sé náð. Halda
ber til haga að læknar á kjara-
samningi LÍ greiða ekki í Lífeyr-
issjóð starfsmanna ríkisins og
njóta því lakari lífeyristrygginga
en aðrir opinberir starfsmenn.
Óviðunandi staða
Það þarf ekki lengi að skoða
launaþróun og kjör hinna ýmsu
starfsstétta, þó ekki skuli gert
lítið úr mikilvægi þeirra eða
ábyrgð, til að sjá óviðunandi
stöðu sem læknum er búin og geta
ekki lengur setið undir. Grunn-
laun nýútskrifaðs læknis eru
um 340.000 kr. og læknis með
lækningaleyfi 370.000 kr. Byrj-
unargrunnlaun sérfræðilækn-
is er 530.000 kr. og fara hæst í
595.000 kr. eftir 14 ára
starf. Þetta eru þau launa-
kjör sem í boði eru á heil-
brigðisstofnunum ríkisins
á Íslandi. Heildartekjur
einstaklinga geta verið
breytilegar og hærri en
þar ræður mestu um fjöldi
sólarhringsvakta sem við-
komandi tekur í hverjum
mánuði. Vaktafyrirkomu-
lag byggist í flestum til-
fellum á gæsluvöktum og
vinnulotum samfellt í 24
klst. eða jafnvel lengri.
Vinnudagar lækna eru oft langir
og viðfangsefnin flókin og ekki
í alla staði auðveld. Kröfur um
þekkingu, reynslu og nákvæmni
í vinnubrögðum eru gífurleg og
mistök dýrkeypt og ekki liðin.
Stjórnvöld daufheyrast
Til samanburðar má skoða þróun
meðallauna ýmissa starfstétta
hjá VR í launakönnun þess 2014
sem aðgengileg eru á heimasíðu
félagsins. Þar má sjá að meðal-
talsgrunnlaun bílstjóra eru nú
304.000 kr., móttökuritara við
símavörslu 335.000 kr., gjald-
kera við innheimtustörf 411.000
kr. Bókarar hafa 465.000 kr.,
sérhæfðir tryggingastarfsmenn
500.000 kr., fjármálastjórar
682.000 kr. og hag- og viðskipta-
fræðingar 620.000 kr. Himinn og
haf er milli menntunarkostnaðar
og tímalengdar náms lækna og
þessara ágætu starfsstétta sem
einnig þjóna mikilvægu hlut-
verki í klukkuverki samfélags-
ins. Starfsævi lækna er stutt í
samanburði við allar aðrar stéttir.
Algengt er að sérfræðingar snúi
heim til starfa á fertugsaldri eftir
að hafa verið í framhaldsnámi
erlendis. Læknir lýkur námi 26-27
ára, fær lækningaleyfi 28-30 ára
og sérfræðiviðurkenningu fjórum
til sex árum síðar.
Læknar hafa nú í fyrsta sinn
nýtt sér verkfallsrétt. Aðgerð-
ir eru boðaðar fram í desemb-
er hafi samningar ekki náðst.
Það þykir læknum miður og þeir
sinna öllum bráða- og neyðartil-
vikum þrátt fyrir að vera í verk-
falli. Ástæða aðgerðanna er að
núverandi launakjör eru ekki það
dráttarafl sem dugar til að standa
að endurnýjun í röðum sérmennt-
aðra lækna. Undanfarin misseri
heyrir til undantekninga ef sér-
fræðilæknir flyst heim. Straum-
urinn er út. Mönnunarvandinn er
raunverulegur. Með óviðunandi
vinnuálagi og skertu aðgengi
þurfandi sjúklinga. Þessu þarf að
snúa við. Samtök lækna geta ekki
horft aðgerðarlaus á þessa þróun.
Stjórnvöld daufheyrast og sinna
í engu aðvörunarorðum. Læknar
eru orðvör stétt en enginn skyldi
ætla að þeim sé ekki fullkomin
alvara í aðgerðum sínum. Læknar
vænta leiðréttinga á grunnlaunum
í núverandi kjaradeilu.
Setti ríkið tóninn fyrir
launaleiðréttingu lækna?
Allar stéttir samfélags-
ins eru mikilvægar og
það er mjög erfitt, ef ekki
ómögulegt að fullyrða
hver sé mikilvægari en
önnur. Ég tel hins vegar
að færa megi rök fyrir
því að læknar séu ein dýr-
mætasta stétt hvers sam-
félags. Fyrir því liggja
einkum tvær ástæður.
Sú fyrri er að læknar
eru almennt fáir, t.d.
eru læknar á Íslandi um
helmingi færri en íbúar Húsavík-
ur. Hin ástæðan er að það tekur
a.m.k. 16 ár að búa til einn sér-
fræðilækni sem er umtalsvert
lengra en flestar aðrar stéttir.
Þannig að það bæði munar virki-
lega um hvern einasta lækni og
tekur mörg ár að bæta fyrir hvern
sem hverfur.
Þó skynjar maður það ekki að
fjármálaráðherra telji lækna yfir
höfuð nokkuð sem vert er að halda
í eða laða heim. Ég vil ekki trúa
því að hans mat sé „Þeir geta
þá bara farið“ en þögn hans er
ærandi nú þegar læknar sjá þann
kost einan að fara í verkfall. Bar-
áttan snýst þó ekki um það hvort
læknar fari. Baráttan snýst eigin-
lega ekki heldur um hvort útborg-
uð laun nýútskrifaðs læknis verði
áfram 260.000 eða hækki eitthvað.
Baráttan snýst um að íslenska
heilbrigðiskerfið er undirmannað
af læknum. Baráttan snýst um að
verja þá lækna sem eftir
eru fyrir ómanneskjulegu
álagi á allt of þungum eða
allt of löngum vinnulot-
um. Baráttan snýst um að
til auðnar horfir í heilu sérgrein-
unum; krabbameinslækningum,
brjóstaskurðlækningum og sjálfri
undirstöðunni, heimilislækning-
um. Heilbrigðiskerfið er komið
að hættumörkum og fer yfir þau í
náinni framtíð – ef ekki nú þegar.
Þetta er því annað og meira en
hefðbundin kjarabarátta. Þetta
er nauðvörn fyrir framtíð heil-
brigðiskerfisins og læknisfræði
á Íslandi.
Yfir til þín, Bjarni!
Nú hefur alþjóð fengið að vita að
fjármálaráðherra sé hraustur
maður. Eins gott, því nú þarf að
taka hraustlega á því. Ég vil því
senda honum brýningu í bundnu
máli:
„Þið kerfinu teflduð á tæpasta vað
svo tvísýnt er hvort það við hjarni.
Viljirðu bjarga því verðurðu að
við okkur semja, Bjarni“
Hefur ríkið efni
á því að semja ekki
við lækna?➜
Miðað við núverandi
launaliði í kjarasamningi
LÍ og ráðuneytisins þurfa
grunnlaun lækna að hækka
umtalsvert svo þessari við-
miðun náð sé.
KJARAMÁL
Reynir
Arngrímsson
varaformaður
Læknafélags
Reykjavíkur
KJARAMÁL
Eyjólfur
Þorkelsson
verðandi heimilis-
læknir
➜ Þó skynjar maður
það ekki að fjármála-
ráðherra telji lækna
yfi r höfuð nokkuð
sem vert er að halda í
eða laða heim.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
4
5
5
5
Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur
Verð: 5.290.000 kr.
6,6 l/100 km
í blönduðum akstri
Ný LINEARTRONIC stiglaus sjálfskipting
með þrepastillingum í stýri.
SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL
SEM ÞÚ GETUR KEYPT
Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp
í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif
með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru
með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP.
GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU!